| Grétar Magnússon
Liverpool mætir Plymouth Argyle í næstu umferð ensku bikarkeppninnar en liðið sló út Newport County í endurteknum leik á miðvikudagskvöldið.
Leikurinn fer fram sunnudaginn 8. janúar klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi. Plymouth þurfti að hafa fyrir því að komast í þriðju umferðina, þeir eru á toppnum í League Two sem er neðsta atvinnumannadeildin í Englandi, þar mættu þeir botnliði deildarinnar Newport County á heimavelli Newport og þurfti að framlengja leikinn eftir að markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar fengu Plymouth vítaspyrnu sem þeir misnotuðu en í seinni hálfleiknum fengu þeir aðra vítaspyrnu sem þeir nýttu og tryggðu sér þar með 0-1 sigur.
Liverpool og Plymouth hafa ekki mæst oft í sögunni en síðasti leikur þessara liða var árið 1962 þegar 3-2 sigur vannst í hörkuleik þar sem Roger Hunt skoraði sigurmarkið.
TIL BAKA
Þriðja umferð ensku bikarkeppninnar

Leikurinn fer fram sunnudaginn 8. janúar klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi. Plymouth þurfti að hafa fyrir því að komast í þriðju umferðina, þeir eru á toppnum í League Two sem er neðsta atvinnumannadeildin í Englandi, þar mættu þeir botnliði deildarinnar Newport County á heimavelli Newport og þurfti að framlengja leikinn eftir að markalaust var eftir venjulegan leiktíma. Í fyrri hálfleik framlengingarinnar fengu Plymouth vítaspyrnu sem þeir misnotuðu en í seinni hálfleiknum fengu þeir aðra vítaspyrnu sem þeir nýttu og tryggðu sér þar með 0-1 sigur.
Liverpool og Plymouth hafa ekki mæst oft í sögunni en síðasti leikur þessara liða var árið 1962 þegar 3-2 sigur vannst í hörkuleik þar sem Roger Hunt skoraði sigurmarkið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan