| Sf. Gutt
Það dugir ekki annað en að halda eltingaleiknum áfram. Manchester City jók forystu sína á toppi deildarinnar í kvöld og annað kvöld verður Liverpool að reyna að draga aftur á meistarana.
Stuðningsmenn Liverpool eru ennþá með bros á vör eftir ævintýralegan sigur á Bláliðum á sunnudaginn. Sigurinn fór rakleitt í þjóðsagnasafn grannaeinvíga í Liverpool. Hvernig gat misheppnað skot Virgil van Dijk verið svona hárnákvæmt? Hvernig náði Divock Origi að skora þetta ótrúlega mark? Algjörlega lygilegt! Everton hafði staðið sig mjög vel í leiknum en seigla og skammtur af heppni, sem alltaf þarf, gaf Liverpool færi á að vinna nauðsynlegan sigur. Ekki bara til að halda í við Manchester City heldur líka til að árétta yfirráðin í Liverpool borg!
Liverpool tekur hús á Burnley annað kvöld og það verður ekki auðvelt að ná þremur stigum og hafa með heim á leið. Reyndar hefur Burnley gengið heldur illa á leiktíðinni og er sem stendur í fallsæti. Því á Liverpool að vinna. Burnely er þó jafnan sterkt á heimavelli og tapar sjaldan stórt. Liverpool vann þar nauman sigur á síðustu leiktíð og skoraði Ragnar Klavan eftirminnilegt sigurmark á lokamínútunni á fyrsta degi þessa árs.
Mikil orka fór í leikinn á móti Everton og því má reikna með einhverjum breytingum á liðinu frá þeim leik. Svo verður Sadio Mané líklega frá vegna þess að hann fékk sár á fótinn á sunnudaginn. Ætli verði ekki að reikna með erfiðum leik í Burnley. Liverpool nær að vinna 1:2. Divock Origi og Virgil van Dijk skora mörk Liverpool. Eltingaleikurinn heldur áfram!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það dugir ekki annað en að halda eltingaleiknum áfram. Manchester City jók forystu sína á toppi deildarinnar í kvöld og annað kvöld verður Liverpool að reyna að draga aftur á meistarana.
Stuðningsmenn Liverpool eru ennþá með bros á vör eftir ævintýralegan sigur á Bláliðum á sunnudaginn. Sigurinn fór rakleitt í þjóðsagnasafn grannaeinvíga í Liverpool. Hvernig gat misheppnað skot Virgil van Dijk verið svona hárnákvæmt? Hvernig náði Divock Origi að skora þetta ótrúlega mark? Algjörlega lygilegt! Everton hafði staðið sig mjög vel í leiknum en seigla og skammtur af heppni, sem alltaf þarf, gaf Liverpool færi á að vinna nauðsynlegan sigur. Ekki bara til að halda í við Manchester City heldur líka til að árétta yfirráðin í Liverpool borg!
Liverpool tekur hús á Burnley annað kvöld og það verður ekki auðvelt að ná þremur stigum og hafa með heim á leið. Reyndar hefur Burnley gengið heldur illa á leiktíðinni og er sem stendur í fallsæti. Því á Liverpool að vinna. Burnely er þó jafnan sterkt á heimavelli og tapar sjaldan stórt. Liverpool vann þar nauman sigur á síðustu leiktíð og skoraði Ragnar Klavan eftirminnilegt sigurmark á lokamínútunni á fyrsta degi þessa árs.
Mikil orka fór í leikinn á móti Everton og því má reikna með einhverjum breytingum á liðinu frá þeim leik. Svo verður Sadio Mané líklega frá vegna þess að hann fékk sár á fótinn á sunnudaginn. Ætli verði ekki að reikna með erfiðum leik í Burnley. Liverpool nær að vinna 1:2. Divock Origi og Virgil van Dijk skora mörk Liverpool. Eltingaleikurinn heldur áfram!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan