| Heimir Eyvindarson
Liverpool liðið mætir Stoke á bet365 leikvanginum í Stoke-on-Trent annað kvöld. Eftir tvö svekkjandi jafntefli í röð er eiginlega ekkert annað en sigur í boði ef menn vilja láta taka sig alvarlega.
Stoke City FC er næst elsta fótboltalið í heiminum, á eftir Notts County. Liðið hefur þó aldrei verið neitt stórlið, eini titillinn kom árið 1972, þegar liðið lagði Chelsea í úrslitum deildabikarsins. Besti árangur liðsins í efstu deild er 4. sæti, en liðið hefur tvisvar endað svo ofarlega. Síðast fyrir 70 árum.
Liverpool og Stoke mættust fyrst í keppnisleik 20. október árið 1894. Þann leik vann Liverpool 2-0. Alls hafa liðin mæst 152 sinnum og Liverpool hefur unnið helming leikjanna, eða 76. Stoke hefur unnið 36 leiki og 40 hafa endað með jafntefli.
Ef við höldum okkur í nútímanum, eða þar um bil, og lítum bara á leiki liðanna í Úrvalsdeild er hlutfallið nokkurn veginn eins. Liðin hafa mæst 18 sinnum, Liverpool hefur unnið helminginn, Stoke fjóra leiki og fimm hafa endað með jafntefli.
Það er tiltölulega stutt á milli Stoke og Liverpool, rétt tæplega 100 kílómetrar eða svo. Sjálfsagt er það nú ekki ástæðan fyrir því að Stoke liðið er fullt af fyrrverandi Liverpool leikmönnum, en það breytir því ekki að í liði Stoke eru alls fjórir fyrrverandi aðalliðsmenn hjá Liverpool; Glen Johnson, Joe Allen, Charlie Adam og Peter Crouch. Það er síðan rétt að taka það fram að framherji Stoke, Mame Diouf, er ekkert skyldur hinum alglataða El-Hajdi Diouf. Ef ég skil internetið rétt.
Stoke hefur gengið frekar brösuglega í vetur, eru í 15. sæti og hafa aðeins unnið 3 leiki. Liðið hefur reyndar unnið Arsenal og gert jafntefli við United, þannig að eins og alltaf er Stoke til alls líklegt. Ólíkt því sem áður var, sérstaklega á Tony Pulis tímanum, er Stoke liðið að spila ágætan bolta oftast nær, en árangurinn hefur látið á sér standa og ef liðið tapar annað kvöld fer örugglega að volgna aðeins undir Mark Hughes.
Það er fullt af ágætum fótboltamönnum í Stoke liðinu, það veikir liðið óneitanlega þessa dagana að Jack Butland er meiddur, en fyrir utan hann held ég að Stephen Ireland sé eini maðurinn sem gæti verið í hóp á morgun sem missir af leiknum vegna meiðsla. Glen Johnson og Geoff Cameron munu reyndar vera tæpir, en gætu verið með.
Hjá Liverpool er aldrei þessu vant eiginlega enginn meiddur, nema Clyne - og jú, Adam Bogdan. Lovren er tæpur en Emre Can er kominn á ferðina. Óvenjugott ástand semsagt.
Tveir síðustu leikir Liverpool hafa endað með frekar svekkjandi jafntefli, fyrst 3-3 ósköpin í Sevilla og svo Chelsea leikurinn um helgina. Klopp hefur verið gagnrýndur fyrir að velja einmitt þann leik til að hvíla Firmino og Mané, en gleymum því ekki að það munaði ekki miklu að planið gengi upp. Þá hefði enginn sagt neitt nema húrra.
Það vakti nokkar athygli eftir leikinn gegn Chelsea að Mané virtist mjög ósáttur við Klopp, hundfúll með bekkjarsetuna sýndist manni. Mané sagði í morgun að hann hefði ekki verið að tuða í Klopp eftir leikinn og allt væri í góðu þeirra á milli þannig að vonandi verða engin eftirmál af því og Mané heldur bara áfram að spila eins og engill.
Þá var líka einhver pirringur í þjálfaraliðinu því Zejlko Buvac vildi meina að seinagangurinn við skiptinguna á Adam Lallana hefði verið John Achterberg að kenna. Samkvæmt Paul Joyce var Buvac alveg brjálaður út í Achterberg, en vonandi eru menn búnir að jafna sig og mæta tilbúnir á morgun.
Það er eiginlega ekki til neins að geta sér til um hvernig Klopp stillir liðinu upp, en væntanlega verða Mané og Firmino báðir í byrjunarliðinu og eins finnst mér líklegt að Wijnaldum detti aftur inn í liðið á kostnað Milner, sem var ekkert sérstakur um helgina. Og svosem ekki Henderson heldur, en það er aðeins stærri ákvörðun að henda fyrirliðanum á bekkinn.
Síðustu árin hefur Liverpool gengið óvenju vel á móti Stoke, ef við gleymum skitunni vorið 2015. Liverpool hefur sigrað 8 af síðustu 10 viðureignum liðanna og síðan Klopp kom hafa liðin mæst tvisvar í Stoke, einu sinni í deild og einu sinni í deildabikar og Liverpool hefur unnið báða leikina.
Þrátt fyrir þessa ágætu sögu síðustu ára er ég alltaf drullustressaður fyrir Stoke leiki, en verður maður ekki að spá okkar mönnum sigri? Ég held ég segi 1-0. Solanke kemur inná undir lokin og stangar boltann inn eftir horn.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Stoke City FC er næst elsta fótboltalið í heiminum, á eftir Notts County. Liðið hefur þó aldrei verið neitt stórlið, eini titillinn kom árið 1972, þegar liðið lagði Chelsea í úrslitum deildabikarsins. Besti árangur liðsins í efstu deild er 4. sæti, en liðið hefur tvisvar endað svo ofarlega. Síðast fyrir 70 árum.
Liverpool og Stoke mættust fyrst í keppnisleik 20. október árið 1894. Þann leik vann Liverpool 2-0. Alls hafa liðin mæst 152 sinnum og Liverpool hefur unnið helming leikjanna, eða 76. Stoke hefur unnið 36 leiki og 40 hafa endað með jafntefli.
Ef við höldum okkur í nútímanum, eða þar um bil, og lítum bara á leiki liðanna í Úrvalsdeild er hlutfallið nokkurn veginn eins. Liðin hafa mæst 18 sinnum, Liverpool hefur unnið helminginn, Stoke fjóra leiki og fimm hafa endað með jafntefli.
Það er tiltölulega stutt á milli Stoke og Liverpool, rétt tæplega 100 kílómetrar eða svo. Sjálfsagt er það nú ekki ástæðan fyrir því að Stoke liðið er fullt af fyrrverandi Liverpool leikmönnum, en það breytir því ekki að í liði Stoke eru alls fjórir fyrrverandi aðalliðsmenn hjá Liverpool; Glen Johnson, Joe Allen, Charlie Adam og Peter Crouch. Það er síðan rétt að taka það fram að framherji Stoke, Mame Diouf, er ekkert skyldur hinum alglataða El-Hajdi Diouf. Ef ég skil internetið rétt.
Það er fullt af ágætum fótboltamönnum í Stoke liðinu, það veikir liðið óneitanlega þessa dagana að Jack Butland er meiddur, en fyrir utan hann held ég að Stephen Ireland sé eini maðurinn sem gæti verið í hóp á morgun sem missir af leiknum vegna meiðsla. Glen Johnson og Geoff Cameron munu reyndar vera tæpir, en gætu verið með.
Hjá Liverpool er aldrei þessu vant eiginlega enginn meiddur, nema Clyne - og jú, Adam Bogdan. Lovren er tæpur en Emre Can er kominn á ferðina. Óvenjugott ástand semsagt.
Tveir síðustu leikir Liverpool hafa endað með frekar svekkjandi jafntefli, fyrst 3-3 ósköpin í Sevilla og svo Chelsea leikurinn um helgina. Klopp hefur verið gagnrýndur fyrir að velja einmitt þann leik til að hvíla Firmino og Mané, en gleymum því ekki að það munaði ekki miklu að planið gengi upp. Þá hefði enginn sagt neitt nema húrra.
Það vakti nokkar athygli eftir leikinn gegn Chelsea að Mané virtist mjög ósáttur við Klopp, hundfúll með bekkjarsetuna sýndist manni. Mané sagði í morgun að hann hefði ekki verið að tuða í Klopp eftir leikinn og allt væri í góðu þeirra á milli þannig að vonandi verða engin eftirmál af því og Mané heldur bara áfram að spila eins og engill.
Þá var líka einhver pirringur í þjálfaraliðinu því Zejlko Buvac vildi meina að seinagangurinn við skiptinguna á Adam Lallana hefði verið John Achterberg að kenna. Samkvæmt Paul Joyce var Buvac alveg brjálaður út í Achterberg, en vonandi eru menn búnir að jafna sig og mæta tilbúnir á morgun.
Það er eiginlega ekki til neins að geta sér til um hvernig Klopp stillir liðinu upp, en væntanlega verða Mané og Firmino báðir í byrjunarliðinu og eins finnst mér líklegt að Wijnaldum detti aftur inn í liðið á kostnað Milner, sem var ekkert sérstakur um helgina. Og svosem ekki Henderson heldur, en það er aðeins stærri ákvörðun að henda fyrirliðanum á bekkinn.
Síðustu árin hefur Liverpool gengið óvenju vel á móti Stoke, ef við gleymum skitunni vorið 2015. Liverpool hefur sigrað 8 af síðustu 10 viðureignum liðanna og síðan Klopp kom hafa liðin mæst tvisvar í Stoke, einu sinni í deild og einu sinni í deildabikar og Liverpool hefur unnið báða leikina.
Þrátt fyrir þessa ágætu sögu síðustu ára er ég alltaf drullustressaður fyrir Stoke leiki, en verður maður ekki að spá okkar mönnum sigri? Ég held ég segi 1-0. Solanke kemur inná undir lokin og stangar boltann inn eftir horn.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan