| Sf. Gutt
Fjöldi stuðningsmanna beggja liða eru nú þegar komnir að Wembley leikvanginum og stemmningin er að magnast. Lestarsamgöngur eru ekki sem skyldi frá og til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool geta til dæmis ekki treyst því að komast heim til Liverpool með lestum eftir leikinn. En líklega hugsa þeir ekki mikið um það í augnablikinu.
Liverpool og Chelsea hafa ekki áður mæst í úrslitaleik í F.A. bikarkeppninnar en liðin hafa leikið á fjórða tug leikja síðustu árin í hinum ýmsu keppnum. Það er ekki gott að segja hvort liðið telst sigurstranglegra. Báðum hefur ekki gengið að væntingum í deildarkeppninni en betur hefur gengið í hinum ýmsu bikarkeppnum. Chelsea á úrslitaleik framundan um Evrópubikarinn og Liverpool hefur Deildarbikarinn til umráða eftir að hafa unnið hann í febrúar. Liverpool gæti því unnið enska bikartvennu.
Kóngsmenn hafa yfirstigið hverja hindrunina af annarri á leið sinni á Wembley. Nú bíður sú síðasta. Kenny Dalglish og hans menn hafa nú þegar fagnað tvívegis sigri á Wembley á árinu og þriðja sigurstund þeirra þar gæti orðið nú undir kvöldið. Veitum nú okkar mönnum allan þann stuðning sem við getum. Upp með trefla og fána.
You´ll Never Walk Alone!!
TIL BAKA
Spennan magnast!
Það er óhætt að segja að spennan magnist með hverri klukkustundinni sem líður. Bikarúrslitaleikurinn á Wembley hefst klukkan stundarfjórðung yfir fjögur að íslenskum tíma í dag. Í fyrsta skipti í sögunni hefst leikurinn ekki klukkan tvö eða þrjú að breskum tíma. Í herbúðum beggja liða, Liverpool og Chelsea, fer allt að verða til reiðu. Leikmenn Liverpool fóru með lest frá Liverpool í gær og gistu á hóteli í höfuðstaðnum í nótt.
Fjöldi stuðningsmanna beggja liða eru nú þegar komnir að Wembley leikvanginum og stemmningin er að magnast. Lestarsamgöngur eru ekki sem skyldi frá og til Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool geta til dæmis ekki treyst því að komast heim til Liverpool með lestum eftir leikinn. En líklega hugsa þeir ekki mikið um það í augnablikinu.
Liverpool og Chelsea hafa ekki áður mæst í úrslitaleik í F.A. bikarkeppninnar en liðin hafa leikið á fjórða tug leikja síðustu árin í hinum ýmsu keppnum. Það er ekki gott að segja hvort liðið telst sigurstranglegra. Báðum hefur ekki gengið að væntingum í deildarkeppninni en betur hefur gengið í hinum ýmsu bikarkeppnum. Chelsea á úrslitaleik framundan um Evrópubikarinn og Liverpool hefur Deildarbikarinn til umráða eftir að hafa unnið hann í febrúar. Liverpool gæti því unnið enska bikartvennu.
Kóngsmenn hafa yfirstigið hverja hindrunina af annarri á leið sinni á Wembley. Nú bíður sú síðasta. Kenny Dalglish og hans menn hafa nú þegar fagnað tvívegis sigri á Wembley á árinu og þriðja sigurstund þeirra þar gæti orðið nú undir kvöldið. Veitum nú okkar mönnum allan þann stuðning sem við getum. Upp með trefla og fána.
You´ll Never Walk Alone!!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!
Fréttageymslan