| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Newcastle á Anfield kl. 15.00 í dag. Ef ég þekki Benítez rétt mun hann parkera rútunni kyrfilega, en vonandi eiga menn eitthvað uppi í erminni til að koma boltanum í netið.
Eins og við munum og þekkjum tók Benítez við Newcastle á vormánuðum 2016 og átti að bjarga liðinu frá falli úr Úrvalsdeild. það gekk ekki, en hann sýndi mikinn karakter með því að fylgja liðinu niður og koma því rakleiðis upp aftur. Á síðustu leiktíð tókst Liverpool að leggja Newcastle á Anfield 2-0 og ég held að ég muni það örugglega rétt að það hafi verið í fyrsta sinn sem Liverpool tókst að landa sigri gegn liðum sem Benitez stýrir.
Það eru margir öflugir rútubílstjórar í stjórabransanum víða um heim og Benitez er einn sá allra fjölhæfasti, getur lagt rútum sínum þvers og kruss um allan völl. Sumir vilja meina að þessar parkeringar hans eigi eitthvað skylt við taktíska snilld, en mér hefur í raun aldrei tekist að koma auga á það. Það verður samt ekki af honum tekið að þetta er góður og flottur kall og hann mun alveg örugglega fá hlýjar móttökur á Anfield í dag.
Ég hefði alveg verið til í að mæta liði undir stjórn einhvers annars en Rafa í dag, ég er skíthræddur um að honum takist að búa til öflugan varnarmúr sem við komumst ekki í gegn. En vonandi fáum við að sjá snilld frá mönnum eins og Shaqiri, Mané, Firmino og Salah - jafnvel Keita, sem þyrfti alveg endilega að fara að sýna hvað í honum býr. Alvanur því að spila fótbolta á bílastæðum og umferðargötum.
Það er alveg ótrúlega góð staða á okkar mönnum. Það er að segja, liðið er með góða forystu á toppi deildarinnar og hefur nokkrum sinnum í vetur náð fullu húsi út úr viðureignum sem við höfum ekkert endilega átt mikið skilið úr. Það er í raun alveg ný staða - og minnir helst á gullaldarárin hér í fyrndinni.
Það eru reyndar smá meiðslavandræði, sérstaklega á varnarmönnunum. Joe Gomez og Joel Matip eru frá og TAA er tæpur.
Ég get engan veginn gert mér í hugarlund hvernig byrjunarliðið verður, en ég reikna með Clyne, Lovren, Van Dijk og Robertson í vörninni. Annað verður bara að koma í ljós, en ég vona að miðjan verði ekki allt of hæg. Við þurfum skapandi meenn þar eins og Shaqiri og Keita.
Það eru tveir risaleikir framundan þannig að hugsanlega verða einhverjar kanónur hvíldar í dag. Kannski fær Sturridge sjénsinn frammi og kannski einhverjir aðrir. Hvað veit ég?
Ég veit bara að þetta verður hund erfðiur leikur. Ég spái 1-1. Newcastle skorar úr víti.
YNWA!
Eins og við munum og þekkjum tók Benítez við Newcastle á vormánuðum 2016 og átti að bjarga liðinu frá falli úr Úrvalsdeild. það gekk ekki, en hann sýndi mikinn karakter með því að fylgja liðinu niður og koma því rakleiðis upp aftur. Á síðustu leiktíð tókst Liverpool að leggja Newcastle á Anfield 2-0 og ég held að ég muni það örugglega rétt að það hafi verið í fyrsta sinn sem Liverpool tókst að landa sigri gegn liðum sem Benitez stýrir.
Það eru margir öflugir rútubílstjórar í stjórabransanum víða um heim og Benitez er einn sá allra fjölhæfasti, getur lagt rútum sínum þvers og kruss um allan völl. Sumir vilja meina að þessar parkeringar hans eigi eitthvað skylt við taktíska snilld, en mér hefur í raun aldrei tekist að koma auga á það. Það verður samt ekki af honum tekið að þetta er góður og flottur kall og hann mun alveg örugglega fá hlýjar móttökur á Anfield í dag.
Ég hefði alveg verið til í að mæta liði undir stjórn einhvers annars en Rafa í dag, ég er skíthræddur um að honum takist að búa til öflugan varnarmúr sem við komumst ekki í gegn. En vonandi fáum við að sjá snilld frá mönnum eins og Shaqiri, Mané, Firmino og Salah - jafnvel Keita, sem þyrfti alveg endilega að fara að sýna hvað í honum býr. Alvanur því að spila fótbolta á bílastæðum og umferðargötum.
Það er alveg ótrúlega góð staða á okkar mönnum. Það er að segja, liðið er með góða forystu á toppi deildarinnar og hefur nokkrum sinnum í vetur náð fullu húsi út úr viðureignum sem við höfum ekkert endilega átt mikið skilið úr. Það er í raun alveg ný staða - og minnir helst á gullaldarárin hér í fyrndinni.
Það eru reyndar smá meiðslavandræði, sérstaklega á varnarmönnunum. Joe Gomez og Joel Matip eru frá og TAA er tæpur.
Ég get engan veginn gert mér í hugarlund hvernig byrjunarliðið verður, en ég reikna með Clyne, Lovren, Van Dijk og Robertson í vörninni. Annað verður bara að koma í ljós, en ég vona að miðjan verði ekki allt of hæg. Við þurfum skapandi meenn þar eins og Shaqiri og Keita.
Það eru tveir risaleikir framundan þannig að hugsanlega verða einhverjar kanónur hvíldar í dag. Kannski fær Sturridge sjénsinn frammi og kannski einhverjir aðrir. Hvað veit ég?
Ég veit bara að þetta verður hund erfðiur leikur. Ég spái 1-1. Newcastle skorar úr víti.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan