| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Enn einn tapleikurinn
Tvenna frá Papiss Cisse jók enn á raunir Liverpool manna er sjötti tapleikurinn í síðustu sjö leikjum í deildinni leit dagsins ljós. Liðið er gjörsamlega heillum horfið og leikmenn virka áhugalausir og gjörsamlega rúnir sjálfstrausti.
Kenny Dalglish setti þá Andy Carroll, Craig Bellamy og Jonjo Shelvey inn í byrjunarliðið og leit þetta ágætlega út á pappír fyrir leikinn. Var þetta fyrsti leikur Craig Bellamy síðan í tapinu gegn Sunderland þann 10. mars.
Leikmenn Liverpool byrjuðu betur í leiknum og á níundu mínútu var Andy Carroll kominn í ákjósanlegt færi, hann lék framhjá Tim Krul í markinu en lét sig þá falla án þess að vera snertur. Þó virtist sem að hann hafi verið búinn að missa jafnvægið. Dómari leiksins sá strax að þetta var leikaraskapur og gaf Carroll gult spjald. Margir vilja meina að Carroll hefði þarna átt að standa í fæturna og setja boltann í autt markið en kannski var það ekki eins auðvelt og það sýndist.
Skömmu síðar fengu gestirnir hornspyrnu og uppúr henni náði Carroll skalla að marki sem varnarmaður Newcastle virtist verja með hendi á marklínu. Dómaratríó leiksins sá ekkert athugavert við atvikið og dæmdu því ekkert.
En eins og svo oft áður náðu mótherjar Liverpool svo að skora úr sínu fyrsta tækifæri í leiknum. Á 19. mínútu kom sending fyrir markið frá hægri sem Papiss Cisse gerði vel í að skalla að marki og boltinn hafnaði í stönginni og svo í netinu. Við þetta virtust leikmenn Liverpool missa allan móð og pirringur leikmanna jókst bara eftir því sem á leið leikinn.
Í síðari hálfleik var það sama uppá teningnum, leikmenn Liverpool virtust ráðalausir þó svo að heimamenn hafi nú ekki verið að spila neitt stórkostlega vel. Á 59. mínútu bættu þeir svo við marki sem lyktaði nú einstaklega mikið af rangstöðu. Heimamenn sóttu upp vinstri kantinn og Demba Ba reyndi að senda boltann inní teig á Ben Arfa sem kom aðvífandi. Það vildi ekki betur til en svo að boltinn barst út í teiginn vinstra megin þar sem Papiss Cisse var einn og óvaldaður, hann lék á Reina og setti boltann í autt markið. Þegar sendingin sem var ætluð Ben Arfa kom var Cisse rangstæður og því hefði líklega átt að flagga þar. En heppnin og réttar ákvarðanir dómara eru svo sannarlega ekki á bandi Liverpool auk þess sem leikmenn eru sjálfum sér verstir oft á stundum.
Það markverðasta sem gerðist eftir seinna mark Newcastle var að Pepe Reina lét reka sig útaf er hann virtist skalla Perch sem lét sig þó falla með tilþrifum í grasið. Þegar þarna var komið við sögu hafði Dalglish skipt inná öllum sínum varamönnum og því kom það í hlut Jose Enrique að standa vaktina í markinu. Hann gerði það ágætlega og ekki náðu heimamenn að bæta við marki.
Newcastle: Krul, Simpson, Williamson, Perch, Gutiérrez, Ben Arfa (Santon, 90. mín.), Tioté, Cabaye, Guthrie (Gosling, 65. mín.), Ba, Cissé (Ameobi, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Elliot, Vuckic, Ferguson og R. Taylor.
Mörk Newcastle: Cisse (19. og 59. mín.).
Gul spjöld: Perch, Tioté og Cissé.
Liverpool: Reina, Flanagan, Skrtel, Carragher, Enrique, Gerrard, Spearing, Shelvey (Downing, 76. mín.), Bellamy (Henderson, 80. mín.), Carroll (Kuyt, 80. mín.), Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Aurelio og Maxi Rodríguez.
Gul spjöld: Flanagan, Shelvey og Carroll.
Rautt spjald: Reina.
Áhorfendur á Sports Direct Arena: 52.363
Maður leiksins: Enn og aftur er erfitt að velja mann leiksins en Jay Spearing gerði sitt besta á miðjunni.
Kenny Dalglish: ,,Við byrjuðum leikinn vel, sendum boltann manna á milli, vorum hreyfanlegir og virtumst vera þónokkuð ógnandi framá við, en augljóslega endaði þetta í pirringi og vonbrigðum. Ég held að pirringur og vonbrigði hafi verið ástæðan fyrir því að Pepe gerði það sem hann gerði og hann átti rauða spjaldið skilið. Einnig þegar Andy Carroll var tekinn af velli fór hann beint í áttina að búningsklefunum því hann var vonsvikinn með það hvernig leikurinn hafði spilast, kannski endilega vonsvikinn með sjálfan sig heldur liðið í heild. Pirringurinn tók hann beint inní búningsklefann."
Fróðleikur:
- Þetta var sjötti tapleikur liðsins í síðustu sjö deildarleikjum.
- Þetta er lélegasta gengi liðsins síðan árið 1954 en þá féll liðið úr efstu deild !
- Liverpool hefur aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu.
- Everton komust upp fyrir Liverpool í deildinni en þeir unnu sinn leik um helgina.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á næsta síðasta degi síðasta árs. Craig Bellamy skoraði tvö og Steven Gerrard innsiglaði 3:1 sigur eftir að sjálfsmark Daniel Agger kom Newcastle yfir á Anfield.
- Andy Carroll skoraði síðasta mark sitt fyrir Newcastle í leik liðanna á sama stað á síðustu leiktíð þegar Skjórarnir unnu 3:1.
- Kenny Dalglish stjórnaði Newcastle á árunum 1997 til 1998.
- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða tólf talsins.
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Kenny Dalglish setti þá Andy Carroll, Craig Bellamy og Jonjo Shelvey inn í byrjunarliðið og leit þetta ágætlega út á pappír fyrir leikinn. Var þetta fyrsti leikur Craig Bellamy síðan í tapinu gegn Sunderland þann 10. mars.
Leikmenn Liverpool byrjuðu betur í leiknum og á níundu mínútu var Andy Carroll kominn í ákjósanlegt færi, hann lék framhjá Tim Krul í markinu en lét sig þá falla án þess að vera snertur. Þó virtist sem að hann hafi verið búinn að missa jafnvægið. Dómari leiksins sá strax að þetta var leikaraskapur og gaf Carroll gult spjald. Margir vilja meina að Carroll hefði þarna átt að standa í fæturna og setja boltann í autt markið en kannski var það ekki eins auðvelt og það sýndist.
Skömmu síðar fengu gestirnir hornspyrnu og uppúr henni náði Carroll skalla að marki sem varnarmaður Newcastle virtist verja með hendi á marklínu. Dómaratríó leiksins sá ekkert athugavert við atvikið og dæmdu því ekkert.
En eins og svo oft áður náðu mótherjar Liverpool svo að skora úr sínu fyrsta tækifæri í leiknum. Á 19. mínútu kom sending fyrir markið frá hægri sem Papiss Cisse gerði vel í að skalla að marki og boltinn hafnaði í stönginni og svo í netinu. Við þetta virtust leikmenn Liverpool missa allan móð og pirringur leikmanna jókst bara eftir því sem á leið leikinn.
Í síðari hálfleik var það sama uppá teningnum, leikmenn Liverpool virtust ráðalausir þó svo að heimamenn hafi nú ekki verið að spila neitt stórkostlega vel. Á 59. mínútu bættu þeir svo við marki sem lyktaði nú einstaklega mikið af rangstöðu. Heimamenn sóttu upp vinstri kantinn og Demba Ba reyndi að senda boltann inní teig á Ben Arfa sem kom aðvífandi. Það vildi ekki betur til en svo að boltinn barst út í teiginn vinstra megin þar sem Papiss Cisse var einn og óvaldaður, hann lék á Reina og setti boltann í autt markið. Þegar sendingin sem var ætluð Ben Arfa kom var Cisse rangstæður og því hefði líklega átt að flagga þar. En heppnin og réttar ákvarðanir dómara eru svo sannarlega ekki á bandi Liverpool auk þess sem leikmenn eru sjálfum sér verstir oft á stundum.
Það markverðasta sem gerðist eftir seinna mark Newcastle var að Pepe Reina lét reka sig útaf er hann virtist skalla Perch sem lét sig þó falla með tilþrifum í grasið. Þegar þarna var komið við sögu hafði Dalglish skipt inná öllum sínum varamönnum og því kom það í hlut Jose Enrique að standa vaktina í markinu. Hann gerði það ágætlega og ekki náðu heimamenn að bæta við marki.
Newcastle: Krul, Simpson, Williamson, Perch, Gutiérrez, Ben Arfa (Santon, 90. mín.), Tioté, Cabaye, Guthrie (Gosling, 65. mín.), Ba, Cissé (Ameobi, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Elliot, Vuckic, Ferguson og R. Taylor.
Mörk Newcastle: Cisse (19. og 59. mín.).
Gul spjöld: Perch, Tioté og Cissé.
Liverpool: Reina, Flanagan, Skrtel, Carragher, Enrique, Gerrard, Spearing, Shelvey (Downing, 76. mín.), Bellamy (Henderson, 80. mín.), Carroll (Kuyt, 80. mín.), Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Coates, Aurelio og Maxi Rodríguez.
Gul spjöld: Flanagan, Shelvey og Carroll.
Rautt spjald: Reina.
Áhorfendur á Sports Direct Arena: 52.363
Maður leiksins: Enn og aftur er erfitt að velja mann leiksins en Jay Spearing gerði sitt besta á miðjunni.
Kenny Dalglish: ,,Við byrjuðum leikinn vel, sendum boltann manna á milli, vorum hreyfanlegir og virtumst vera þónokkuð ógnandi framá við, en augljóslega endaði þetta í pirringi og vonbrigðum. Ég held að pirringur og vonbrigði hafi verið ástæðan fyrir því að Pepe gerði það sem hann gerði og hann átti rauða spjaldið skilið. Einnig þegar Andy Carroll var tekinn af velli fór hann beint í áttina að búningsklefunum því hann var vonsvikinn með það hvernig leikurinn hafði spilast, kannski endilega vonsvikinn með sjálfan sig heldur liðið í heild. Pirringurinn tók hann beint inní búningsklefann."
Fróðleikur:
- Þetta var sjötti tapleikur liðsins í síðustu sjö deildarleikjum.
- Þetta er lélegasta gengi liðsins síðan árið 1954 en þá féll liðið úr efstu deild !
- Liverpool hefur aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu.
- Everton komust upp fyrir Liverpool í deildinni en þeir unnu sinn leik um helgina.
- Liverpool vann fyrri leik liðanna á næsta síðasta degi síðasta árs. Craig Bellamy skoraði tvö og Steven Gerrard innsiglaði 3:1 sigur eftir að sjálfsmark Daniel Agger kom Newcastle yfir á Anfield.
- Andy Carroll skoraði síðasta mark sitt fyrir Newcastle í leik liðanna á sama stað á síðustu leiktíð þegar Skjórarnir unnu 3:1.
- Kenny Dalglish stjórnaði Newcastle á árunum 1997 til 1998.
- Jose Reina hefur einn manna ekki misst af leik hjá Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða tólf talsins.
Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu félagsins.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan