| Sf. Gutt
Danny Ings hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við Southampton. Hann verður í láni í ár en svo kaupir Southampton framherjann. Samkvæmt frétt Liverpool Echo þá fær Liverpool 18 milljónir sterlingspunda núna og tvær til víðbótar eftir ár þegar gengið verður frá sölunni. Danny gerði fjögurra ára samning við Southampton.
Segja má að með þessu hafi draumur Danny um að spila með Southmapton orðið að veruleika en hann hélt með liðinu þegar hann var strákur. Hann æfði með Southampton á unga aldri en félagið vildi ekki gera samning við hann vegna smæðar og hann fór frá því tíu ára gamall. Danny fékk samning við keppinauta þeirra Bournemouth og var þar á mála þangað til Burnley keypti hann 2011. Danny var reyndar í láni hjá Dorchester Town 2010.
Liverpool keypti Danny frá Burnley sumarið 2015 en hann hafði átt stóran hlut í að koma liðinu upp í efstu deild vorið 2014. Brendan Rodgers hafði mikið álit á Danny en hann lék bara stuttlega undir stjórn hans. Reyndar skoraði Danny síðasta markið á valdatíð Brendan þegar Liverpool og Everton skildu jöfn 1:1 á Goodison Park í byrjun október.
Danny var gríðarlega óheppninn með meiðsli hjá Liverpool og slitnuðu krossbönd í tvígang. Fyrst haustið 2015 og svo aftur rúmu ári seinna þegar hann var nýbúinn að ná sér eftir fyrri meiðslin. Á síðustu leiktíð kom hann aftur til leiks og náði að spila nokkra leiki. Er óhætt að segja að Danny hafi sýnt mikla seiglu í að komast í gegnum þessi erfiðu meiðsli. Vegna meiðslanna lék hann aðeins 25 leiki fyrir Liverpool. Danny skoraði fjögur mörk. Hann er búinn að leika einn landsleik fyrir England.
Vonandi er Danny nú kominn í gegnum um meiðslin sem hafa gert honum svo erfitt fyrir. Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Danny fyrir framlag sitt hjá Liverpool og óskar honum góðs gengis.
Hér má lesa allt það helsta um feril Danny Ings á LFCHISTORY.NET.
TIL BAKA
Danny Ings fer til Southampton
Danny Ings hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við Southampton. Hann verður í láni í ár en svo kaupir Southampton framherjann. Samkvæmt frétt Liverpool Echo þá fær Liverpool 18 milljónir sterlingspunda núna og tvær til víðbótar eftir ár þegar gengið verður frá sölunni. Danny gerði fjögurra ára samning við Southampton.
Segja má að með þessu hafi draumur Danny um að spila með Southmapton orðið að veruleika en hann hélt með liðinu þegar hann var strákur. Hann æfði með Southampton á unga aldri en félagið vildi ekki gera samning við hann vegna smæðar og hann fór frá því tíu ára gamall. Danny fékk samning við keppinauta þeirra Bournemouth og var þar á mála þangað til Burnley keypti hann 2011. Danny var reyndar í láni hjá Dorchester Town 2010.
Danny var gríðarlega óheppninn með meiðsli hjá Liverpool og slitnuðu krossbönd í tvígang. Fyrst haustið 2015 og svo aftur rúmu ári seinna þegar hann var nýbúinn að ná sér eftir fyrri meiðslin. Á síðustu leiktíð kom hann aftur til leiks og náði að spila nokkra leiki. Er óhætt að segja að Danny hafi sýnt mikla seiglu í að komast í gegnum þessi erfiðu meiðsli. Vegna meiðslanna lék hann aðeins 25 leiki fyrir Liverpool. Danny skoraði fjögur mörk. Hann er búinn að leika einn landsleik fyrir England.
Vonandi er Danny nú kominn í gegnum um meiðslin sem hafa gert honum svo erfitt fyrir. Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Danny fyrir framlag sitt hjá Liverpool og óskar honum góðs gengis.
Hér má lesa allt það helsta um feril Danny Ings á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan