| Grétar Magnússon

Mamadou Sakho lánaður

Varnarmaðurinn Mamadou Sakho hefur verið lánaður til Crystal Palace til loka tímabilsins.

Crystal Palace eru í harðri fallbaráttu í deildinni og stjóri þeirra, Sam Allardyce, vildi styrkja vörnina fyrir komandi átök.  Tilkynnt var um lánssamninginn rétt áður en félagaskiptaglugginn í Englandi lokaði á þriðjudagskvöldið.

Sakho hefur verið út í kuldanum hjá Jurgen Klopp eftir að hafa brotið agareglur félagsins í sumar og framtíð hans hjá félaginu er ráðin.  Mörg lið höfðu áhuga á því að kaupa Sakho en ekki náðist neinn samningur um slíkt en hann fær þó loksins að spila knattspyrnu á ný með Palace.

Sakho spilaði alls 80 leiki fyrir félagið en hann kom sumarið 2013 frá Paris Saint-Germain.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan