| Sf. Gutt
Eftir að hafa ekki tapað leik frá því í ágúst fékk Liverpool skell í Bournemouth um síðustu helgi. Liðið komst tvívegis tveimur mörkum yfir en allt kom fyrir ekki og Kirsuberjastrákarnir unnu 4:3 með sigurmarki á lokamínútunni. Úrslitin voru áfall en ekki dugir að gráta Björn bónda heldur safna liði!
Eftir stutta Spánarferð í vikunni þar sem liðið æfði lítilsháttar og naut samvista í góða veðrinu var haldið heim til Liverpool og nú er komið að næsta leik. West Ham United er næsti mótherji og líkt og Bournemouth myndu margir telja að Liverpool ætti þrjú stig vís. Ekki er leyfilegt að hugsa svo og nú má ekkert út af bera.
Joel Matip er aftur liðtækur eftir meiðsli og Adam Lallana, spilaði aðeins um síðustu helgi, er líka tilbúinn í slaginn. Philippe Coutinho og Daniel Sturridge verða ekki með. Þó svo þessir tveir séu frá er liðshópurinn sterkur og liðið á að geta haldið áfram að spila vel eins og lengstum á leiktíðinni.
Loris Karius var af mörgum talinn bera ábyrgð á tapinu í Bournemouth og gagnrýnendur hans telja margir að Simon Mignolet eigi að koma aftur í markið. Þjóðverjinn hefur ekki verið nógu sannfærandi en margir erlendir markmenn hafa átt erfitt til að byrja með í ensku knattspyrnunni. Kannski kemur þó til greina að skipta um markmann fyrir leikinn við West Ham og næstu leiki?
Hamrarnir unnu sinn fyrsta sigur á Anfield um langt árabil á síðustu leiktíð. Þeir höfðu líka betur í rimmu liðanna í FA bikarnum. Liverpool þarf því að snúa blaðinu við frá síðasta keppnistímabili. West Ham yfirgaf Upton Park í vor og hóf að spila á Olympíuleikvanginum í London. Hvort sem vistaskiptin hafa haft áhrif þá hefur liðið ekki spilað nærri því jafn vel og á síðustu leiktíð.
Jürgen Klopp er búinn að brýna menn sína í vikunni og ég er viss um að það á eftir að hafa tilætluð áhrif. Það má hvergi slaka á því jólatörnin er handan við hornið og mikilvægt er að hafa spilað vel í aðdraganda hennar. Leikmenn Liverpool munu koma ákveðnir til leiks á sunnudaginn og vinna 3:0. Divock Origi skorar fjórða leikinn í röð og þeir Jordan Henderson og Roberto Firmino skora líka í sannfærandi sigri!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v. West Ham United
Eftir að hafa ekki tapað leik frá því í ágúst fékk Liverpool skell í Bournemouth um síðustu helgi. Liðið komst tvívegis tveimur mörkum yfir en allt kom fyrir ekki og Kirsuberjastrákarnir unnu 4:3 með sigurmarki á lokamínútunni. Úrslitin voru áfall en ekki dugir að gráta Björn bónda heldur safna liði!
Eftir stutta Spánarferð í vikunni þar sem liðið æfði lítilsháttar og naut samvista í góða veðrinu var haldið heim til Liverpool og nú er komið að næsta leik. West Ham United er næsti mótherji og líkt og Bournemouth myndu margir telja að Liverpool ætti þrjú stig vís. Ekki er leyfilegt að hugsa svo og nú má ekkert út af bera.
Joel Matip er aftur liðtækur eftir meiðsli og Adam Lallana, spilaði aðeins um síðustu helgi, er líka tilbúinn í slaginn. Philippe Coutinho og Daniel Sturridge verða ekki með. Þó svo þessir tveir séu frá er liðshópurinn sterkur og liðið á að geta haldið áfram að spila vel eins og lengstum á leiktíðinni.
Loris Karius var af mörgum talinn bera ábyrgð á tapinu í Bournemouth og gagnrýnendur hans telja margir að Simon Mignolet eigi að koma aftur í markið. Þjóðverjinn hefur ekki verið nógu sannfærandi en margir erlendir markmenn hafa átt erfitt til að byrja með í ensku knattspyrnunni. Kannski kemur þó til greina að skipta um markmann fyrir leikinn við West Ham og næstu leiki?
Hamrarnir unnu sinn fyrsta sigur á Anfield um langt árabil á síðustu leiktíð. Þeir höfðu líka betur í rimmu liðanna í FA bikarnum. Liverpool þarf því að snúa blaðinu við frá síðasta keppnistímabili. West Ham yfirgaf Upton Park í vor og hóf að spila á Olympíuleikvanginum í London. Hvort sem vistaskiptin hafa haft áhrif þá hefur liðið ekki spilað nærri því jafn vel og á síðustu leiktíð.
Jürgen Klopp er búinn að brýna menn sína í vikunni og ég er viss um að það á eftir að hafa tilætluð áhrif. Það má hvergi slaka á því jólatörnin er handan við hornið og mikilvægt er að hafa spilað vel í aðdraganda hennar. Leikmenn Liverpool munu koma ákveðnir til leiks á sunnudaginn og vinna 3:0. Divock Origi skorar fjórða leikinn í röð og þeir Jordan Henderson og Roberto Firmino skora líka í sannfærandi sigri!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan