| Sf. Gutt
Björgun James Milner við marklínuna á móti Bournemouth fór beinustu leið í annála Liverpool. Trúlega sá James með henni um að Liverpool vann sigur í leiknum. Víst er að björgunin verður lengi í minnum höfð! Jürgen Klopp dró ekki úr því eftir leik og sagði að James hefði verið lífsbjörg!
,,Millie bjargaði lífi okkar. Þetta hjálpaði gríðarlega mikið. Mér fannst virkilega að við hefðum unnið verðskuldaðan sigur í dag. Við áttum góð færi sem við nýttum ekki. En aftur og enn var ég mjög ángður með hvernig við brugðumst við mótlæti sem við lentum í á mismunandi tímapunktum í leiknum. Ég var því hæst ánægður eftir að lokaflautið gall!"
Bæði James Milner og Jordan Henderson hafa verið meiddir síðustu vikurnar. James er nú kominn aftur til leiks og Jürgen Klopp er ánægður með það.
,,Það er alls ekki gott að Millie og Hendo hafa verið að mestu fjarri búningherberginu á sama tíma. Þeirra verk eru nefnilega ekki bara unnin úti á vellinum. Ég gleðst því fyrir hönd Millie að hann gat komið til hjálpar í þessari stöðu. Ég var auðvitað ekki ánægður með stöðuna sem kom upp. En ég var mjög ánægður þegar Millie bjargaði. Frábær leikur. Hann sagði öllum heiminum og hundunum þeirra fyrir tveimur árum að hann væri ekki hrifinn af því að spila þessa stöðu á vellinum. En það kemur fyrir að honum finnst þessi staða bara fín. Hann var mjög góður í leiknum og lék mikilvægt hlutverk. Sem sagt allt í fínasta lagi!"
TIL BAKA
Millie bjargaði lífi okkar!
Björgun James Milner við marklínuna á móti Bournemouth fór beinustu leið í annála Liverpool. Trúlega sá James með henni um að Liverpool vann sigur í leiknum. Víst er að björgunin verður lengi í minnum höfð! Jürgen Klopp dró ekki úr því eftir leik og sagði að James hefði verið lífsbjörg!
,,Millie bjargaði lífi okkar. Þetta hjálpaði gríðarlega mikið. Mér fannst virkilega að við hefðum unnið verðskuldaðan sigur í dag. Við áttum góð færi sem við nýttum ekki. En aftur og enn var ég mjög ángður með hvernig við brugðumst við mótlæti sem við lentum í á mismunandi tímapunktum í leiknum. Ég var því hæst ánægður eftir að lokaflautið gall!"
Bæði James Milner og Jordan Henderson hafa verið meiddir síðustu vikurnar. James er nú kominn aftur til leiks og Jürgen Klopp er ánægður með það.
,,Það er alls ekki gott að Millie og Hendo hafa verið að mestu fjarri búningherberginu á sama tíma. Þeirra verk eru nefnilega ekki bara unnin úti á vellinum. Ég gleðst því fyrir hönd Millie að hann gat komið til hjálpar í þessari stöðu. Ég var auðvitað ekki ánægður með stöðuna sem kom upp. En ég var mjög ánægður þegar Millie bjargaði. Frábær leikur. Hann sagði öllum heiminum og hundunum þeirra fyrir tveimur árum að hann væri ekki hrifinn af því að spila þessa stöðu á vellinum. En það kemur fyrir að honum finnst þessi staða bara fín. Hann var mjög góður í leiknum og lék mikilvægt hlutverk. Sem sagt allt í fínasta lagi!"
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan