| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fyrsta tapið
Fyrsta tap Liverpool leit dagsins ljós í kvöld þegar hræðilegt gengi gegn Chelsea á heimavelli hélt áfram. Gestirnir fóru með sigur af hólmi 1-2.
Brasilíumaðurinn Fabinho var í fyrsta sinn í byrjunarliði hjá Jürgen Klopp og Dejan Lovren sneri aftur í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann síðan á HM í sumar. Eins og við var að búast fengu þeir Alberto Moreno og Nathaniel Clyne tækifæri í bakvarðastöðunum og Joel Matip var við hlið Lovren. Á miðjunni með Fabinho voru þeir Naby Keita og James Milner, frammi voru svo þeir Sadio Mané, Xerdan Shaqiri og Daniel Sturridge.
Gestirnir byrjuðu betur og fengu mjög gott færi á 18. mínútu þegar Alvaro Morata fékk góða sendingu innfyrir og reyndi að lyfta boltanum yfir Mignolet sem sá við honum. Frákastið féll fyrir fætur Morata og nú skaut hann fast að marki en Mignolet varði aftur vel. Heimamenn vildu fá víti eftir rétt rúman hálftíma leik þegar Keita féll við í teignum en Kevin Friend, dómari leiksins sá ekki ástæðu til að dæma og líklega var það réttur dómur. Sjö mínútum síðar þrumaði Keita að marki en Caballero markvörður Chelsea varði vel. Liverpool menn voru beittari í lok fyrri hálfleiks og Caballero þurfti aftur að vera vel á verði þegar Mané skallaði að marki vinstra megin í teignum. Það fór þó svo að liðin náðu ekki að koma boltanum í netið og staðan markalaus í hálfleik.
Seinni hálfleikur var rétt nýbyrjaður þegar Sturridge komst í úrvalsfæri og ekki oft sem maður sér hann fara illa með svona tækifæri. Hann komst inní sendingu til baka, lék í átt að marki og hugðist leika framhjá Caballero sem náði að slæma hendi í boltann en Sturridge var fljótur að ná boltanum og markið galopið en hann skaut framhjá. Sá sem var hvað mest hissa á þessu var Klopp sjálfur en hann virtist ekki trúa sínum eigin augum. Áfram héldu Chelsea menn að eiga slakar sendingar til baka og Caballero bjargaði enn og aftur þegar Mané komst inní sendingu. Á 59. mínútu kom svo loksins mark og það var réttu megin vallarins. Naby Keita þrumaði að marki og Caballero varði en sló boltann út í teiginn þar sem Sturridge tók nokkurskonar bakfallsspyrnu og þrumaði boltanum í markið. Glæsilega gert og staðan vænleg. Chelsea menn létu þetta þó ekki slá sig mikið útaf laginu og lögðu meiri sóknarþunga í leik sinn, skömmu áður en Sturridge skoraði hafði Eden Hazard komið inná og hann kann að skapa usla í vörnum andstæðinganna. 11 mínútum fyrir leikslok jöfnuðu gestirnir metin þegar aukaspyrna frá Hazard hitti á kollinn á Barkley í teignum. Mignolet varði vel en boltinn barst beint út í teiginn þar sem Emerson potaði honum yfir línuna. Myndbandsdómgæsla var á leiknum og tóku þeir sér nokkrar mínútur í að skoða hvort rangstaða hefði verið þegar aukaspyrnan var tekin en markið stóð eftir alltsaman. Bæði lið vildu klára leikinn í venjulegum leiktíma og á 84. mínútu þrumaði Sturridge í slána með skoti fyrir utan teig. En mínútu síðar skoruðu Chelsea sigurmark leiksins og var það einstaklingsframtak frá Hazard sem lék inní teiginn hægra megin og fíflaði þar Moreno og fleiri og þrumaði svo boltanum í fjærhornið.
Eftir þetta gerðist ekki mikið markvert, Salah kom inná á 87. mínútu en hann hafði lítinn tíma til að setja mark sitt á leikinn og lokatölur voru 1-2 og enn og aftur fara Chelsea menn frá Anfield með sigur í farteskinu.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Moreno, Fabinho (Salah, 87. mín.), Milner (Henderson, 60. mín.), Keita, Mané (Firmino, 71. mín.), Shaqiri, Sturridge. Ónotaðir varamenn: Grabara, Gomez, Jones, Solanke.
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (58. mín.).
Gul spjöld: Matip, Milner, Henderson og Keita.
Chelsea: Caballero, Azpilicueta, Christensen (David Luiz, 73. mín.), Emerson, Barkley, Fábregas, Kovacic (Kanté, 64. mín.), Moses, Willian (Hazard, 56. mín.), Morata. Ónotaðir varamenn: Bulka, Zappacosta, Jorginho, Hudson-Odoi.
Mörk Chelsea: Emerson (79. mín.) og Eden Hazard (85. mín.).
Gul spjöld: Kovacic, Moses og Morata.
Áhorfendur á Anfield: 45.503.
Jürgen Klopp: ,,Við vissum hvernig Chelsea vildu spila en við gáfum þeim of mikið pláss og vorum ekki nógu þéttir. Við fengum þó betri færi í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta svo ekki vera aukaspyrna sem jöfnunarmarkið kemur upp úr en við verðum að taka þessu. Við vildum vinna, okkur finnst við hafa verið óheppnir, skutum m.a. í slána. Það var einnig klárlega rangstaða í jöfnunarmarkinu. Þrír leikmenn voru rangstæðir eða að minnsta kosti tveir. Dómararnir horfðu á atvikið aftur og fannst þetta ekki vera rangstaða. Við verðum að taka því. Þetta er góður undirbúningur fyrir laugardaginn en við verðum að verjast betur."
Fróðleikur:
- Fyrsta tap leiktíðarinnar leit dagsins ljós.
- Daniel Sturridge skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni.
- Sturridge hefur nú skorað 9 mörk í 9 deildarbikarleikjum fyrir Liverpool á ferli sínum.
Brasilíumaðurinn Fabinho var í fyrsta sinn í byrjunarliði hjá Jürgen Klopp og Dejan Lovren sneri aftur í liðið eftir að hafa náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann síðan á HM í sumar. Eins og við var að búast fengu þeir Alberto Moreno og Nathaniel Clyne tækifæri í bakvarðastöðunum og Joel Matip var við hlið Lovren. Á miðjunni með Fabinho voru þeir Naby Keita og James Milner, frammi voru svo þeir Sadio Mané, Xerdan Shaqiri og Daniel Sturridge.
Gestirnir byrjuðu betur og fengu mjög gott færi á 18. mínútu þegar Alvaro Morata fékk góða sendingu innfyrir og reyndi að lyfta boltanum yfir Mignolet sem sá við honum. Frákastið féll fyrir fætur Morata og nú skaut hann fast að marki en Mignolet varði aftur vel. Heimamenn vildu fá víti eftir rétt rúman hálftíma leik þegar Keita féll við í teignum en Kevin Friend, dómari leiksins sá ekki ástæðu til að dæma og líklega var það réttur dómur. Sjö mínútum síðar þrumaði Keita að marki en Caballero markvörður Chelsea varði vel. Liverpool menn voru beittari í lok fyrri hálfleiks og Caballero þurfti aftur að vera vel á verði þegar Mané skallaði að marki vinstra megin í teignum. Það fór þó svo að liðin náðu ekki að koma boltanum í netið og staðan markalaus í hálfleik.
Seinni hálfleikur var rétt nýbyrjaður þegar Sturridge komst í úrvalsfæri og ekki oft sem maður sér hann fara illa með svona tækifæri. Hann komst inní sendingu til baka, lék í átt að marki og hugðist leika framhjá Caballero sem náði að slæma hendi í boltann en Sturridge var fljótur að ná boltanum og markið galopið en hann skaut framhjá. Sá sem var hvað mest hissa á þessu var Klopp sjálfur en hann virtist ekki trúa sínum eigin augum. Áfram héldu Chelsea menn að eiga slakar sendingar til baka og Caballero bjargaði enn og aftur þegar Mané komst inní sendingu. Á 59. mínútu kom svo loksins mark og það var réttu megin vallarins. Naby Keita þrumaði að marki og Caballero varði en sló boltann út í teiginn þar sem Sturridge tók nokkurskonar bakfallsspyrnu og þrumaði boltanum í markið. Glæsilega gert og staðan vænleg. Chelsea menn létu þetta þó ekki slá sig mikið útaf laginu og lögðu meiri sóknarþunga í leik sinn, skömmu áður en Sturridge skoraði hafði Eden Hazard komið inná og hann kann að skapa usla í vörnum andstæðinganna. 11 mínútum fyrir leikslok jöfnuðu gestirnir metin þegar aukaspyrna frá Hazard hitti á kollinn á Barkley í teignum. Mignolet varði vel en boltinn barst beint út í teiginn þar sem Emerson potaði honum yfir línuna. Myndbandsdómgæsla var á leiknum og tóku þeir sér nokkrar mínútur í að skoða hvort rangstaða hefði verið þegar aukaspyrnan var tekin en markið stóð eftir alltsaman. Bæði lið vildu klára leikinn í venjulegum leiktíma og á 84. mínútu þrumaði Sturridge í slána með skoti fyrir utan teig. En mínútu síðar skoruðu Chelsea sigurmark leiksins og var það einstaklingsframtak frá Hazard sem lék inní teiginn hægra megin og fíflaði þar Moreno og fleiri og þrumaði svo boltanum í fjærhornið.
Eftir þetta gerðist ekki mikið markvert, Salah kom inná á 87. mínútu en hann hafði lítinn tíma til að setja mark sitt á leikinn og lokatölur voru 1-2 og enn og aftur fara Chelsea menn frá Anfield með sigur í farteskinu.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Lovren, Moreno, Fabinho (Salah, 87. mín.), Milner (Henderson, 60. mín.), Keita, Mané (Firmino, 71. mín.), Shaqiri, Sturridge. Ónotaðir varamenn: Grabara, Gomez, Jones, Solanke.
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (58. mín.).
Gul spjöld: Matip, Milner, Henderson og Keita.
Chelsea: Caballero, Azpilicueta, Christensen (David Luiz, 73. mín.), Emerson, Barkley, Fábregas, Kovacic (Kanté, 64. mín.), Moses, Willian (Hazard, 56. mín.), Morata. Ónotaðir varamenn: Bulka, Zappacosta, Jorginho, Hudson-Odoi.
Mörk Chelsea: Emerson (79. mín.) og Eden Hazard (85. mín.).
Gul spjöld: Kovacic, Moses og Morata.
Áhorfendur á Anfield: 45.503.
Jürgen Klopp: ,,Við vissum hvernig Chelsea vildu spila en við gáfum þeim of mikið pláss og vorum ekki nógu þéttir. Við fengum þó betri færi í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta svo ekki vera aukaspyrna sem jöfnunarmarkið kemur upp úr en við verðum að taka þessu. Við vildum vinna, okkur finnst við hafa verið óheppnir, skutum m.a. í slána. Það var einnig klárlega rangstaða í jöfnunarmarkinu. Þrír leikmenn voru rangstæðir eða að minnsta kosti tveir. Dómararnir horfðu á atvikið aftur og fannst þetta ekki vera rangstaða. Við verðum að taka því. Þetta er góður undirbúningur fyrir laugardaginn en við verðum að verjast betur."
Fróðleikur:
- Fyrsta tap leiktíðarinnar leit dagsins ljós.
- Daniel Sturridge skoraði sitt fjórða mark á leiktíðinni.
- Sturridge hefur nú skorað 9 mörk í 9 deildarbikarleikjum fyrir Liverpool á ferli sínum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan