| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Manchester City á Etihad á morgun. Það þarf allt að ganga upp til að endurtaka leikinn frá því á gamlárskvöld á Anfield.
Það hefur verið frekar erfitt að undanförnu hjá báðum þessum liðum. Óhætt er að segja að tímabilið hjá City undir stjórn gullkálfsins Guardiola hafi verið hrein og klár vonbrigði hingað til. Liðið á ekki raunhæfa möguleika á sigri í deildinni og í vikunni datt félagið út úr Meistaradeildinni eftir snautlegt tap gegn Monaco. Guardiola hefur líklega aldrei upplifað jafn mikið mótlæti á mögnuðum ferli.
Að sama skapi hefur hvorki gengið né rekið hjá Liverpool á nýja árinu, eftir frábært gengi á haustönninni. Liðið vann varla leik fyrstu tvo mánuði ársins, en það hefur heldur rofað til að undanförnu. Tveir sigrar í röð komnir, öruggur sigur á Arsenal og ljótur, naumur en ansi hreint sætur sigur á Burnley í síðasta leik.
Liverpool hefur gengið alveg ótrúlega vel með toppliðin í vetur og ef við værum alltaf að spila á móti sex efstu liðunum væri alveg klárt mál að Liverpool tæki á móti dollunni í vor. En lífið er víst ekki svona einfalt, það þarf að sýna stöðugleika til að ná alvöru árangri og það hefur alveg vantað hjá Liverpool í vetur - eins og svo oft áður. Í janúar hélt maður hreinlega að liðið væri komið á ákveðna endastöð undir stjórn Klopp, en svo hafa menn aðeins náð að rétta úr kútnum og maður er farinn að trúa á ný. En ég reyndar hef einhvernveginn enga trú á því að liðið vinni City á morgun. Því miður.
Það er í raun alveg óskiljanlegt hvað City hefur gengið illa í vetur. Liðið er frábærlega mannað og þegar allt gengur upp þá eru fá lið í deildinni (og þótt víðar væri leitað) sem spila betri fótbolta. Liðið hefur verið óheppið með meiðsli og í vetur og svo verður bara að segjast eins og er að sumt hefur ekki alveg gengið upp hjá Guardiola. Það að gera Claudio Bravo að markmanni númer eitt hefur til að mynda ekki skilað liðinu neinu nema vonbrigðum, en Chile maðurinn hefur verið alveg ferlega slappur í vetur. Svo slappur að bæði Mignolet og Karius líta vel út í samanburði við hann, sem segir heilmikla sögu. Svo hefur Guardiola verið óheppinn með standið á lykilmönnum eins og Kompany og Yaya Toure. En hann á Silva, Aguero og De Bruyne þannig að honum er eiginlega engin vorkunn.
Það er ekki mikið að frétta úr herbúðum Liverpool, þegar kemur að leikmannamálum. Henderson er ennþá meiddur og Sturridge sömuleiðis, en Firmino og Lovren gætu verið klárir á morgun. Lovren spilaði með U-23 liðinu í vikunni og Klopp sagði á blaðamannafundi í lok vikunnar að Firmino væri svo gott sem klár.
Mér finnst nokkuð borðleggjandi að Lovren komi inn fyrir Klavan en að öðru leyti sé ég ekki að Klopp geti gert stórar breytingar. Ef Firmino verður leikfær þá kemur hann væntanlega inn fyrir Origi, að vísu herma fregnir frá Liverpool að Origi sé eitthvað tæpur þannig að kannski verður hvorki Origi né Firmino í byrjunarliði á morgun. Hvað Klopp tekur þá til bragðs er ómögulegt að segja, það eru ekki margir kostir í stöðunni, en líklegast er þá að Ben Woodburn fái sjénsinn.
Ég veit ekki hvað veldur, en ég hef óþægilega tilfinningu fyrir þessum leik. Að vísu er ég alveg vonlaus spámaður þannig að það er kannski bara gott að ég sé svartsýnn, en eitthvað segir mér að Liverpool lúti í gras á morgun. City hefur verið feiknasterkt á Etihad í vetur (hefur held ég bara tapað fyrir Chelsea það sem af er) og er þar að auki á ágætu skriði í deildinni á nýja árinu. Eins mikið og ég vona að Liverpool nái þremur gríðarlega dýrmætum stigum á morgun held ég því miður að niðurstaðan á Etihad verði 3-1 sigur Manchester City. En mikið óskaplega vona ég að ég hafi kolrangt fyrir mér.
YNWA!
Það hefur verið frekar erfitt að undanförnu hjá báðum þessum liðum. Óhætt er að segja að tímabilið hjá City undir stjórn gullkálfsins Guardiola hafi verið hrein og klár vonbrigði hingað til. Liðið á ekki raunhæfa möguleika á sigri í deildinni og í vikunni datt félagið út úr Meistaradeildinni eftir snautlegt tap gegn Monaco. Guardiola hefur líklega aldrei upplifað jafn mikið mótlæti á mögnuðum ferli.
Að sama skapi hefur hvorki gengið né rekið hjá Liverpool á nýja árinu, eftir frábært gengi á haustönninni. Liðið vann varla leik fyrstu tvo mánuði ársins, en það hefur heldur rofað til að undanförnu. Tveir sigrar í röð komnir, öruggur sigur á Arsenal og ljótur, naumur en ansi hreint sætur sigur á Burnley í síðasta leik.
Liverpool hefur gengið alveg ótrúlega vel með toppliðin í vetur og ef við værum alltaf að spila á móti sex efstu liðunum væri alveg klárt mál að Liverpool tæki á móti dollunni í vor. En lífið er víst ekki svona einfalt, það þarf að sýna stöðugleika til að ná alvöru árangri og það hefur alveg vantað hjá Liverpool í vetur - eins og svo oft áður. Í janúar hélt maður hreinlega að liðið væri komið á ákveðna endastöð undir stjórn Klopp, en svo hafa menn aðeins náð að rétta úr kútnum og maður er farinn að trúa á ný. En ég reyndar hef einhvernveginn enga trú á því að liðið vinni City á morgun. Því miður.
Það er í raun alveg óskiljanlegt hvað City hefur gengið illa í vetur. Liðið er frábærlega mannað og þegar allt gengur upp þá eru fá lið í deildinni (og þótt víðar væri leitað) sem spila betri fótbolta. Liðið hefur verið óheppið með meiðsli og í vetur og svo verður bara að segjast eins og er að sumt hefur ekki alveg gengið upp hjá Guardiola. Það að gera Claudio Bravo að markmanni númer eitt hefur til að mynda ekki skilað liðinu neinu nema vonbrigðum, en Chile maðurinn hefur verið alveg ferlega slappur í vetur. Svo slappur að bæði Mignolet og Karius líta vel út í samanburði við hann, sem segir heilmikla sögu. Svo hefur Guardiola verið óheppinn með standið á lykilmönnum eins og Kompany og Yaya Toure. En hann á Silva, Aguero og De Bruyne þannig að honum er eiginlega engin vorkunn.
Það er ekki mikið að frétta úr herbúðum Liverpool, þegar kemur að leikmannamálum. Henderson er ennþá meiddur og Sturridge sömuleiðis, en Firmino og Lovren gætu verið klárir á morgun. Lovren spilaði með U-23 liðinu í vikunni og Klopp sagði á blaðamannafundi í lok vikunnar að Firmino væri svo gott sem klár.
Mér finnst nokkuð borðleggjandi að Lovren komi inn fyrir Klavan en að öðru leyti sé ég ekki að Klopp geti gert stórar breytingar. Ef Firmino verður leikfær þá kemur hann væntanlega inn fyrir Origi, að vísu herma fregnir frá Liverpool að Origi sé eitthvað tæpur þannig að kannski verður hvorki Origi né Firmino í byrjunarliði á morgun. Hvað Klopp tekur þá til bragðs er ómögulegt að segja, það eru ekki margir kostir í stöðunni, en líklegast er þá að Ben Woodburn fái sjénsinn.
Ég veit ekki hvað veldur, en ég hef óþægilega tilfinningu fyrir þessum leik. Að vísu er ég alveg vonlaus spámaður þannig að það er kannski bara gott að ég sé svartsýnn, en eitthvað segir mér að Liverpool lúti í gras á morgun. City hefur verið feiknasterkt á Etihad í vetur (hefur held ég bara tapað fyrir Chelsea það sem af er) og er þar að auki á ágætu skriði í deildinni á nýja árinu. Eins mikið og ég vona að Liverpool nái þremur gríðarlega dýrmætum stigum á morgun held ég því miður að niðurstaðan á Etihad verði 3-1 sigur Manchester City. En mikið óskaplega vona ég að ég hafi kolrangt fyrir mér.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan