| Sf. Gutt
Harvey Elliott á nokkur met á ferilskrá sinni. Hann er til dæmis yngsti leikmaður til að spila í Úrvalsdeildinni á Englandi og líka Deilarbikarnum.
Þann 25. september 2018 komst Harvey Elliott fyrst í sögubækurnar. Hann setti þá met sem yngsti leikmaður til að spila fyrir hönd Fulham. Harvey var aðeins 15 ára og 174 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður í 1:3 útisigri Fulham á Millwall. Ekki var nóg með að Harvey væri yngsti leikmaður í sögu Fulham. Hann var þar með yngsti leikmaður til að spila í Deildarbikarnum en leikurinn var í þeirri keppni. Harvey var þá enn í skóla og varð að mæta daginn eftir að hafa komist í sögubækurnar!
Seinna metið setti hann með Fulham síðasta vor. Hann var bara 16 ára og 30 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður þegar Fulham tapaði 1:0 fyrir Wolverhampton Wanderes þann 4. maí.
Harvey Elliott lék einungis þrjá leiki með Fulham áður en hann gekk til liðs við Liverpool í sumar. Í tveimur þeirra setti hann sem sagt aldursmet!
Víst er að Harvey Elliott er geysilega efnilegur leikmaður. Það kemur svo í ljós á næstu árum hversu langt hann nær!
TIL BAKA
Sá yngsti í tveimur keppnum!

Harvey Elliott á nokkur met á ferilskrá sinni. Hann er til dæmis yngsti leikmaður til að spila í Úrvalsdeildinni á Englandi og líka Deilarbikarnum.
Þann 25. september 2018 komst Harvey Elliott fyrst í sögubækurnar. Hann setti þá met sem yngsti leikmaður til að spila fyrir hönd Fulham. Harvey var aðeins 15 ára og 174 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður í 1:3 útisigri Fulham á Millwall. Ekki var nóg með að Harvey væri yngsti leikmaður í sögu Fulham. Hann var þar með yngsti leikmaður til að spila í Deildarbikarnum en leikurinn var í þeirri keppni. Harvey var þá enn í skóla og varð að mæta daginn eftir að hafa komist í sögubækurnar!
Seinna metið setti hann með Fulham síðasta vor. Hann var bara 16 ára og 30 daga gamall þegar hann kom inn á sem varamaður þegar Fulham tapaði 1:0 fyrir Wolverhampton Wanderes þann 4. maí.

Harvey Elliott lék einungis þrjá leiki með Fulham áður en hann gekk til liðs við Liverpool í sumar. Í tveimur þeirra setti hann sem sagt aldursmet!
Víst er að Harvey Elliott er geysilega efnilegur leikmaður. Það kemur svo í ljós á næstu árum hversu langt hann nær!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan