Sigur í vítaspyrnukeppni!
Liverpool hóf leikinn betur og á 12. mínútu átti Philippe Coutinho skot rétt framhjá eftir gott spil. Þremur mínútum seinna átti Jordan Henderson stórgóða fyrirgjöf frá hægri sem hitti beint á Rickie Lambert en hann skallaði beint á Willy Caballero. Englandsmeistararnir áttu sína fyrstu alvöru tilraun á 19. mínútu þegar Jesus Navas átti skot sem Brad Jones varði örugglega. Heldur fátt gerðist til hálfleiks en City voru heldur sterkari.
Liverpool átti fyrsta færi síðari hálfleiks eftir fimm mínútur. Varamaðurinn Jack Robinson komst þá inn í vítateiginn en annar varamaður, Joe Hart, varði vel með úthlaupi. City komst svo yfir þremur mínútum seinna. Jesus lék á Jack vinstra megin og gaf fyrir. Boltinn hrökk af Steven Gerrard fyrir markið þar sem Stevan Jovetic potaði boltanum í markið af stuttu færi.
Liverpool fékk tvö góð færi á næstu mínútum. Fyrst slapp Philippe í gott færi en Joe varði í horn með úthlaupi. Daniel Sturridge skallaði svo rétt yfir eftir hornið. Liverpool náði að jafna, á 59. mínútu, í þriðju tilraun ef svo má segja. Raheem Sterling sendi þá fram á Daniel sem náði ekki að leggja boltann fyrir sig en boltinn hrökk til Jordan Henderson sem skoraði með góðu skoti úti við stöng úr vítateignum.
City svaraði markinu með hörðum atlögum og varnarmenn Liverpool björguðu tvívegis uppi við mark sitt í sömu sókninni. Bruno Zuculini átti svo skot í þverslá úr dauðafæri rétt við markið. City vildi líka fá víti þegar skot fór í hendina á Jack. Liverpool var í vandræðum og City komst sanngjarnt yfir á 67. mínútu. Stevan Jovetic skoraði þá sitt annað mark eftir að boltinn hrökk til hans. Vel gert hjá Svartfellingnum sem Rafael Benítez hafði mikinn áhuga á fyrir nokkrum árum.
Liverpool virtist ekki eiga möguleika eftir þetta en liðið átti sterkan endasprett. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Philippe gott skotfæri við vítateiginn en hitti ekki markið. Þegar sex mínútur voru eftir komst Emre Can í skotfæri í vítateignum en varnarmaður komst fyrir og bjargaði í horn. Kolo Toure átti fastan skalla eftir hornið en Joe varði glæsilega.
Liverpool náði svo að jafna á 85. mínútu. Lucas Leiva gaf þá á Raheem Sterling sem stakk sér eldsnöggt inn í vítateiginn framhjá tveimur varnarmönnum og smellti boltanum út við stöng. Mögnuð afgreiðsla og varnarmennirnir sáu varla Raheem þegar hann fór framhjá þeim. Á lokamínútunni skoraði Raheem annað glæsimark með skoti upp í vinkilinn eftir að hafa sloppið í gegn en hann var dæmdur rangstæður. Samt magnað mark. Jafntefli varð því niðurstaðan og þá var farið í vítaspyrnukeppni. Simon Mignolet varði tvær vítaspyrnur og Liverpool vann keppnina 3:1. Skemmtilegur sigur í skemmtilegum leik og fjölmargir stuðningsmenn Liverpool á Yankee leikvanginum fögnuðu vel og lengi eftir leik.
Vítakeppni
1. umferð. A. Kolarov - Yfir : Daniel Sturridge - Yfir
2. umferð. Y. Toure - Varið : Emre Can - Mark!
3. umferð. J. Navas - Varið : Jordan Henderson - Mark!
4. umferð. K. Iheanacho - Mark : Lucas Leiva - Mark!
Liverpool vann 3:1 í vítakeppni eftir 2:2 jafntefli.
Liverpool: Jones (Mignolet 46. mín.), Kelly (Johnson 46. mín.), Toure, Coates (Sakho 76. mín.) , Enrique (Robinson 46. mín.), Gerrard (Leiva 76. mín.), Henderson, Allen (Can 65. mín.), Coutinho, Lambert (Sterling 46. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Ward, Suso, Ibe, Coady, Peterson.
Manchester City: Caballero (Hart 46. mín.), Clichy (Richards 70. mín.), Kolarov, Boyata, Nastasic, Fernando, Navas, Zuculini, Milner (Sinclair 46. mín.), Jovetic (Toure 70. mín.) og Dzeko (Iheanacho 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Nasri, Negredo, Garcia, Rodwell, Rekik, Silva, Wright, Yaya Lawlor, Huws, Guidetti, Bossaerts og Denayer.
Áhorfendur á Yankee leikvanginum: 49.653.
Leikurinn var hluti af International Champions Cup mótinu sem nú stendur yfir í Bandríkjunum. Liverpol hefur nú fimm stig í sínum riðli og leiðir hann. Leikið er í tveimur riðlum og efstu lið leika til úrslita á mánudaginn ef rétt er vitað.
Hér eru myndir úr leiknum af Lfctour.com.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!