| Sf. Gutt
Nú liggja allir vegir til Parísar. Úrslitaleikurinn um Evrópubikarinn fer fram á Frakklandsleikvanginum þar í borg á laugardaginn.
Jürgen Klopp og föruneyti fara til Parísar seinna í dag. Allir aðalliðsmenn Liverpool eru leikfærir utan við Divock Origi. Liðshópur Liverpool er sterkur og það sama má segja um Real Madrid.
Stuðningsmönnum fer fjölgandi í París með hverri klukkustundinni. Ferðalag frá Liverpool til Parísar er frekar einfalt og víst er að tugþúsundir stuðningmanna Liverpool verða í borginni um helgina.
Frakklandsleikvangurinn tekur 80.698 áhorfendur en eins og venjulega á úrslitaleikjum fara alltof margir miðar til styrktaraðila og gesta Knattspyrnusambands Evrópu. Stuðningsmenn liðanna reyna auðvitað að næla í eins marga miða og kostur er fyrir utan þá miða sem félögin fá úthlutað.
Liverpool og Real Madrid brjóta blað í sögunni. Aldrei áður hafa sömu liðin leikið þrisvar til úrslita um Evrópubikarinn. Liðin mættust einmitt fyrst í París 1981 í leik sem Liverpool vann 1:0. Real hafði svo betur 3:1 í Kænugarði vorið 2018.
Liverpool stefnir á að vinna Evrópubikarinn í sjöunda sinn. Real Madrid á 13 Evrópubikara á sinni afrekaskrá. Það ræðst á Frakklandsleikvanginum í París hvort félagið bætir Evrópubikarnum í safn sitt fyrir leiktíðina 2021/22!
TIL BAKA
Nú liggja allir vegir til Parísar!
Nú liggja allir vegir til Parísar. Úrslitaleikurinn um Evrópubikarinn fer fram á Frakklandsleikvanginum þar í borg á laugardaginn.
Jürgen Klopp og föruneyti fara til Parísar seinna í dag. Allir aðalliðsmenn Liverpool eru leikfærir utan við Divock Origi. Liðshópur Liverpool er sterkur og það sama má segja um Real Madrid.
Stuðningsmönnum fer fjölgandi í París með hverri klukkustundinni. Ferðalag frá Liverpool til Parísar er frekar einfalt og víst er að tugþúsundir stuðningmanna Liverpool verða í borginni um helgina.
Frakklandsleikvangurinn tekur 80.698 áhorfendur en eins og venjulega á úrslitaleikjum fara alltof margir miðar til styrktaraðila og gesta Knattspyrnusambands Evrópu. Stuðningsmenn liðanna reyna auðvitað að næla í eins marga miða og kostur er fyrir utan þá miða sem félögin fá úthlutað.
Liverpool og Real Madrid brjóta blað í sögunni. Aldrei áður hafa sömu liðin leikið þrisvar til úrslita um Evrópubikarinn. Liðin mættust einmitt fyrst í París 1981 í leik sem Liverpool vann 1:0. Real hafði svo betur 3:1 í Kænugarði vorið 2018.
Liverpool stefnir á að vinna Evrópubikarinn í sjöunda sinn. Real Madrid á 13 Evrópubikara á sinni afrekaskrá. Það ræðst á Frakklandsleikvanginum í París hvort félagið bætir Evrópubikarnum í safn sitt fyrir leiktíðina 2021/22!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan