| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Þægilegur sigur á Huddersfield
Liverpool sótti þrjú stig á John Smiths leikvanginn í Huddersfield á þriðjudagskvöldið. Lokatölur voru 0-3.
Jürgen Klopp gerði sex breytingar frá leiknum við W.B.A. á laugardagskvöldið. Inn komu þeir Karius í markið, Lovren, Roberton og Gomez í vörnina og þeir Milner og Henderson á miðjuna. Heimamenn gerðu einnig nokkrar breytingar á liði sínu og stilltu upp fimm manna varnarlínu væntanlega með það markmið að leika sama leik og Swansea gerðu svo vel gegn okkar mönnum. Leikurinn hófst frekar rólega en eins og við var að búast voru gestirnir mun meira með boltann. Það leit þó út fyrir að framanaf að erfitt væri að brjóta þennan varnarmúr á bak aftur. Huddersfield biðu átekta og fengu fyrsta góða færi leiksins þegar Gomez tapaði skallabolta á miðjum eigin vallarhelming og Löwe sendi fyrir markið frá vinstri kanti. Þar fékk Depoitre boltann nánast óvaldaður á teignum en skot hans var sem betur fer ekki gott og Karius varði. Á 26. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Robertson sendi fyrir frá vinstri kanti og varnarmaður skallaði boltann út fyrir teiginn. Þar var Emre Can fyrstur til að átta sig og þrumaði boltanum viðstöðulaust í átt að marki, skotið hafði viðkomu í fæti eins varnarmanns og breytti lítillega um stefnu en það var nóg til að Lössl markvörður Huddersfield næði ekki til boltans og í netið fór hann. Virkilega mikilvægt mark.
Heimamenn héldu áfram að berjast og beita skyndisóknum, þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn þegar Mané var að dóla með boltann og hreinsaði ekki frá marki, hann missti boltann og braut svo í kjölfarið af sér. Áðurnefndur Löwe tók spyrnuna og boltinn fór rétt framhjá fjærstönginni. En gestirnir bættu við marki rétt fyrir hálfleik og var það einstaklega vel gert. Robertson og Mané léku saman úti vinstra megin og Firmino tók hlaupið innfyrir. Mané lét hann hafa boltann og Firmino lék í átt að endalínu og þegar öll sund virtust lokuð laumaði hann boltanum í nærstöngina og þaðan rúllaði hann út við stöng hinumegin. Frábærlega vel gert hjá Firmino því hann hafði í raun ekki möguleika á því að senda út í teiginn þar sem varnarmenn Huddersfield voru ansi fjölmennir. Staðan 0-2 í hálfleik og allt í góðu standi.
Síðari hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, Liverpool mun meira með boltann og Huddersfield reyndu hvað þeir gátu þegar boltinn vannst að sækja hratt upp. Oftar en ekki tókst þeim það illa vegna þess að pressa Liverpool manna var góð og þeir voru fljótir að vinna boltann á ný. Huddersfield vildu fá vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn þegar Robertson og Quaner áttust við í teignum en sá síðarnefndi lét sig falla með von um að fá dæmt víti en dómarinn sá ekki ástæðu til þess að dæma. Emre Can átti góðan leik á miðjunni og hann hefði með réttu átt að fá stoðsendingu þegar hann sendi innfyrir á Mané sem skallaði boltann en Lössl varði vel. Seinna í leiknum sendi Can aftur inná Mané en nú skallaði Senegalinn framhjá markinu. Það er eitthvað sem vantar hjá Mané um þessar mundir og hann er því miður ekki alveg að ná sínum rétta takti, fyrsta snerting hans er oft slök og hann á það til að tapa boltanum illa þegar hann er pressaður stíft. En þriðja mark leiksins kom þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Brotið var á Emre Can í teignum þegar hann hugðist leggja boltann fyrir sig, hann fékk varnarmann í bakið og því lítið annað en að dæma víti. Smá fundarhöld áttu sér stað hjá leikmönnum Liverpool um hver ætti að taka vítið og gerði Milner kröfu um að taka það enda örugg skytta og ansi mörg víti farið forgörðum hingað til á tímabilinu. Það var hinsvegar Salah sem fór á punktinn og hann afgreiddi boltann í netið. Eftir þetta var lítið að frétta í leiknum og öruggum sigri siglt í höfn.
Huddersfield: Lössl, Hadergjonaj, Jorgensen, Schindler, Kongolo, Löwe (Ince, 79. mín.), Mooy (van La Parra, 79. mín.), Hogg, Billing, Depoitre, Mounie (Quaner, 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Smith, Coleman, Pritchard, Hefele.
Liverpool: Karius, Gomez, Matip, Lovren, Robertson, Milner, Henderson (Wijnaldum, 83. mín.), Can, Mané, Salah (Oxlade-Chamberlain, 83. mín.), Firmino (Solanke, 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, van Dijk, Alexander-Arnold, Ings.
Mörk Liverpool: Emre Can (26. mín.), Roberto Firmino (45. mín.) og Mohamed Salah (78. mín. víti).
Maður leiksins: Emre Can sýndi mátt sinn og megin á miðjunni að þessu sinni. Hann skoraði gott mark, hefði getað lagt upp eitt eða tvö í viðbót og var duglegur að vinna boltann og koma honum í spil þegar á þurfti að halda.
Jürgen Klopp: ,,Við hefðum getað gert betur, en við skoruðum fyrsta markið, við kannski gáfum þeim eitt færi en Huddersfield áttu erfitt með að beita skyndisóknum. Í kvöld vorum við betri og miðjan gerði vel í að pressa þegar við misstum boltann og það hjálpaði varnarlínunni. Þetta var nálægt því að vera fullkomið, frammistaðan hefði samt mátt vera betri en úrslitin voru góð."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur nú skoraði 19 mörk í deildinni og 26 í öllum keppnum á tímabilinu.
- Liverpool hefur nú unnið leiki á 54 útivöllum í úrvalsdeildinni, meira en nokkurt annað lið.
- Mohamed Salah hefur átt þátt í 25 mörkum í deildinni á tímabilinu mest allra leikmanna (19 mörk og 6 stoðsendingar).
- Liverpool hafði boltann í 74.8% af leiknum, þegar liðið hefur haft boltann svona mikið hafa úrslitin oftar en ekki verið á hinn veginn.
- Liverpool eru nú með 50 stig eftir 25 leiki og sitja áfram í fjórða sæti deildarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jürgen Klopp gerði sex breytingar frá leiknum við W.B.A. á laugardagskvöldið. Inn komu þeir Karius í markið, Lovren, Roberton og Gomez í vörnina og þeir Milner og Henderson á miðjuna. Heimamenn gerðu einnig nokkrar breytingar á liði sínu og stilltu upp fimm manna varnarlínu væntanlega með það markmið að leika sama leik og Swansea gerðu svo vel gegn okkar mönnum. Leikurinn hófst frekar rólega en eins og við var að búast voru gestirnir mun meira með boltann. Það leit þó út fyrir að framanaf að erfitt væri að brjóta þennan varnarmúr á bak aftur. Huddersfield biðu átekta og fengu fyrsta góða færi leiksins þegar Gomez tapaði skallabolta á miðjum eigin vallarhelming og Löwe sendi fyrir markið frá vinstri kanti. Þar fékk Depoitre boltann nánast óvaldaður á teignum en skot hans var sem betur fer ekki gott og Karius varði. Á 26. mínútu kom svo fyrsta mark leiksins. Robertson sendi fyrir frá vinstri kanti og varnarmaður skallaði boltann út fyrir teiginn. Þar var Emre Can fyrstur til að átta sig og þrumaði boltanum viðstöðulaust í átt að marki, skotið hafði viðkomu í fæti eins varnarmanns og breytti lítillega um stefnu en það var nóg til að Lössl markvörður Huddersfield næði ekki til boltans og í netið fór hann. Virkilega mikilvægt mark.
Heimamenn héldu áfram að berjast og beita skyndisóknum, þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn þegar Mané var að dóla með boltann og hreinsaði ekki frá marki, hann missti boltann og braut svo í kjölfarið af sér. Áðurnefndur Löwe tók spyrnuna og boltinn fór rétt framhjá fjærstönginni. En gestirnir bættu við marki rétt fyrir hálfleik og var það einstaklega vel gert. Robertson og Mané léku saman úti vinstra megin og Firmino tók hlaupið innfyrir. Mané lét hann hafa boltann og Firmino lék í átt að endalínu og þegar öll sund virtust lokuð laumaði hann boltanum í nærstöngina og þaðan rúllaði hann út við stöng hinumegin. Frábærlega vel gert hjá Firmino því hann hafði í raun ekki möguleika á því að senda út í teiginn þar sem varnarmenn Huddersfield voru ansi fjölmennir. Staðan 0-2 í hálfleik og allt í góðu standi.
Síðari hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, Liverpool mun meira með boltann og Huddersfield reyndu hvað þeir gátu þegar boltinn vannst að sækja hratt upp. Oftar en ekki tókst þeim það illa vegna þess að pressa Liverpool manna var góð og þeir voru fljótir að vinna boltann á ný. Huddersfield vildu fá vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn þegar Robertson og Quaner áttust við í teignum en sá síðarnefndi lét sig falla með von um að fá dæmt víti en dómarinn sá ekki ástæðu til þess að dæma. Emre Can átti góðan leik á miðjunni og hann hefði með réttu átt að fá stoðsendingu þegar hann sendi innfyrir á Mané sem skallaði boltann en Lössl varði vel. Seinna í leiknum sendi Can aftur inná Mané en nú skallaði Senegalinn framhjá markinu. Það er eitthvað sem vantar hjá Mané um þessar mundir og hann er því miður ekki alveg að ná sínum rétta takti, fyrsta snerting hans er oft slök og hann á það til að tapa boltanum illa þegar hann er pressaður stíft. En þriðja mark leiksins kom þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Brotið var á Emre Can í teignum þegar hann hugðist leggja boltann fyrir sig, hann fékk varnarmann í bakið og því lítið annað en að dæma víti. Smá fundarhöld áttu sér stað hjá leikmönnum Liverpool um hver ætti að taka vítið og gerði Milner kröfu um að taka það enda örugg skytta og ansi mörg víti farið forgörðum hingað til á tímabilinu. Það var hinsvegar Salah sem fór á punktinn og hann afgreiddi boltann í netið. Eftir þetta var lítið að frétta í leiknum og öruggum sigri siglt í höfn.
Huddersfield: Lössl, Hadergjonaj, Jorgensen, Schindler, Kongolo, Löwe (Ince, 79. mín.), Mooy (van La Parra, 79. mín.), Hogg, Billing, Depoitre, Mounie (Quaner, 63. mín.). Ónotaðir varamenn: Smith, Coleman, Pritchard, Hefele.
Liverpool: Karius, Gomez, Matip, Lovren, Robertson, Milner, Henderson (Wijnaldum, 83. mín.), Can, Mané, Salah (Oxlade-Chamberlain, 83. mín.), Firmino (Solanke, 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, van Dijk, Alexander-Arnold, Ings.
Mörk Liverpool: Emre Can (26. mín.), Roberto Firmino (45. mín.) og Mohamed Salah (78. mín. víti).
Maður leiksins: Emre Can sýndi mátt sinn og megin á miðjunni að þessu sinni. Hann skoraði gott mark, hefði getað lagt upp eitt eða tvö í viðbót og var duglegur að vinna boltann og koma honum í spil þegar á þurfti að halda.
Jürgen Klopp: ,,Við hefðum getað gert betur, en við skoruðum fyrsta markið, við kannski gáfum þeim eitt færi en Huddersfield áttu erfitt með að beita skyndisóknum. Í kvöld vorum við betri og miðjan gerði vel í að pressa þegar við misstum boltann og það hjálpaði varnarlínunni. Þetta var nálægt því að vera fullkomið, frammistaðan hefði samt mátt vera betri en úrslitin voru góð."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah hefur nú skoraði 19 mörk í deildinni og 26 í öllum keppnum á tímabilinu.
- Liverpool hefur nú unnið leiki á 54 útivöllum í úrvalsdeildinni, meira en nokkurt annað lið.
- Mohamed Salah hefur átt þátt í 25 mörkum í deildinni á tímabilinu mest allra leikmanna (19 mörk og 6 stoðsendingar).
- Liverpool hafði boltann í 74.8% af leiknum, þegar liðið hefur haft boltann svona mikið hafa úrslitin oftar en ekki verið á hinn veginn.
- Liverpool eru nú með 50 stig eftir 25 leiki og sitja áfram í fjórða sæti deildarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan