| Sf. Gutt
Englandsmeistarar Liverpool guldu afhroð á Villa Park. Aston Villa vann 7:2 og stærsta tap Liverpool frá 1963 varð staðreynd. Óásættanleg úrslit hvernig sem á er litið!
Stærsta fréttin fyrir leik var sú að Alisson Becker yrði frá vegna meiðsla næstu vikurnar. Við bættist að Sadio Mané og Tiago Acantara voru veikir heima.
Aston Villa hafði unnið fyrstu leiki sína í deildinni fékk óskabyrjun og skoraði á 4. mínútu. Adrián San Miguel átti þá mislukkaða sendingu innan vítateigs sem rataði til Jack Grealish sem sendi fyrir markið á Ollie Watkins og hann renndi boltanum í autt markið. Bæði lið fengu færi á næstu mínútum en heimamenn bættu við marki á 22. mínútu. Ollie fékk boltann úti til vinstri, lék á Joe Gomez og smellti svo boltanum upp í hornið fjær óverjandi fyrir Adrián. Glæsileg afgreiðsla.
Liverpool komst inn í leikinn á 33. mínútu. Mohamed Salah fékk þá boltann í vítateignum og skoraði út í vinstra hornið. Vel gert. Mohamed hefði svo átt að fá víti þegar hann var felldur inn í vítateig en ekkert var dæmt sem var mjög undarlegt.
Þetta dugði skammt því tveimur mínútum seinna fékk John McGinn boltann utan vítateigs. Skot hans stefndi framhjá en fór í Virgil van Dijk og þaðan í markið! Fjórum mínútum seinna fékk Aston Villa aukaspyrnu. Boltinn var sendur út til vinstri. Vörn Liverpool var sofandi. Leikmaður Villa fékk boltann, sendi fyrir beint á Ollie sem skallaði í mark! Hugsanlega var rangstaða á Villa en ekkert dæmt eftir sjónvarpsskoðun. Staðan 4:1 í hálfleik!
Eftir fimm mínútur versnaði staðan ennþá þegar Ross Barkley átti skot utan vítateigs sem fór í Trent Alexander-Arnold og þeyttist af honum upp í hornið. Enn liðu fimm mínútur. Roberto sendi fram á Mohamed sem tók við boltanum rétt við vítateiginn hægra megin. Hann lék inn í teiginn og skoraði af öryggi neðst í nærhornið.
Ekki dugði þetta frekar en fyrra markið. Sex mínútum seinna fékk Jack boltann og skoraði með skoti sem fór í Fabinho Tavarez. Þriðja markið sem fór af varnarmanni! Þegar stundarfjórðungur var eftir slapp Jack í gegn, æddi fram og skoraði óverjandi. Vörn Liverpool gersamlega úti á túni og allt í rulgi. Reyndar var merkilegt að þjálfaralið Liverpool skyldi ekki færa vörn Liverpool aftar en henni var stillt upp mjög framarlega. Eftir þetta átti Ollie skot í þverslá úr dauðafæri og Adrián hafði áður varið frá honum einum á móti einum eftir að hann slapp einn í gegn en lokastaðan 7:2! Skammarlegt tap og það stærsta frá árinu 1963!
Þessi úrslit eru fullkomlega óásættanleg. Vörn Liverpool var úti á túni og leikmenn andlausir. Samt hefði Liverpool getað skorað fleiri mörk og hefði átt á fá víti á mikilvægum tímapunkti. Villa hefði reyndar getað skorað fleiri mörk. Adrián átti alla sök á fyrsta markinu en hann átti litla sem enga möguleika í hinum sex. Til dæmis komu þrjú mörk eftir að boltinn breytti um stefnu eftir skot leikmanna Villa. Það er því óþarfi að kenna honum um allt eins og sumir hafa gert. Að sumu furðuleg úrslit en það breytir því ekki að Jürgen Klopp og ráðgjafar hans þurfa að skoða eitt og annað í leik liðsins fyrir komandi leiki eftir landsleikjahlé sem nú tekur við.
Aston Villa: Martínez, Cash (El Mohamady 80. mín.), Konsa, Mings, Targett, Douglas Luiz (Nakamba 80. mín.), McGinn, Trézéguet (Traoré 87. mín.), Barkley, Grealish og Watkins. Ónotaðir varamenn: Steer, Hourihane, El Ghazi og Davis.
Mörk Aston Villa: Ollie Watkins (4., 22. og 39. mín.), John McGinn (35. mín.), Ross Barkley (55. mín.) og Jack Grealish (66. og 75. mín.).
Gul spjöld: Douglas Luiz og Marvelous Nakamba.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Gomez (Jones 61. mín.), van Dijk, Robertson, Keita (Minamino 45. mín.) Fabinho, Wijnaldum, Salah, Firmino (Milner 68. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Henderson, Origi og N. Williams.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (30. og 60. mín.).
Gult spjald: Virgil van Dijk.
Jürgen Klopp: Það var bara eins og við töpuðum þræðinum þegar við lentum 1:0 undir.
- Liverpool tapaði sínum fyrsta deildarleik á leiktíðinni.
- Þetta var stærsta tap Liverpool frá því í apríl 1963. Liverpool tapaði þá 7:2 fyrir Tottenham Hotspur á White Hart Lane.
- Englandsmeistarar hafa ekki tapað svona stórt frá því Sunderland vann Arsenal 7:1 í september 1953.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora fimm mörk á leiktíðinni.
TIL BAKA
Afhroð á Villa Park!
Englandsmeistarar Liverpool guldu afhroð á Villa Park. Aston Villa vann 7:2 og stærsta tap Liverpool frá 1963 varð staðreynd. Óásættanleg úrslit hvernig sem á er litið!
Stærsta fréttin fyrir leik var sú að Alisson Becker yrði frá vegna meiðsla næstu vikurnar. Við bættist að Sadio Mané og Tiago Acantara voru veikir heima.
Aston Villa hafði unnið fyrstu leiki sína í deildinni fékk óskabyrjun og skoraði á 4. mínútu. Adrián San Miguel átti þá mislukkaða sendingu innan vítateigs sem rataði til Jack Grealish sem sendi fyrir markið á Ollie Watkins og hann renndi boltanum í autt markið. Bæði lið fengu færi á næstu mínútum en heimamenn bættu við marki á 22. mínútu. Ollie fékk boltann úti til vinstri, lék á Joe Gomez og smellti svo boltanum upp í hornið fjær óverjandi fyrir Adrián. Glæsileg afgreiðsla.
Liverpool komst inn í leikinn á 33. mínútu. Mohamed Salah fékk þá boltann í vítateignum og skoraði út í vinstra hornið. Vel gert. Mohamed hefði svo átt að fá víti þegar hann var felldur inn í vítateig en ekkert var dæmt sem var mjög undarlegt.
Þetta dugði skammt því tveimur mínútum seinna fékk John McGinn boltann utan vítateigs. Skot hans stefndi framhjá en fór í Virgil van Dijk og þaðan í markið! Fjórum mínútum seinna fékk Aston Villa aukaspyrnu. Boltinn var sendur út til vinstri. Vörn Liverpool var sofandi. Leikmaður Villa fékk boltann, sendi fyrir beint á Ollie sem skallaði í mark! Hugsanlega var rangstaða á Villa en ekkert dæmt eftir sjónvarpsskoðun. Staðan 4:1 í hálfleik!
Eftir fimm mínútur versnaði staðan ennþá þegar Ross Barkley átti skot utan vítateigs sem fór í Trent Alexander-Arnold og þeyttist af honum upp í hornið. Enn liðu fimm mínútur. Roberto sendi fram á Mohamed sem tók við boltanum rétt við vítateiginn hægra megin. Hann lék inn í teiginn og skoraði af öryggi neðst í nærhornið.
Ekki dugði þetta frekar en fyrra markið. Sex mínútum seinna fékk Jack boltann og skoraði með skoti sem fór í Fabinho Tavarez. Þriðja markið sem fór af varnarmanni! Þegar stundarfjórðungur var eftir slapp Jack í gegn, æddi fram og skoraði óverjandi. Vörn Liverpool gersamlega úti á túni og allt í rulgi. Reyndar var merkilegt að þjálfaralið Liverpool skyldi ekki færa vörn Liverpool aftar en henni var stillt upp mjög framarlega. Eftir þetta átti Ollie skot í þverslá úr dauðafæri og Adrián hafði áður varið frá honum einum á móti einum eftir að hann slapp einn í gegn en lokastaðan 7:2! Skammarlegt tap og það stærsta frá árinu 1963!
Þessi úrslit eru fullkomlega óásættanleg. Vörn Liverpool var úti á túni og leikmenn andlausir. Samt hefði Liverpool getað skorað fleiri mörk og hefði átt á fá víti á mikilvægum tímapunkti. Villa hefði reyndar getað skorað fleiri mörk. Adrián átti alla sök á fyrsta markinu en hann átti litla sem enga möguleika í hinum sex. Til dæmis komu þrjú mörk eftir að boltinn breytti um stefnu eftir skot leikmanna Villa. Það er því óþarfi að kenna honum um allt eins og sumir hafa gert. Að sumu furðuleg úrslit en það breytir því ekki að Jürgen Klopp og ráðgjafar hans þurfa að skoða eitt og annað í leik liðsins fyrir komandi leiki eftir landsleikjahlé sem nú tekur við.
Aston Villa: Martínez, Cash (El Mohamady 80. mín.), Konsa, Mings, Targett, Douglas Luiz (Nakamba 80. mín.), McGinn, Trézéguet (Traoré 87. mín.), Barkley, Grealish og Watkins. Ónotaðir varamenn: Steer, Hourihane, El Ghazi og Davis.
Mörk Aston Villa: Ollie Watkins (4., 22. og 39. mín.), John McGinn (35. mín.), Ross Barkley (55. mín.) og Jack Grealish (66. og 75. mín.).
Gul spjöld: Douglas Luiz og Marvelous Nakamba.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Gomez (Jones 61. mín.), van Dijk, Robertson, Keita (Minamino 45. mín.) Fabinho, Wijnaldum, Salah, Firmino (Milner 68. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Henderson, Origi og N. Williams.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (30. og 60. mín.).
Gult spjald: Virgil van Dijk.
Maður leiksins: Mohamed Salah skoraði tvö mörk og átti að fá víti.
Jürgen Klopp: Það var bara eins og við töpuðum þræðinum þegar við lentum 1:0 undir.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði sínum fyrsta deildarleik á leiktíðinni.
- Þetta var stærsta tap Liverpool frá því í apríl 1963. Liverpool tapaði þá 7:2 fyrir Tottenham Hotspur á White Hart Lane.
- Englandsmeistarar hafa ekki tapað svona stórt frá því Sunderland vann Arsenal 7:1 í september 1953.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora fimm mörk á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot
Fréttageymslan