| Sf. Gutt
Rhian Brewster hefur skorað þrjú mörk í þeim tveimur æfingaleikjum sem Liverpool hefur leikið núna síðustu daga. Hann segist reyna að nýta hvert tækifæri til að láta að sér kveða. Í gær jafnaði hann leikinn gegn Red Bull Salzburg eftir að Liverpool hafði lent 2:0 undir. Á laugardaginn skoraði hann eitt mark í 3:0 sigri Liverpool á Stuttgart.
,,Það er gott að koma inn á og skora tvö mörk en þetta snýst um að leggja hart að sér og vinna sig í álit. Það er ekki spurning um að þetta var erfitt en það var auðvitað mjög gott að skora tvisvar. En mér finnst að þetta snúist ekki um mörk á þessum tímapunkti. Aðalatriðið er að leggja hart að sér fyrir liðið og ég er að reyna það."
,,Auðvitað vill maður nota hver einasta tækifæri eins og hægt er. Það er aldrei að vita hvort þetta verður síðasti leikurinn sem maður spilar og svo framvegis. Þess vegna reyni ég mitt allra besta í hverjum leik. Maður vill auðvitað vinna sig í álit hjá framkvæmdastjóranum. Ég er að reyna það. Ég legg eins mikið á mig og ég get og ekki spillir fyrir að skora."
Rhian stóð sig mjög vel sem lánsmaður hjá Swansea City eftir áramót og skoraði 11 mörk í 22 leikjum. Hann segir að dvölin hjá Swansea hafi gefið honum mikið.
Rhian er búinn að spila þrjá leiki fyrir aðallið Liverpool. Hann var í liðshópi Liverpool sem varð Evrópumeistari og Stórbikarmeistari 2019. Hann hefur fullan hug á að bæta við verðlaunasafnið á laugardaginn þegar Liverpool mætir Arsenal í leikjum um Samfélagsskjöldinn.
,,Endilega að vinna leikinn! Auðvitað vill maður byrja keppnistímabilið vel og við eigum möguleika á að vinna til verðlauna eftir þrjá eða fjóra daga. Það er frábært að eiga kost á því á móti Arsenal. Ekki spurning. Gerum atlögu að því að vinna leikinn!"
Það verður spennandi að sjá hvort Rhian Brewster fær tækifæri til að spila á móti Arsenal á Wembley. Hver veit nema þessi efnilegi leikmaður eigi eftir að koma við sögu!
TIL BAKA
Reyni að vinna mig í álit
Rhian Brewster hefur skorað þrjú mörk í þeim tveimur æfingaleikjum sem Liverpool hefur leikið núna síðustu daga. Hann segist reyna að nýta hvert tækifæri til að láta að sér kveða. Í gær jafnaði hann leikinn gegn Red Bull Salzburg eftir að Liverpool hafði lent 2:0 undir. Á laugardaginn skoraði hann eitt mark í 3:0 sigri Liverpool á Stuttgart.
,,Það er gott að koma inn á og skora tvö mörk en þetta snýst um að leggja hart að sér og vinna sig í álit. Það er ekki spurning um að þetta var erfitt en það var auðvitað mjög gott að skora tvisvar. En mér finnst að þetta snúist ekki um mörk á þessum tímapunkti. Aðalatriðið er að leggja hart að sér fyrir liðið og ég er að reyna það."
,,Auðvitað vill maður nota hver einasta tækifæri eins og hægt er. Það er aldrei að vita hvort þetta verður síðasti leikurinn sem maður spilar og svo framvegis. Þess vegna reyni ég mitt allra besta í hverjum leik. Maður vill auðvitað vinna sig í álit hjá framkvæmdastjóranum. Ég er að reyna það. Ég legg eins mikið á mig og ég get og ekki spillir fyrir að skora."
Rhian stóð sig mjög vel sem lánsmaður hjá Swansea City eftir áramót og skoraði 11 mörk í 22 leikjum. Hann segir að dvölin hjá Swansea hafi gefið honum mikið.
Rhian er búinn að spila þrjá leiki fyrir aðallið Liverpool. Hann var í liðshópi Liverpool sem varð Evrópumeistari og Stórbikarmeistari 2019. Hann hefur fullan hug á að bæta við verðlaunasafnið á laugardaginn þegar Liverpool mætir Arsenal í leikjum um Samfélagsskjöldinn.
,,Endilega að vinna leikinn! Auðvitað vill maður byrja keppnistímabilið vel og við eigum möguleika á að vinna til verðlauna eftir þrjá eða fjóra daga. Það er frábært að eiga kost á því á móti Arsenal. Ekki spurning. Gerum atlögu að því að vinna leikinn!"
Það verður spennandi að sjá hvort Rhian Brewster fær tækifæri til að spila á móti Arsenal á Wembley. Hver veit nema þessi efnilegi leikmaður eigi eftir að koma við sögu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan