| Sf. Gutt
Staðfest hefur verið að Spánverjinn Luis Alberto hafi verið seldur frá Liverpool. Hann náði aldrei að láta að sér kveða á Englandi. Rómarliðið Lazio keypti piltinn og getur kaupverðið farið upp í sex milljónir sterlingspunda sem verður að teljast þokkalegt. Liverpool fær 4,3 milljónir til að byrja með. Ákvæði í samningnum geta komið kaupverðinu upp í fyrrnefnda upphæð.
Luis var keyptur frá Sevilla sumarið 2014 og var hann þá talinn með efnilegri leikmönnum á Spáni. Hann spilaði 12 leiki á fyrstu leiktíð sinni en það leit aldrei út fyrir að hann næði fótfestu hjá Liverpool. Fleiri urðu leikir hans ekki fyrir hönd Liverpool. Brendan Rodgers sá líklega að Luis myndi ekki virka á Englandi og lánaði hann til Malaga á næstu leiktíð. Á síðustu sparktíð lánaði Brendan hann aftur til Spánar og nú til Deportivo La Coruna. Hann þótti spila vel með liðinu en ekkert varð af kaupum.
Luis Alberto er nú, kannski nokkuð óvænt, kominn til Ítalíu en vonandi vegnar honum vel þar. En eftir stendur að Luis fer í flokk margra ungra og efnilegra leikmanna sem Liverpool hefur keypt síðustu árin en ekki náð að standa undir væntingum.
Hér má lesa allt það helsta um feril Luis Alberto á LFChistory. net.
TIL BAKA
Luis Alberto seldur
Staðfest hefur verið að Spánverjinn Luis Alberto hafi verið seldur frá Liverpool. Hann náði aldrei að láta að sér kveða á Englandi. Rómarliðið Lazio keypti piltinn og getur kaupverðið farið upp í sex milljónir sterlingspunda sem verður að teljast þokkalegt. Liverpool fær 4,3 milljónir til að byrja með. Ákvæði í samningnum geta komið kaupverðinu upp í fyrrnefnda upphæð.
Luis var keyptur frá Sevilla sumarið 2014 og var hann þá talinn með efnilegri leikmönnum á Spáni. Hann spilaði 12 leiki á fyrstu leiktíð sinni en það leit aldrei út fyrir að hann næði fótfestu hjá Liverpool. Fleiri urðu leikir hans ekki fyrir hönd Liverpool. Brendan Rodgers sá líklega að Luis myndi ekki virka á Englandi og lánaði hann til Malaga á næstu leiktíð. Á síðustu sparktíð lánaði Brendan hann aftur til Spánar og nú til Deportivo La Coruna. Hann þótti spila vel með liðinu en ekkert varð af kaupum.
Luis Alberto er nú, kannski nokkuð óvænt, kominn til Ítalíu en vonandi vegnar honum vel þar. En eftir stendur að Luis fer í flokk margra ungra og efnilegra leikmanna sem Liverpool hefur keypt síðustu árin en ekki náð að standa undir væntingum.
Hér má lesa allt það helsta um feril Luis Alberto á LFChistory. net.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan