| Sf. Gutt
Baráttan um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram annað kvöld. Liverpool fer suður til Southampton og enn einu sinni dugar ekkert annað en sigur ef hægt á að vera að skáka Manchester City sem náði efsta sætinu í deildinni í gærkvöldi. Liverpool komst í efsta sætið á sunnudaginn eftir ótrúlegt sigurmark á síðustu mínútu leiksins á móti Tottenham Hotspur. City svaraði með öruggum sigri á Cardifff. Svona hefur þetta gengið í síðustu umferðum og ekki er útlit á öðru en áframhald verði á til loka leiktíðar. Vonandi endar þó Liverpool á toppnum!
Mín skoðun er sú að Liverpool þurfi að vinna alla deildarleikina sem eftir eru og það muni hugsanlega ekki duga til. Manchester City vinnur deildina með því að vinna þá leiki sem liðið á eftir sama hvað Liverpool gerir. Það má ekkert út af bera. Svo einfalt er það!
Liverpool hefur sýnt mikla seiglu í síðustu leikjum og herjað fram nauðsynlega sigra. En liðið þarf að spila aðeins betur og gera út um leiki á meðan það hefur yfirhöndina án þess að hleypa andstæðingum inn í leikina. Burnley, Fulham og Tottenham hafa komist inn í leiki eftir að Liverpool virtist hafa öll tök á þeim. En sigrar hafa unnist og það er fyrir mestu. Reyndar ætti Liverpool að hafa góða forystu í deildinni ef miðað er við hversu mörg stig liðið hefur. En Manchester City er ekkert venjulegt lið!
Southampton var lengi vel í vandræðum í deildinni en eftir stjóraskipti hefur gengi liðsins smá saman snúist til betri vegar. Þó liðið hafi unnið góða sigra að undanförnu þá er liðið enn í fallhættu. Það er því ekki nein hætta á að Liverpool fái eitthvað gefins í Southampton. Liverpool þarf að vinna og gerir það með 0:2 sigri. Moahmed Salah og Sadio Mané skora mörkin. Áfram gakk!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Southampton v Liverpool
Baráttan um Englandsmeistaratitilinn heldur áfram annað kvöld. Liverpool fer suður til Southampton og enn einu sinni dugar ekkert annað en sigur ef hægt á að vera að skáka Manchester City sem náði efsta sætinu í deildinni í gærkvöldi. Liverpool komst í efsta sætið á sunnudaginn eftir ótrúlegt sigurmark á síðustu mínútu leiksins á móti Tottenham Hotspur. City svaraði með öruggum sigri á Cardifff. Svona hefur þetta gengið í síðustu umferðum og ekki er útlit á öðru en áframhald verði á til loka leiktíðar. Vonandi endar þó Liverpool á toppnum!
Mín skoðun er sú að Liverpool þurfi að vinna alla deildarleikina sem eftir eru og það muni hugsanlega ekki duga til. Manchester City vinnur deildina með því að vinna þá leiki sem liðið á eftir sama hvað Liverpool gerir. Það má ekkert út af bera. Svo einfalt er það!
Liverpool hefur sýnt mikla seiglu í síðustu leikjum og herjað fram nauðsynlega sigra. En liðið þarf að spila aðeins betur og gera út um leiki á meðan það hefur yfirhöndina án þess að hleypa andstæðingum inn í leikina. Burnley, Fulham og Tottenham hafa komist inn í leiki eftir að Liverpool virtist hafa öll tök á þeim. En sigrar hafa unnist og það er fyrir mestu. Reyndar ætti Liverpool að hafa góða forystu í deildinni ef miðað er við hversu mörg stig liðið hefur. En Manchester City er ekkert venjulegt lið!
Southampton var lengi vel í vandræðum í deildinni en eftir stjóraskipti hefur gengi liðsins smá saman snúist til betri vegar. Þó liðið hafi unnið góða sigra að undanförnu þá er liðið enn í fallhættu. Það er því ekki nein hætta á að Liverpool fái eitthvað gefins í Southampton. Liverpool þarf að vinna og gerir það með 0:2 sigri. Moahmed Salah og Sadio Mané skora mörkin. Áfram gakk!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan