| Sf. Gutt
Andrew Robertson lék sinn 200. leik fyrir hönd Liverpool í Deildarbikarnum á móti Arsenal í fyradag. Skotinn hefur sannarlega reynst hinn mesti happafengur en hann kom til Liverpool sumarið 2017.
Andrew fæddist í Glasgow 11. mars 1994 og reyndi fyrst fyrir sér hjá Celtic en var látinn fara 15 ára. Hann gekk til liðs við Queen's Park 2012, sem þá var í þriðju efstu deild í Skotlandi, og var þar í eina leiktíð. Andrew var svo eitt keppnistímabil hjá Dundee United í Skosku Úrvalsdeildinni. Eftir það tímabil, 2013/14, var hann kjörinn Ungi leikmaður ársins af samtökum atvinnuknattspyrnumanna og eins var hann valinn í Lið ársins af sömu samtökum. Sumarið 2014 gerði hann samning við Hull City.
Andrew var í þrjú keppnistímabil hjá Hull. Það fyrsta og síðasta í efstu deild en það á milli í næst efstu. Liverpool keypti hann svo fyrir tíu milljónir sterlingspunda í júlí 2017.
Alberto Moreno var fyrsti kostur sem vinstri bakvörður þegar Andrew kom til félagsins. En Skotinn tók stöðuna af honum þegar leið á keppnistímabilið. Þegar upp var staðið um vorið hafði hann leikið 30 leiki. Alla tíð síðan hefur Andrew verið fastamaður og ekki bara það. Hann hefur tekið stöðugum framförum. Hann varð Evrópumeistari, Stórbikarmeistari og sigurvegari í Heimsmeistarakeppni félgsliða 2019 og svo Englandsmeistari á leiktíðinni 2019/20.
Margir telja Andrew einn af bestu vinstri bakvörðum í heimi. Hann hefur reyndar bara skorað sex mörk í fyrstu 200 leikjum sínum með Liverpool en á móti kemur að hann hefur lagt upp 44 mörk sem er ótrúlega mikið. Samvinna hans og Trent Alexander-Arnold, þó þeir séu á sitthvorum kantinum, er nánast óþekkt fyrirbæri í knattspyrnusögunni.
Andrew er fyrirliði skoska landsliðsins og lykilmaður í liðinu eins og gefur að skilja. Hann hefur leikið 55 landsleiki og skorað þrjú mörk.
Það er ekki nokkur vafi á því að kaupin á Andrew Robertson eru ein þau bestu í sögu Liverpool. Hann kom óþekktur til félagsins en hefur vaxið og dafnað alla tíð síðan. Allt útlit er á að hann verði lykilmaður í liði Liverpool næstu árin.
Liverpool klúbburinn óskar Andrew til hamingju með tímamótin!
TIL BAKA
Til hamingju!
Andrew Robertson lék sinn 200. leik fyrir hönd Liverpool í Deildarbikarnum á móti Arsenal í fyradag. Skotinn hefur sannarlega reynst hinn mesti happafengur en hann kom til Liverpool sumarið 2017.
Andrew fæddist í Glasgow 11. mars 1994 og reyndi fyrst fyrir sér hjá Celtic en var látinn fara 15 ára. Hann gekk til liðs við Queen's Park 2012, sem þá var í þriðju efstu deild í Skotlandi, og var þar í eina leiktíð. Andrew var svo eitt keppnistímabil hjá Dundee United í Skosku Úrvalsdeildinni. Eftir það tímabil, 2013/14, var hann kjörinn Ungi leikmaður ársins af samtökum atvinnuknattspyrnumanna og eins var hann valinn í Lið ársins af sömu samtökum. Sumarið 2014 gerði hann samning við Hull City.
Andrew var í þrjú keppnistímabil hjá Hull. Það fyrsta og síðasta í efstu deild en það á milli í næst efstu. Liverpool keypti hann svo fyrir tíu milljónir sterlingspunda í júlí 2017.
Alberto Moreno var fyrsti kostur sem vinstri bakvörður þegar Andrew kom til félagsins. En Skotinn tók stöðuna af honum þegar leið á keppnistímabilið. Þegar upp var staðið um vorið hafði hann leikið 30 leiki. Alla tíð síðan hefur Andrew verið fastamaður og ekki bara það. Hann hefur tekið stöðugum framförum. Hann varð Evrópumeistari, Stórbikarmeistari og sigurvegari í Heimsmeistarakeppni félgsliða 2019 og svo Englandsmeistari á leiktíðinni 2019/20.
Margir telja Andrew einn af bestu vinstri bakvörðum í heimi. Hann hefur reyndar bara skorað sex mörk í fyrstu 200 leikjum sínum með Liverpool en á móti kemur að hann hefur lagt upp 44 mörk sem er ótrúlega mikið. Samvinna hans og Trent Alexander-Arnold, þó þeir séu á sitthvorum kantinum, er nánast óþekkt fyrirbæri í knattspyrnusögunni.
Andrew er fyrirliði skoska landsliðsins og lykilmaður í liðinu eins og gefur að skilja. Hann hefur leikið 55 landsleiki og skorað þrjú mörk.
Það er ekki nokkur vafi á því að kaupin á Andrew Robertson eru ein þau bestu í sögu Liverpool. Hann kom óþekktur til félagsins en hefur vaxið og dafnað alla tíð síðan. Allt útlit er á að hann verði lykilmaður í liði Liverpool næstu árin.
Liverpool klúbburinn óskar Andrew til hamingju með tímamótin!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan