| Sf. Gutt
Mohamed Salah skoraði gegn Everton, sitt 100. mark fyrir Liverpool. Mörkin 100 hefur hann skorað í aðeins 159 leikjum. Einungis tveir leikmenn, Roger Hunt og Jack Parkinson, í sögu Liverpool hafa verið sneggri að ná 100 mörkum. Hér að neðan er listinn yfir þá tíu leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná 100 mörkum fyrir Liverpool.
Mörkin 100 skoraði Mohamed svona. Með vinstri fæti skoraði hann 79. Hægri fóturinn skilaði 17 mörkum og fjórum sinnum notaði hann höfuðið!
Eins og fyrr segir þá skoraði Mohamed mörkin 100 í 159 leikjum. Að auki lagði hann upp 41 mark í þessum leikjum. Magnað svo ekki sé meira sagt.
Mohamed er 17. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að ná því að skora 100 mörk. Steven Gerrard var næstur á undan Mohamed til að komast upp í 100 mörk. Hann náði því árið 2008. Hér að neðan eru 17 markahæstu leikmenn í sögu Liverpool.
TIL BAKA
Hundrað mörk Mohamed Salah
Mohamed Salah skoraði gegn Everton, sitt 100. mark fyrir Liverpool. Mörkin 100 hefur hann skorað í aðeins 159 leikjum. Einungis tveir leikmenn, Roger Hunt og Jack Parkinson, í sögu Liverpool hafa verið sneggri að ná 100 mörkum. Hér að neðan er listinn yfir þá tíu leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná 100 mörkum fyrir Liverpool.
Roger Hunt 144 leikir.
Jack Parkinson 153 leikir.
Mohamed Salah 159 leikir.
Robbie Fowler 165 leikir.
Sam Reybould 165 leikir.
Ian Rush 166 leikir.
Gordon Hodgson 170 leikir.
Michael Owen 184 leikir.
Harry Chambers 186 leikir.
Kenny Dalglish 241 leikur.
Mohamed opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool strax í sínum fyrsta leik. Það var 12. ágúst 2017 í 3:3 jafntefli á útivelli á móti Watford. Mark númer 50 kom á móti Red Star Belgrade 24. október 2018 í leik sem Liverpool vann 4:0 á Anfield. Hann náði svo 100. markinu á móti Everton í 2:2 jafntefli á Goodison Park 17. október 2020.
Mörkin 100 skoraði Mohamed svona. Með vinstri fæti skoraði hann 79. Hægri fóturinn skilaði 17 mörkum og fjórum sinnum notaði hann höfuðið!
Eins og fyrr segir þá skoraði Mohamed mörkin 100 í 159 leikjum. Að auki lagði hann upp 41 mark í þessum leikjum. Magnað svo ekki sé meira sagt.
Mohamed er 17. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að ná því að skora 100 mörk. Steven Gerrard var næstur á undan Mohamed til að komast upp í 100 mörk. Hann náði því árið 2008. Hér að neðan eru 17 markahæstu leikmenn í sögu Liverpool.
1 Ian Rush 346
2 Roger Hunt 285
3 Gordon Hodgson 241
4 Billy Liddell 228
5 Steven Gerrard 186
6 Robbie Fowler 183
7 Kenny Dalglish 172
8 Michael Owen 158
9 Harry Chambers 151
10 Sam Raybould 130
11 Jack Parkinson 128
12 Dick Forshaw 123
13 Ian St John 118
14 Jack Balmer 110
15 John Barnes 108
16 Mohamed Salah 100
17 Kevin Keegan 100
Það verður áhugavert að sjá hversu hátt Mohamed nær á þessum lista. Ef hann helst heill gæti hann komist upp fjögur, fimm sæti á þessari leiktíð.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan