| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Eftir gott hlé sem reyndar kom ekki til af góðu er loksins komið að næsta deildarleik. Liverpool hefði betur spilað í FA bikarnum um síðutu helgi en eftir slóðaskapinn gegn West Bromwich Albion í 4. umferð var það ekki í boði. Það segir sína sögu um hversu illa Liverpool fór að ráði sínu að WBA féll úr leik á heimavelli fyrir Southampton um liðna helgi. Óþolandi að eiga ekki ennþá möguleika í kepninni!


Eftir að hafa burstað Porto í Portúgal var haldið til Marbeilla þar sem liðsmenn æfðu í sólinni. Jürgen Klopp er hrifinn af góðu veðri og hefur farið með sína menn suður á í nokkur skipti á valdatíð sinni. Leikmenn Liverpool ættu því að vera í eins góðu ásigkomulagi og kostur er ár. Reyndar hefur liðið stundum brugðist eftir hlé eins og það sem núna var en vonandi verður ekkert slíkt uppi á teningnum.

Liverpool mætir West Ham United á Anfield Road á morgun og ekkert annað en sigur kemur til álita. Sigur kæmi Liverpool upp í annað sæti deildarinnar. Að minnsta kosti þangað til á morgun en þá spila Manchester United og Chelsea sem núna eru fyrir ofan og neðan Liverpool. Liverpool mætir svo United í Manchester um þar næstu helgi. Leikurinn á morgun er því gríðarlega mikilvægur fyrir Liverpool sem gæti með hægstæðum úrslitum náð tangahaldi á öðru sæti deildarinnar á næstu rúmu vikunni. 


Liverpool fór illa með West Ham í London í byrjun nóvember og vann 1:4. West Ham var þá í miklum vandræðum og þó liðið sé betur statt núna þá er það meðal liðanna sem eru að reyna að verjast falli. Liðið hefur batnað síðustu vikurnar undir stjórn David Moyes sem tók við eftir að Slavin Bilic var vikið úr starfi. 


Nafn Mohamed Salah er á allra vörum og hann er nú kominn með 30 mörk og febrúar en ekki enn á enda! Aðeins 13 leikmenn hafa náð að skora 30 mörk eða fleiri í sögu Liverpool. Það er eiglega með ólíkindum hversu vel Mohamed hefur spilað með Liverpool á sínu fyrsta keppnistímabili. Mörgum þótti hann heldur dýr en 43 milljónir sterlingspunda þykja nú gjafverð. Reyndar á eftir að sjá hvernig ferill hans hjá Liverpool verður en byrjunin hefur ekki getað verið betri. 

Ég spái því að Liverpool vinni 3:1 sigur á morgun. Leikmenn Liverpool mæta úthvíldir og sprækir til leiks og vinna nauðsynlegan sigur. Mohamed Salah skorar tvö mörk og Sadio Mané eitt. Áfram svo Rauði herinn!


YNWA!

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan