| Sf. Gutt
Liverpool mátti hafa fyrir því að vinna Brighton 1:3 í hörkuleik á útivelli. En meistararnir sýndu styrk og eru nú komnir yfir 90 stig í deildinni annað keppnistímabilið í röð. Magnað afrek!
Liverpool fékk óskabyrjun og eftir átta mínútur voru meistararnir búnir að skora tvisvar. Fyrst á 6. mínútu. Naby Keita rændi þá boltanum við vótateiginn og gaf fyrir markið. Roberto Firmino lét boltann fara á Mohamed Salah sem skoraði með öruggu skoti út við stöng vinstra megin.
Tveimur mínútum seinna vann Naby boltann aftur. Hann kom honum fram á Roberto sem gaf á Mohamed. Hann lagði boltann til baka við vítateiginn á Jordan Henderson sem skoraði með föstu viðstöðulausu skoti við vítateigsbogann. Glæsilegt mark hjá fyrirliðanum!
Liverpool hafði öll völd fyrstu mínúturnar en heimamenn hertu sig á eftir um 20 mínútur komst Neco Williams, sem byrjaði fyrir Andrew Robertson, á síðustu stundu fyrir skot rétt við markteiginn. Alisson Becker varði svo skot frá Neal Maupay af stuttu færi og Baby bjargaði í horn.
Barátta heimamanna skilaði sér á síðustu mínútu hálfleiksins þegar Tariq Lamptey sendi góða sendingu fyrir markið frá hægri. Sendingin hitti beint á Leandro Trossard sem smellhitti boltann og Alisson átti ekki möguleika. Nú voru heimamenn komnir inn í leikinn!
Jürgen Klopp skipti Neco af velli í hálfleik. Hann hafði reyndar átt býsna góðan leik en var kominn með gult spjald. Ekki vartekin nein áhætta og Andrew kom inn í sína stöðu. Leikmenn Brighton voru mjög grimmir framan af síðari hálfleik og áttu margar góðar sóknir. Á 60. mínútu munaði litlu að heimamenn jöfnuðu. Eftir sendingu frá hægri henti Davy Pröpper sér fram og skallaði fyrir á Dan Burn sem fékk boltann dauðafrír. Hann hitti á hinn bóginn boltann illa. Boltinn skoppaði reyndar að markinu en Georginio Wijnaldum hreinsaði. Þar munaði litlu.
Fabinho Tavarez og Sadio Mané voru nú sendir til leiks og leikur Liverpool varð öruggari í kjölfarið. Á 76. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Andrew tók spyrnuna og sendi í átt að markteigshorninu nær. Þangað mætti Mohamed, beygði sig fram og skallaði boltann rakleitt í markið. Frábær samvinna hjá þeim félögum.
Nú hafði Liverpool öll völd til leiksloka. Undir lok leiksins fékk Liverpool þrjú góð færi. Fyrst þegar fjórar mínútur voru eftir en þá skallaði Georginio yfir úr góðu færi. Í viðbótartíma fékk Mohamed boltann í markteignum eftir fyrirgjöf Andrew sem heimamenn náðu ekki að koma frá en Mat Ryan varði. Í síðustu sókninni sendi Andrew enn og aftur fyrir. Sendingin fór beint á Mohamed en hann skallaði óvaldaður yfir úr dauðafæri. Þar hefði hann átt að ná þrennu en sigurinn var fyrir öllu!
Mark Brigton and Hove Albion: Leandro Trossard (45. mín.).
Gult spjald: Tariq Lamptey.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (6. og 76. mín.) og Jordan Henderson (8. mín.).
Gul spjöld: Neco Williams, Sadio Mané, Fabinho Tavarez og Joe Gomez.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var frábær í sókninni. Hann hefði reyndar átt að skora þrjú eða fjögur mörk en hann var ógnandi allan leikinn auk þess að skora tvisvar og leggja eitt upp.
Jürgen Klopp: Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði en sigurinn var sanngjarn. Við skiluðum okkar verki lengst af í leiknum en ekki alveg. Svoleiðis var það nú. Mér fannst við byrja mjög vel og svo enduðum við leikinn mjög vel. Þar á milli gáfum við Brighton heldur mikil færi á okkur.
- Mohamed Salah er kominn með 23 mörk á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í fjórða sinn á keppnistímabilinu.
- Þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa nú skoraði samtals 250 mörk fyrir Liverpool.
- Liverpool vann sinn 30. deildarleik á leiktíðinni. Það er jöfnun á félagsmeti.
- Ekkert lið í efstu deild hefur náð því að vinna 30 leiki í jafnfáum leikjum. Liverpool náði 30 sigrum í 34 leikjum.
- Liverpool vann sinn 13. útileik í deildinni. Það er jöfnun á félagsmeti.
- Fyrra mark Mohamed kom eftir að Liverpool hafði leikið sjö klukkustundir og 47 mínútur án þess að skora mark á útivelli.
- Eftir svona langan tíma án marks á útivelli komu tvö á 127 sekúndum!
TIL BAKA
Góður útisigur
Liverpool mátti hafa fyrir því að vinna Brighton 1:3 í hörkuleik á útivelli. En meistararnir sýndu styrk og eru nú komnir yfir 90 stig í deildinni annað keppnistímabilið í röð. Magnað afrek!
Liverpool fékk óskabyrjun og eftir átta mínútur voru meistararnir búnir að skora tvisvar. Fyrst á 6. mínútu. Naby Keita rændi þá boltanum við vótateiginn og gaf fyrir markið. Roberto Firmino lét boltann fara á Mohamed Salah sem skoraði með öruggu skoti út við stöng vinstra megin.
Tveimur mínútum seinna vann Naby boltann aftur. Hann kom honum fram á Roberto sem gaf á Mohamed. Hann lagði boltann til baka við vítateiginn á Jordan Henderson sem skoraði með föstu viðstöðulausu skoti við vítateigsbogann. Glæsilegt mark hjá fyrirliðanum!
Liverpool hafði öll völd fyrstu mínúturnar en heimamenn hertu sig á eftir um 20 mínútur komst Neco Williams, sem byrjaði fyrir Andrew Robertson, á síðustu stundu fyrir skot rétt við markteiginn. Alisson Becker varði svo skot frá Neal Maupay af stuttu færi og Baby bjargaði í horn.
Barátta heimamanna skilaði sér á síðustu mínútu hálfleiksins þegar Tariq Lamptey sendi góða sendingu fyrir markið frá hægri. Sendingin hitti beint á Leandro Trossard sem smellhitti boltann og Alisson átti ekki möguleika. Nú voru heimamenn komnir inn í leikinn!
Jürgen Klopp skipti Neco af velli í hálfleik. Hann hafði reyndar átt býsna góðan leik en var kominn með gult spjald. Ekki vartekin nein áhætta og Andrew kom inn í sína stöðu. Leikmenn Brighton voru mjög grimmir framan af síðari hálfleik og áttu margar góðar sóknir. Á 60. mínútu munaði litlu að heimamenn jöfnuðu. Eftir sendingu frá hægri henti Davy Pröpper sér fram og skallaði fyrir á Dan Burn sem fékk boltann dauðafrír. Hann hitti á hinn bóginn boltann illa. Boltinn skoppaði reyndar að markinu en Georginio Wijnaldum hreinsaði. Þar munaði litlu.
Fabinho Tavarez og Sadio Mané voru nú sendir til leiks og leikur Liverpool varð öruggari í kjölfarið. Á 76. mínútu fékk Liverpool horn frá hægri. Andrew tók spyrnuna og sendi í átt að markteigshorninu nær. Þangað mætti Mohamed, beygði sig fram og skallaði boltann rakleitt í markið. Frábær samvinna hjá þeim félögum.
Nú hafði Liverpool öll völd til leiksloka. Undir lok leiksins fékk Liverpool þrjú góð færi. Fyrst þegar fjórar mínútur voru eftir en þá skallaði Georginio yfir úr góðu færi. Í viðbótartíma fékk Mohamed boltann í markteignum eftir fyrirgjöf Andrew sem heimamenn náðu ekki að koma frá en Mat Ryan varði. Í síðustu sókninni sendi Andrew enn og aftur fyrir. Sendingin fór beint á Mohamed en hann skallaði óvaldaður yfir úr dauðafæri. Þar hefði hann átt að ná þrennu en sigurinn var fyrir öllu!
Mark Brigton and Hove Albion: Leandro Trossard (45. mín.).
Gult spjald: Tariq Lamptey.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (6. og 76. mín.) og Jordan Henderson (8. mín.).
Gul spjöld: Neco Williams, Sadio Mané, Fabinho Tavarez og Joe Gomez.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var frábær í sókninni. Hann hefði reyndar átt að skora þrjú eða fjögur mörk en hann var ógnandi allan leikinn auk þess að skora tvisvar og leggja eitt upp.
Jürgen Klopp: Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði en sigurinn var sanngjarn. Við skiluðum okkar verki lengst af í leiknum en ekki alveg. Svoleiðis var það nú. Mér fannst við byrja mjög vel og svo enduðum við leikinn mjög vel. Þar á milli gáfum við Brighton heldur mikil færi á okkur.
Fróðleikur
- Mohamed Salah er kominn með 23 mörk á leiktíðinni.
- Jordan Henderson skoraði í fjórða sinn á keppnistímabilinu.
- Þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Roberto Firmino hafa nú skoraði samtals 250 mörk fyrir Liverpool.
- Liverpool vann sinn 30. deildarleik á leiktíðinni. Það er jöfnun á félagsmeti.
- Ekkert lið í efstu deild hefur náð því að vinna 30 leiki í jafnfáum leikjum. Liverpool náði 30 sigrum í 34 leikjum.
- Liverpool vann sinn 13. útileik í deildinni. Það er jöfnun á félagsmeti.
- Fyrra mark Mohamed kom eftir að Liverpool hafði leikið sjö klukkustundir og 47 mínútur án þess að skora mark á útivelli.
- Eftir svona langan tíma án marks á útivelli komu tvö á 127 sekúndum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan