| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stórsigur í Manchester!
Liverpool lék sinn besta leik á valdatíð Jürgen Klopp og tók Manchester City, sem hafði leitt deildina í byrjun leikdags, í gegn 1:4. Mörgum þótti sem Liverpool hefði spilað í svipuðum dúr og Borussia Dortmund lék hvað best þegar Jürgen stjórnaði þar á bæ.
Jürgen Klopp kom nokkuð á óvart í liðsvali sínu með því að tefla ekki fram eiginlegum framherja. Christian Benteke sat á bekknum og það sama gilti um Daniel Sturridge en það voru nú svo sem ekki miklar líkur á að hann byrjaði leik. En hafi fólk haldið að liðið myndi ekki spila sóknarleik fyrst enginn sóknarmaður var inn á þá kom fljótlega annað í ljós.
Á 8. mínútu rændi Philippe Coutinho, sem átti frábæran leik, boltanum af varnarmanni vinstra megin, sendi fram á Roberto Firmino sem lék inn í vítateiginn og hugðist gefa á samherja. Boltinn fór reyndar beint á Eliaquim Mangala sem stýrði boltanum í eigið mark af stuttu færi. Um leið og leikmenn City hófu leik eftir markið var greinilegt að leikmenn liðsins voru slegnir út af laginu.
Liverpool hélt áfram á sömu braut á 23. mínútu þegar Roberto tók magnaði rispu fram völlinn, lék framhjá tveimur varnarmönnum og sendi fyrir á Philippe sem smellti boltanum í markið af stuttu færi. Magnað mark og níu mínútum síðar lét Liverpool kné fylgja kviði.
Philippe lék fram vinstra megin og sendi til baka á Emre Can. Þjóðverjinn sendi magnaða hælsendingu inn fyrir vörnina á Philippe sem stakk sér inn fyrir og renndi boltanum á Roberto sem skoraði í autt markið. Stórkostlegt spil og vörn City átti sér ekki viðreisnar von. Rétt á eftir voru Brasilíumennnirnir aftur á ferðinni. Philippe sendi á Roberto sem komst einn í gegn en Joe Hart bjargaði vel.
Liverpool hefði því getað verið búið að gera út um leikinn þegar kom að leikhléi en þegar mínúta var eftir af hálfleiknum fengu heimamenn von. Martin Skrtel misókst að hreinsa, Sergio Aguero hirti boltinn lék fram að vítateignum og skoraði með hárnákvæmu skoti út í bláhornið án þess að Simon Mignolet ætti möguleika.
Liverpool missti ekki taktinn í síðari hálfleik og hefði getað bætt við forystuna á 60. mínútu þegar Roberto komst í upplagt færi eftir góða sendingu frá Emre en Joe varði frá honum. Mínútu síðar fékk City færi á að minnka muninn enn frekar þegar James Milner gaf beint á Raheem Sterling. Hann sendi á Sergio en Simon, sem var kominn út út stöðu, náði að komast í markið í tæka tíð og verja. Annars var Raheem varla með í leiknum og stuðningsmenn Liverpool bauluðu þegar hann fékk boltann.
Þegar tíu mínútur voru eftir slapp Christian, sem var kominn til leiks, einn í gegn en Joe varði í þriðja sinn með úthlaupi. Nokkrum andartökum seinna kom hann þó engum vörnum við. Liverpool átti horn frá hægri, Christian skallaði boltann niður fyrir fætur Martin og Slóvakinn hamraði hann í markið af öllum lífs og sálar kröftum. Magnað mark og stórsigur Liverpool var fastsettur. Sigur sem hefði getað verið enn stærri!
Manchester City: Hart, Sagna, Demichelis, Mangala, Kolarov, Fernando, Toure (Fernandinho 46. mín.), Navas (Delph 46. mín), De Bruyne, Sterling og Aguero (Iheanacho 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Caballero, Otamendi, Clichy og Zabaleta.
Manchester City: Sergio Aguero (44. mín.).
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Moreno, Leiva, Can, Milner, Lallana (Toure 90), Coutinho (Ibe 68) og Firmino (Benteke 76). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Randall, Allen og Sturridge.
Mörk Liverpool: Eliaquim Mangala, sm. (8. mín.), Philippe Coutinho (23. mín.), Roberto Firmino (32. mín.) og Martin Skrtel (81).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Emre Can.
Áhorfendur á Etihad: 54.444.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn lék sinn besta leik frá því hann kom til Liverpool. Hann var mjög hreyfanlegur, stórhættulegur, lagði upp mark og skoraði. Reyndar hefði hann átt að skora þrennu! Nú sáu stuðningsmenn Liverpool hvað býr í kappanum og vonandi á hann eftir að halda áfram á sömu braut.
Jürgen Klopp: Þetta var stórgóður leikur en hann var ekki fullkominn því við getum spilað betri vörn. En það er mjög gott að vinna 4:1 á móti Man City og það verðskuldað.
- Philippe Coutinho skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni.
- Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum gegn City.
- Roberto Firmino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á valdatíð Jürgen Klopp.
- Liverpool hafði ekki unnið stærri útisigur á árinu.
- Þetta var fyrsti útisigur Liverpool á City frá því á leiktíðinni 2011/12 en þá skoraði Steven Gerrard sigurmark í undanúrslitum Deildarbikarsins.
- Þetta var stærsti útisigur Liverpool á Manchester City frá því liðið hóf að leika á Manchester leikvanginum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Jürgen Klopp kom nokkuð á óvart í liðsvali sínu með því að tefla ekki fram eiginlegum framherja. Christian Benteke sat á bekknum og það sama gilti um Daniel Sturridge en það voru nú svo sem ekki miklar líkur á að hann byrjaði leik. En hafi fólk haldið að liðið myndi ekki spila sóknarleik fyrst enginn sóknarmaður var inn á þá kom fljótlega annað í ljós.
Á 8. mínútu rændi Philippe Coutinho, sem átti frábæran leik, boltanum af varnarmanni vinstra megin, sendi fram á Roberto Firmino sem lék inn í vítateiginn og hugðist gefa á samherja. Boltinn fór reyndar beint á Eliaquim Mangala sem stýrði boltanum í eigið mark af stuttu færi. Um leið og leikmenn City hófu leik eftir markið var greinilegt að leikmenn liðsins voru slegnir út af laginu.
Liverpool hélt áfram á sömu braut á 23. mínútu þegar Roberto tók magnaði rispu fram völlinn, lék framhjá tveimur varnarmönnum og sendi fyrir á Philippe sem smellti boltanum í markið af stuttu færi. Magnað mark og níu mínútum síðar lét Liverpool kné fylgja kviði.
Philippe lék fram vinstra megin og sendi til baka á Emre Can. Þjóðverjinn sendi magnaða hælsendingu inn fyrir vörnina á Philippe sem stakk sér inn fyrir og renndi boltanum á Roberto sem skoraði í autt markið. Stórkostlegt spil og vörn City átti sér ekki viðreisnar von. Rétt á eftir voru Brasilíumennnirnir aftur á ferðinni. Philippe sendi á Roberto sem komst einn í gegn en Joe Hart bjargaði vel.
Liverpool hefði því getað verið búið að gera út um leikinn þegar kom að leikhléi en þegar mínúta var eftir af hálfleiknum fengu heimamenn von. Martin Skrtel misókst að hreinsa, Sergio Aguero hirti boltinn lék fram að vítateignum og skoraði með hárnákvæmu skoti út í bláhornið án þess að Simon Mignolet ætti möguleika.
Liverpool missti ekki taktinn í síðari hálfleik og hefði getað bætt við forystuna á 60. mínútu þegar Roberto komst í upplagt færi eftir góða sendingu frá Emre en Joe varði frá honum. Mínútu síðar fékk City færi á að minnka muninn enn frekar þegar James Milner gaf beint á Raheem Sterling. Hann sendi á Sergio en Simon, sem var kominn út út stöðu, náði að komast í markið í tæka tíð og verja. Annars var Raheem varla með í leiknum og stuðningsmenn Liverpool bauluðu þegar hann fékk boltann.
Þegar tíu mínútur voru eftir slapp Christian, sem var kominn til leiks, einn í gegn en Joe varði í þriðja sinn með úthlaupi. Nokkrum andartökum seinna kom hann þó engum vörnum við. Liverpool átti horn frá hægri, Christian skallaði boltann niður fyrir fætur Martin og Slóvakinn hamraði hann í markið af öllum lífs og sálar kröftum. Magnað mark og stórsigur Liverpool var fastsettur. Sigur sem hefði getað verið enn stærri!
Manchester City: Hart, Sagna, Demichelis, Mangala, Kolarov, Fernando, Toure (Fernandinho 46. mín.), Navas (Delph 46. mín), De Bruyne, Sterling og Aguero (Iheanacho 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Caballero, Otamendi, Clichy og Zabaleta.
Manchester City: Sergio Aguero (44. mín.).
Liverpool: Mignolet, Clyne, Skrtel, Lovren, Moreno, Leiva, Can, Milner, Lallana (Toure 90), Coutinho (Ibe 68) og Firmino (Benteke 76). Ónotaðir varamenn: Bogdan, Randall, Allen og Sturridge.
Mörk Liverpool: Eliaquim Mangala, sm. (8. mín.), Philippe Coutinho (23. mín.), Roberto Firmino (32. mín.) og Martin Skrtel (81).
Gul spjöld: Lucas Leiva og Emre Can.
Áhorfendur á Etihad: 54.444.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn lék sinn besta leik frá því hann kom til Liverpool. Hann var mjög hreyfanlegur, stórhættulegur, lagði upp mark og skoraði. Reyndar hefði hann átt að skora þrennu! Nú sáu stuðningsmenn Liverpool hvað býr í kappanum og vonandi á hann eftir að halda áfram á sömu braut.
Jürgen Klopp: Þetta var stórgóður leikur en hann var ekki fullkominn því við getum spilað betri vörn. En það er mjög gott að vinna 4:1 á móti Man City og það verðskuldað.
Fróðleikur
- Philippe Coutinho skoraði sitt fimmta mark á leiktíðinni.
- Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum gegn City.
- Roberto Firmino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á valdatíð Jürgen Klopp.
- Liverpool hafði ekki unnið stærri útisigur á árinu.
- Þetta var fyrsti útisigur Liverpool á City frá því á leiktíðinni 2011/12 en þá skoraði Steven Gerrard sigurmark í undanúrslitum Deildarbikarsins.
- Þetta var stærsti útisigur Liverpool á Manchester City frá því liðið hóf að leika á Manchester leikvanginum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan