| Sf. Gutt

Liverpool komst aftur á sigurbraut með góðum útisigri á Watford. Um leið náði liðið að koma sér í þá stöðu að hafa örlög sín í baráttunni um Meistaradeildarsætin í eigin höndum. Í raun er ekki hægt að biðja um betri stöðu. Það er aldrei þægilegt að þurfa að treysta á að aðrir fari út af sporinu. En um leið og maður hefur tök á stöðu mála verður að færa sér það sér í nyt.
Hið stórfenglega mark Emre Can gegn Watford kom Liverpool í kjörstöðu en það mátti ekkert út af bera í þeim leik og í viðbótartíma áttu heimamenn skot í þverslá. En liðið sýndi styrk eftir að hafa sýnt veikleikamerki á móti Crystal Palace en í þeim leik hefði Liverpool átt að ná þremur stigum eftir að hafa náð frumkvæði.
Leikurinn við Crystal Palace var á Anfield og nú hefur Liverpool leikið þar tvívegis, á móti liðum í neðri hluta deildarinnar, án þess að vinna. Á undan leiknum við Crystal Palace gerði Liverpool jafntefli við Bournemouth. Það að klára ekki heimaleiki eftir að hafa komist í vinningsstöðu má ekki endurtaka sig til loka leiktíðarinnar. Liverpool á tvo heimalieki eftir og á morgun kemur Southampton í heimsókn. Það má ekki bregðast að vinna þann leik!
Liverpool og Southampton hafa þrisvar sinnum leitt saman hesta sína það sem af er keppnistímabilsins. Liðin skildu án marka í Southampton í deildinni og svo vann Southampton báða leiki liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins með einu marki. Liverpool tókst ekki að skora eitt einasta mark í þessum þremur leikjum. Það þarf að breyta þessu á morgun!
Southampton er óútreiknanlegt lið. Þegar það spilar vel er erfitt að fást við það eins og kom í ljós í Deildarbikarleikjunum. Southampton hefði svo verðskuldað að vinna úrslitaleikinn eftir að hafa spilað stórvel á móti Manchester United. En á milli er liðið einbeitingarlaust og slakt.
Liverpool hefur engar málsbætur ef ekki tekst að vinna. Adam Lallana er aftur kominn til leiks og Philippe Coutinho á að vera leikfær eftir að hafa farið meiddur af velli á móti Watford. Það eru þrír leikir eftir. Ef Liverpool vinnur þá alla næst markmiðið. Liverpool nær að vinna Southampton 2:1. Roberto Firmino og Adam Lallana skora mörkin sem gætu ráðið miklu um hvernig lokastaðan í deildinni verður.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin

Liverpool komst aftur á sigurbraut með góðum útisigri á Watford. Um leið náði liðið að koma sér í þá stöðu að hafa örlög sín í baráttunni um Meistaradeildarsætin í eigin höndum. Í raun er ekki hægt að biðja um betri stöðu. Það er aldrei þægilegt að þurfa að treysta á að aðrir fari út af sporinu. En um leið og maður hefur tök á stöðu mála verður að færa sér það sér í nyt.

Hið stórfenglega mark Emre Can gegn Watford kom Liverpool í kjörstöðu en það mátti ekkert út af bera í þeim leik og í viðbótartíma áttu heimamenn skot í þverslá. En liðið sýndi styrk eftir að hafa sýnt veikleikamerki á móti Crystal Palace en í þeim leik hefði Liverpool átt að ná þremur stigum eftir að hafa náð frumkvæði.

Leikurinn við Crystal Palace var á Anfield og nú hefur Liverpool leikið þar tvívegis, á móti liðum í neðri hluta deildarinnar, án þess að vinna. Á undan leiknum við Crystal Palace gerði Liverpool jafntefli við Bournemouth. Það að klára ekki heimaleiki eftir að hafa komist í vinningsstöðu má ekki endurtaka sig til loka leiktíðarinnar. Liverpool á tvo heimalieki eftir og á morgun kemur Southampton í heimsókn. Það má ekki bregðast að vinna þann leik!
Liverpool og Southampton hafa þrisvar sinnum leitt saman hesta sína það sem af er keppnistímabilsins. Liðin skildu án marka í Southampton í deildinni og svo vann Southampton báða leiki liðanna í undanúrslitum Deildarbikarsins með einu marki. Liverpool tókst ekki að skora eitt einasta mark í þessum þremur leikjum. Það þarf að breyta þessu á morgun!
Southampton er óútreiknanlegt lið. Þegar það spilar vel er erfitt að fást við það eins og kom í ljós í Deildarbikarleikjunum. Southampton hefði svo verðskuldað að vinna úrslitaleikinn eftir að hafa spilað stórvel á móti Manchester United. En á milli er liðið einbeitingarlaust og slakt.

Liverpool hefur engar málsbætur ef ekki tekst að vinna. Adam Lallana er aftur kominn til leiks og Philippe Coutinho á að vera leikfær eftir að hafa farið meiddur af velli á móti Watford. Það eru þrír leikir eftir. Ef Liverpool vinnur þá alla næst markmiðið. Liverpool nær að vinna Southampton 2:1. Roberto Firmino og Adam Lallana skora mörkin sem gætu ráðið miklu um hvernig lokastaðan í deildinni verður.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan