| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Hörmung í höfuðborginni
Liverpool heimsótti Tottenham á Wembley í dag og skíttapaði. Lokatölur urðu 4-1 fyrir heimamenn og verður að segjast eins og er að Tottenham þurfti ekki að hafa mikið fyrir mörkunum í dag.
Jurgen Klopp stillti upp nokkuð fyrirsjánlegu liði í dag. Þrjár breytingar frá leiknum við Maribor í vikunni, Joe Gomez kom inn í hægri bakvörðinn fyrir Alexander-Arnold og James Milner tók stöðu Wijnaldum á miðjunni, en Hollendingurinn er meiddur á hné. Svo kom Mignolet auðvitað í markið fyrir Karius.
Það var metaðsókn og mikil stemning á Wembley og strax á 4. mínútu komst Tottenham yfir. Þar var Harry Kane að sjálfsögðu á ferð, en hvernig hann fékk tækifæri til að skora er mér eiginlega alveg fyrirmunað að skilja. Tottenham fékk innkast hægra megin á miðjum vallarhelmingi Liverpool og eftir eitthvað pot fram og til baka skoppaði boltinn einhvernveginn yfir hausinn á steinsofandi Dejan Lovren sem hélt líklega að Kane væri rangstæður, en Gomez sá til þess að hann var réttstæður og rúmlega það. Meðan Lovren sneri sér í hringi tókst Kane að skora af miklu harðfylgi framhjá varnarlitlum Mignolet. Staðan 1-0 eftir 4 mínútur. Ömurlegur varnarleikur eina ferðina enn.
Á 12. mínútu var Lovren aftur á ferðinni. Þá misreiknaði hann algjörlega háan bolta úti á miðjum velli sem varð til þess að Kane gat hlaupið óáreittur upp að vítateig þar sem hann gaf frábæra sendingu á Son sem var búinn að stinga restina af Liverpool liðinu (James Milner) af. Son afgreiddi boltann örugglega framhjá Mignolet. Staðan 2-0 og allt í rugli hjá okkar mönnum.
Á 16. mínútu var Son nálægt því að koma Spurs í 3-0 þegar hann skaut í þverslana eftir góða sendingu frá Eriksen.
Jurgen Klopp stillti upp nokkuð fyrirsjánlegu liði í dag. Þrjár breytingar frá leiknum við Maribor í vikunni, Joe Gomez kom inn í hægri bakvörðinn fyrir Alexander-Arnold og James Milner tók stöðu Wijnaldum á miðjunni, en Hollendingurinn er meiddur á hné. Svo kom Mignolet auðvitað í markið fyrir Karius.
Það var metaðsókn og mikil stemning á Wembley og strax á 4. mínútu komst Tottenham yfir. Þar var Harry Kane að sjálfsögðu á ferð, en hvernig hann fékk tækifæri til að skora er mér eiginlega alveg fyrirmunað að skilja. Tottenham fékk innkast hægra megin á miðjum vallarhelmingi Liverpool og eftir eitthvað pot fram og til baka skoppaði boltinn einhvernveginn yfir hausinn á steinsofandi Dejan Lovren sem hélt líklega að Kane væri rangstæður, en Gomez sá til þess að hann var réttstæður og rúmlega það. Meðan Lovren sneri sér í hringi tókst Kane að skora af miklu harðfylgi framhjá varnarlitlum Mignolet. Staðan 1-0 eftir 4 mínútur. Ömurlegur varnarleikur eina ferðina enn.
Á 12. mínútu var Lovren aftur á ferðinni. Þá misreiknaði hann algjörlega háan bolta úti á miðjum velli sem varð til þess að Kane gat hlaupið óáreittur upp að vítateig þar sem hann gaf frábæra sendingu á Son sem var búinn að stinga restina af Liverpool liðinu (James Milner) af. Son afgreiddi boltann örugglega framhjá Mignolet. Staðan 2-0 og allt í rugli hjá okkar mönnum.
Á 16. mínútu var Son nálægt því að koma Spurs í 3-0 þegar hann skaut í þverslana eftir góða sendingu frá Eriksen.
Á 24. mínútu minnkaði Salah svo muninn í 2-1 eftir góða sendingu frá Henderson. Vel klárað hjá Salah og góð barátta á miðjunni í aðdraganda marksins.
Á 29. mínútu var Lovren enn eina ferðina í ruglinu og Son var nálægt því að skora, en Mignolet sá við bæði Kóreumanninum og Lovren.
Á 31. mínútu fór Lovren útaf fyrir Oxlade-Chamberlain, Can fór þá í hægri bakvörðinn og Gomez í miðvörðinn. Það prógramm leit ágætlega út allt þar til að Matip skallaði boltann fyrir fætur Dele Alli sem þakkaði pent fyrir sig með því að skora þriðja mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skelfileg staða í hálfleik.
Á 31. mínútu fór Lovren útaf fyrir Oxlade-Chamberlain, Can fór þá í hægri bakvörðinn og Gomez í miðvörðinn. Það prógramm leit ágætlega út allt þar til að Matip skallaði boltann fyrir fætur Dele Alli sem þakkaði pent fyrir sig með því að skora þriðja mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Skelfileg staða í hálfleik.
Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik gerði Harry Kane endanlega út um leikinn. Eftir aukaspyrnu kom boltinn fyrir,
Mignolet blakaði boltanum vandræðalega beint út í markteiginn á Vertonghen sem skaut að marki, Firmino bjargaði á línu en þar kom Harry Kane og setti annað markið sitt af miklu öryggi. Staðan 4-1 og útlitið vonlaust.
Það er ekkert meira um þennan leik að segja, Coutinho og Salah áttu ágætar tilraunir en Lloris varði mjög vel. Mikill munur að vera með alvöru markmann milli stanganna.
Tottenham: Lloris, Vertonghen, Trippier, Alderweireld, Sanchez, Aurier, Winks, Alli, Eriksen (Dier á 83. mín.), Son (Sissoko á 69. mín.), Kane (Llorente á 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Vorm, Rose, Davies, Mbida.
Mörk Tottenham: Kane á 4. og 56. mín., Son á á 12. mín. og Alli á 45. mín.
Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Lovren (Oxlade-Chamberlain á 31. mín.), Moreno, Milner, Can (Grujic á 84. mín.), Henderson, Coutinho, Salah, Firmino (Sturridge á 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, TAA, Klavan, Solanke.
Mark Liverpool: Salah á 24. mínútu.
Gult spjald: Emre Can.
Áhorfendur á Wembley: 80,872.-
Maður leiksins: Það er varla að það taki því að vera að tína til einhvern besta mann í dag, en mér fannst Salah og Moreno bestir í leiknum. Salah fær nafnbótina fyrir markið og góða baráttu.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var einfaldlega hörmung. Ég veit ekki hvað segja skal, við vorum á hælunum allan tímann. Við vorum búnir að fara yfir hvað gæti gerst fyrir leikinn og það einhvernveginn gerðist allt. Tottenham spilaði vel, ég tek það ekki af þeim, en við gerðum þeim allt of auðvelt fyrir. Þetta er versta byrjun Liverpool síðan 1964, ég hlýt að taka það á mig."
Jürgen Klopp: ,,Þetta var einfaldlega hörmung. Ég veit ekki hvað segja skal, við vorum á hælunum allan tímann. Við vorum búnir að fara yfir hvað gæti gerst fyrir leikinn og það einhvernveginn gerðist allt. Tottenham spilaði vel, ég tek það ekki af þeim, en við gerðum þeim allt of auðvelt fyrir. Þetta er versta byrjun Liverpool síðan 1964, ég hlýt að taka það á mig."
Fróðleikur:
-Þetta var fyrsta tap Liverpool fyrir Tottenham í Úrvalsdeildinni síðan í nóvember 2012.
-Jürgen Klopp var í dag að stjórna liði á Wembley í 3. sinn. Hann hefur aldrei tekið með sér stig af þjóðarleikvanginum.
-Liverpool hefur ekki fengið jafn mörg mörk á sig í fyrstu níu umferðum deildarinnar frá því tímabilið 1964-1965. Þá endaði liðið í 7. sæti í deildinni, en vann FA bikarinn í fyrsta sinn.
-Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hefur Liverpool fengið á sig yfir 1000 mörk í deildinni. 1002 til að vera nákvæmur. Þar með er liðið komið í hóp liða eins og West Ham, Newcastle, Aston Villa og fleiri meðaljóna.
Hér má lesa viðbrögð Jürgen Klopp eftir leik, af Liverpoolfc.com
Hér má lesa viðbrögð Jürgen Klopp eftir leik, af Liverpoolfc.com
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan