| Sf. Gutt

Í síðasta deildarleik Liverpool fyrir frestun deildarinnar, þegar Bournemouth kom í heimsókn á Anfield, kom Dominic Solanke inn á sem varamaður. Hann fékk hlýjar móttökur og það sama gilti á síðasta keppnistímabili þegar hann kom inn á í leik liðanna á sama stað. Stuðningsmenn Liverpool stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Dominic og hann kunni vel að meta móttökurnar.
Dominic hefur ekki náð sér á strik hjá Bournemouth eftir að hann fór þangað frá Liverpool í byrjun síðasta árs. Dominic taldi sig hafa haft gott af dvölinni hjá Liverpool en þar var hann tvær leiktíðir. Hann sendi Liverpool til dæmis fallega kveðju á Twitter þegar hann yfirgaf félagið.
,,Mig langaði bara til að þakka @LFC innilega fyrir síðustu tvær leiktíðir. Ég hef lært margt sem mun nýtast mér í náinni framtíð! Mér var tekið opnum örmum af öllu starfsfólkinu, stuðningsmönnunum og leikmönnum og ég er fullur þakklætis. Ég óska ykkur alls hins besta á þessari leiktíð og um ókomna tíð! #YNWA"
Dominic lék 27 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Hann hóf ferilinn hjá Chelsea en lék aðeins einn leik fyrir félagið. Hann lék eina leiktíð, 2015/16, sem lánsmaður hjá Vitesse í Hollandi. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands og einn aðallandsleik. Dominic var valinn maður mótsins þegar England vann HM undir 17 ára árið 2017. Enn sem komið er hefur ekki náð eins langt og þá var talið.
TIL BAKA
Hlýjar móttökur!

Í síðasta deildarleik Liverpool fyrir frestun deildarinnar, þegar Bournemouth kom í heimsókn á Anfield, kom Dominic Solanke inn á sem varamaður. Hann fékk hlýjar móttökur og það sama gilti á síðasta keppnistímabili þegar hann kom inn á í leik liðanna á sama stað. Stuðningsmenn Liverpool stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Dominic og hann kunni vel að meta móttökurnar.
Dominic hefur ekki náð sér á strik hjá Bournemouth eftir að hann fór þangað frá Liverpool í byrjun síðasta árs. Dominic taldi sig hafa haft gott af dvölinni hjá Liverpool en þar var hann tvær leiktíðir. Hann sendi Liverpool til dæmis fallega kveðju á Twitter þegar hann yfirgaf félagið.

,,Mig langaði bara til að þakka @LFC innilega fyrir síðustu tvær leiktíðir. Ég hef lært margt sem mun nýtast mér í náinni framtíð! Mér var tekið opnum örmum af öllu starfsfólkinu, stuðningsmönnunum og leikmönnum og ég er fullur þakklætis. Ég óska ykkur alls hins besta á þessari leiktíð og um ókomna tíð! #YNWA"

Dominic lék 27 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Hann hóf ferilinn hjá Chelsea en lék aðeins einn leik fyrir félagið. Hann lék eina leiktíð, 2015/16, sem lánsmaður hjá Vitesse í Hollandi. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands og einn aðallandsleik. Dominic var valinn maður mótsins þegar England vann HM undir 17 ára árið 2017. Enn sem komið er hefur ekki náð eins langt og þá var talið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan