| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Fyrsti leikur dagsins í úrvalsdeildinni er á Anfield þar sem Newcastle mæta í heimsókn. Að leik loknum væri ljúft að hafa þrjú stig í húsi !
Meiðsli miðvarða hafa fylgt liðinu eins og skugginn nánast allt þetta tímabil og því kemur ekkert á óvart að Nat Phillips sé meiddur og verði ekki með í þessum leik, restin af þeim sem meiddir eru svokallaðir góðkunningjar meiðslalistans og óþarfi að skrifa þau nöfn hér, við vitum hverjir þeir eru. Einhver orðrómur var um meiðsli hjá Diogo Jota í vikunni og aldrei þessu vant var sú saga kveðinn í kútinn af Klopp á blaðamannafundi. Curtis Jones er tiltækur á ný eftir smá hnjask sem er gott mál. Ég giska á að byrjunarlið Jürgen Klopp verði svipað og gegn Leeds á mánudagskvöldið. Það er orðið smá rannsóknarefni af hverju Ben Davies hefur ekki enn fengið eina mínútu síðan hann var keyptur í janúar, meiðsli hafa reyndar sett strik í reikinginn (auðvitað !) en það kæmi samt á óvart ef hann byrjaði þennan leik. Við sjáum hvað setur.
Newcastle hafa verið í basli á tímabilinu og daðrað við fallbaráttu en teljast nú vera í ágætri stöðu nú þegar lítið er eftir. Þeir endurheimta Callum Wilson og Alan Saint-Maximin úr meiðslum fyrir þennan leik sem hressir töluvert uppá sóknarleikinn hjá þeim. Meiddir hjá þeim eru Karl Darlow, Ryan Fraser og Fabian Schär. Skjórarnir hafa ekki tapað í síðustu þrem leikjum, þar af unnið síðustu tvo leiki sína og gerðu okkur Liverpool mönnum góðan greiða um síðustu helgi með 3-2 sigri á West Ham. Þeir mæta því svotil pressulausir í þennan leik og Steve Bruce stjóra þeirra myndi nú ekki leiðast það að ná í stig á Anfield.
Við þurfum að fara aftur til ársins 1994 til að finna eina sigur Newcastle á Anfield í úrvalsdeildinni þannig að tölfræðin er svo sannarlega með þeim rauðu í gegnum tíðina. Síðast mættust liðin á Anfield í september árið 2019 og unnu okkar menn þar fínan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks. Liðin mættust fyrr á tímabilinu á St. James Park og gerðu markalaust jafntefli, má kannski segja að þetta hafi verið byrjunin að hörmungarkafla Liverpool í deildinni þar sem markaþurrðin var mikil. Vonandi verður eitthvað annað uppá teningnum í dag.
Ég spái því að okkar menn vinni fínan 3-1 sigur, þori ekki að spá því að það takist að halda markinu hreinu. En sigurinn verður mikilvægt innlegg í baráttuna um fjórða sæti deildarinnar. Í þeirri baráttu mætast Chelsea og West Ham í dag sem þýðir að annaðhvort liðið eða bæði tapi stigum og það verða Liverpool að nýta sér.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 19 mörk.
- Callum Wilson er markahæstur Newcastle manna með 10 mörk.
- Salah spilar líklega sinn 140. deildarleik fyrir félagið í dag.
- Liverpool sitja í 7. sæti deildarinnar með 53 stig eftir 32 leiki.
- Newcastle eru í 15. sæti með 35 stig eftir 32 leiki.
Meiðsli miðvarða hafa fylgt liðinu eins og skugginn nánast allt þetta tímabil og því kemur ekkert á óvart að Nat Phillips sé meiddur og verði ekki með í þessum leik, restin af þeim sem meiddir eru svokallaðir góðkunningjar meiðslalistans og óþarfi að skrifa þau nöfn hér, við vitum hverjir þeir eru. Einhver orðrómur var um meiðsli hjá Diogo Jota í vikunni og aldrei þessu vant var sú saga kveðinn í kútinn af Klopp á blaðamannafundi. Curtis Jones er tiltækur á ný eftir smá hnjask sem er gott mál. Ég giska á að byrjunarlið Jürgen Klopp verði svipað og gegn Leeds á mánudagskvöldið. Það er orðið smá rannsóknarefni af hverju Ben Davies hefur ekki enn fengið eina mínútu síðan hann var keyptur í janúar, meiðsli hafa reyndar sett strik í reikinginn (auðvitað !) en það kæmi samt á óvart ef hann byrjaði þennan leik. Við sjáum hvað setur.
Newcastle hafa verið í basli á tímabilinu og daðrað við fallbaráttu en teljast nú vera í ágætri stöðu nú þegar lítið er eftir. Þeir endurheimta Callum Wilson og Alan Saint-Maximin úr meiðslum fyrir þennan leik sem hressir töluvert uppá sóknarleikinn hjá þeim. Meiddir hjá þeim eru Karl Darlow, Ryan Fraser og Fabian Schär. Skjórarnir hafa ekki tapað í síðustu þrem leikjum, þar af unnið síðustu tvo leiki sína og gerðu okkur Liverpool mönnum góðan greiða um síðustu helgi með 3-2 sigri á West Ham. Þeir mæta því svotil pressulausir í þennan leik og Steve Bruce stjóra þeirra myndi nú ekki leiðast það að ná í stig á Anfield.
Við þurfum að fara aftur til ársins 1994 til að finna eina sigur Newcastle á Anfield í úrvalsdeildinni þannig að tölfræðin er svo sannarlega með þeim rauðu í gegnum tíðina. Síðast mættust liðin á Anfield í september árið 2019 og unnu okkar menn þar fínan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks. Liðin mættust fyrr á tímabilinu á St. James Park og gerðu markalaust jafntefli, má kannski segja að þetta hafi verið byrjunin að hörmungarkafla Liverpool í deildinni þar sem markaþurrðin var mikil. Vonandi verður eitthvað annað uppá teningnum í dag.
Ég spái því að okkar menn vinni fínan 3-1 sigur, þori ekki að spá því að það takist að halda markinu hreinu. En sigurinn verður mikilvægt innlegg í baráttuna um fjórða sæti deildarinnar. Í þeirri baráttu mætast Chelsea og West Ham í dag sem þýðir að annaðhvort liðið eða bæði tapi stigum og það verða Liverpool að nýta sér.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 19 mörk.
- Callum Wilson er markahæstur Newcastle manna með 10 mörk.
- Salah spilar líklega sinn 140. deildarleik fyrir félagið í dag.
- Liverpool sitja í 7. sæti deildarinnar með 53 stig eftir 32 leiki.
- Newcastle eru í 15. sæti með 35 stig eftir 32 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan