| Sf. Gutt
Liverpool vs Aston Villa
Eftir útreið í Madríd skiptir öllu að komast aftur í gang á morgun þegar Aston Villa kemur í heimsókn á Anfield Road. Venjulega hefðu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool hlakkað til heimaleiks í Musterinu eftir slæman leik á útivelli en nú er öldin önnur. Liverpool hefur tapað sex síðustu leikjum sínum á Anfield og aðrar eins hrakfarir hafa aldrei átt sér stað á Anfield í sögu Liverpool! Þessi sex töp komu í kjölfar metrunu hvað varðar deildarleiki án taps á heimavelli. Liverpool hefur ekki unnið heimaleik í deildinni frá því á aðventu og nú eru páskar að baki og stutt í sumardaginn fyrsta. Bilað!
Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti en þessi er óhemju mikilvægur. Liverpool fór illa út úr síðasta leik. Liverpool er í baráttu um að ná einum af fjórum efstu sætum deildarinnar. Liverpool varð fyrir niðurlægingu í síðasta deildarleik við Aston Villa. Allar þessar staðreyndir styðja að Liverpool þarf fyrir alla muni að vinna á morgun!
Aston Villa slapp naumlega við fall á síðasta keppnistímabili en nú er liðið stutt á eftir Englandsmeisturunum. Reyndar hættulega stutt. Alþjóð man útreiðina sem Liverpool fékk á Villa Park í haust. Liverpool vann auðvitað ungliða Aston Villa á Villa Park í FA bikarnum en sá leikur er ekki marktækur í samhengi við deildarleiki.
Það er alveg rannsóknarefni hversu illa Liverpool hefur gengið á Anfield í síðustu leikjum. Allir, utan einn, hafa tapast með einu marki. Það er 0:1! Leikmönnum Liverpool hefur verið fyrirmunað að skora á Anfield þar sem mörkunum hefur rignt síðustu misseri.
Líklega verða einhverjar breytingar gerðar á liði Liverpool frá því í leiknum á móti Real Madrid. Samt er ekki gott að ráða í hverjar þær verða. Í það minnsta verða leikmenn Liverpool að fara að vinna heimaleik. Það er víst ekki í boði að spila á Puskas leikvaginum í deildinni! Ég spái því að Liverpool vinni 2:0 eins og liðið gerði í fyrsta leiknum eftir að Englandsmeistaratitillinn vannst í fyrrasumar. Diogo Jota og Mohamed Salah skora mörkin!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Aston Villa
Eftir útreið í Madríd skiptir öllu að komast aftur í gang á morgun þegar Aston Villa kemur í heimsókn á Anfield Road. Venjulega hefðu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool hlakkað til heimaleiks í Musterinu eftir slæman leik á útivelli en nú er öldin önnur. Liverpool hefur tapað sex síðustu leikjum sínum á Anfield og aðrar eins hrakfarir hafa aldrei átt sér stað á Anfield í sögu Liverpool! Þessi sex töp komu í kjölfar metrunu hvað varðar deildarleiki án taps á heimavelli. Liverpool hefur ekki unnið heimaleik í deildinni frá því á aðventu og nú eru páskar að baki og stutt í sumardaginn fyrsta. Bilað!
Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti en þessi er óhemju mikilvægur. Liverpool fór illa út úr síðasta leik. Liverpool er í baráttu um að ná einum af fjórum efstu sætum deildarinnar. Liverpool varð fyrir niðurlægingu í síðasta deildarleik við Aston Villa. Allar þessar staðreyndir styðja að Liverpool þarf fyrir alla muni að vinna á morgun!
Aston Villa slapp naumlega við fall á síðasta keppnistímabili en nú er liðið stutt á eftir Englandsmeisturunum. Reyndar hættulega stutt. Alþjóð man útreiðina sem Liverpool fékk á Villa Park í haust. Liverpool vann auðvitað ungliða Aston Villa á Villa Park í FA bikarnum en sá leikur er ekki marktækur í samhengi við deildarleiki.
Það er alveg rannsóknarefni hversu illa Liverpool hefur gengið á Anfield í síðustu leikjum. Allir, utan einn, hafa tapast með einu marki. Það er 0:1! Leikmönnum Liverpool hefur verið fyrirmunað að skora á Anfield þar sem mörkunum hefur rignt síðustu misseri.
Líklega verða einhverjar breytingar gerðar á liði Liverpool frá því í leiknum á móti Real Madrid. Samt er ekki gott að ráða í hverjar þær verða. Í það minnsta verða leikmenn Liverpool að fara að vinna heimaleik. Það er víst ekki í boði að spila á Puskas leikvaginum í deildinni! Ég spái því að Liverpool vinni 2:0 eins og liðið gerði í fyrsta leiknum eftir að Englandsmeistaratitillinn vannst í fyrrasumar. Diogo Jota og Mohamed Salah skora mörkin!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan