| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næst síðasti deildarleikur fyrir HM hlé er heimsókn okkar manna til London þar sem mótherjinn er Tottenham Hotspur. Leikurinn hefst klukkan 16:30 sunnudaginn 6. nóvember.
Það vannst góður sigur í Meistaradeildinni í liðinni viku sem plástraði aðeins yfir vonbrigði síðustu tveggja deildarleikja, en varla samt. Okkar menn hafa tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum og öll vitum við að síðustu tveir hafa tapast. Nú er það einfaldlega þannig að ef liðið ætlar sér að vera í raunhæfri baráttu um að komast í eitt af topp fjórum sætum deildarinnar þá verða stigin að birtast á töflunni. Tottenham hafa byrjað tímabilið kannski eins og við var að búast af þeim, eru í þriðja sæti en hafa þó aðeins höktað undanfarið með tvo tapleiki af síðustu þremur. Bæði lið hafa fengið sinn skerf af meiðslum en Spursarar hafa samt ekki glímt við neitt í líkingu við það sem okkar menn hafa gert.
Jürgen Klopp fór yfir stöðuna fyrir helgi og þar er það helsta að James Milner er frá vegna gruns um heilahristing í síðasta leik en Jordan Henderson kemur á ný inn í hópinn. Ekkert sást til Naby Keita á æfingu á föstudaginn var sem þótti skrýtið þar sem hann var byrjaður að æfa. Það kæmi auðvitað ekkert á óvart ef hann hefur meiðst enn á ný. Sem fyrr eru svo þeir Luis Díaz, Diogo Jota, Joel Matip og Arthur meiddir. Tottenham misstu lykilmann út í vikunni þegar Son meiddist á höfði og þarfnast aðgerðar í kringum vinstra auga vegna þess. Kóreumaðurinn hefur yfirleitt spilað vel gegn Liverpool og því er ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum í þessum leik en við vonumst nú til þess að meiðsli haldi honum ekki lengi frá keppni. Aðrir á meiðslalistanum hjá heimamönnum eru Christian Romero og Richarlison. Svo eru þeir Lucas Moura, Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur að glíma við smávægileg meiðsli en líklegt er talið að þeir þrír verði allir með og munar þar helst um Svíann Kulusevski sem hefur verið frá undanfarnar vikur.
Liðin mættust síðast á þessum velli í desember í fyrra þar sem leikar enduðu 2-2. Margir muna eftir þeim leik þar sem Harry Kane var heppinn að sleppa með gult spjald eftir hroðalega tæklingu á Andy Robertson og svo var augljósri vítaspyrnu sleppt þegar keyrt var í bakið á Jota ákkúrat þegar hann ætlaði að skjóta að marki. Klopp var ekki sáttur eftir þann leik og furðaði sig, eins og margir, á því hvernig ekki var hægt að dæma víti. Liðin gerðu svo einnig jafntefli á Anfield seinna á tímabilinu. Það er því ekki mikið sem skilur á milli í baráttu Klopp og Conte. Ef við lítum til síðustu fimm leikja liðanna í London þá hafa okkar menn unnið þrjá, Tottenham einn og svo þetta áðurnefnda jafntefli á síðasta tímabili. Liverpool hafa semsagt ekki enn tapað á hinum nýja Tottenham Hotspur Stadium og það má alveg haldast þannig.
Spáin að þessu sinni er á þá leið að Liverpool nær í sigur, enda neitar maður að trúa því að liðið geti tapað þremur deildarleikjum í röð með Klopp við stjórnvölinn. Lokatölur verða 1-2 í hörkuleik.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino er markahæstur Liverpool manna í deildinni með sex mörk.
- Harry Kane er markahæstur hjá Tottenham með 10 mörk.
- Liverpool eru í níunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 12 leiki.
- Tottenham eru í þriðja sæti með 26 stig eftir 13 leiki.
- Firmino og Salah hafa báðir skorað fimm mörk gegn Tottenham í deildinni á sínum ferli en Robbie Fowler á flest mörk skoruð gegn þeim í úrvalsdeildinni, sex talsins.
- Salah hefur skorað sex mörk í 11 leikjum gegn Tottenham í öllum keppnum.
- Antonio Conte hefur sex sinnum mætt Liverpool sem stjóri (fjórum sinnum hjá Chelsea) og hefur náð í einn sigur, tapað einu sinni og fjórum sinnum gert jafntefli.
Það vannst góður sigur í Meistaradeildinni í liðinni viku sem plástraði aðeins yfir vonbrigði síðustu tveggja deildarleikja, en varla samt. Okkar menn hafa tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum og öll vitum við að síðustu tveir hafa tapast. Nú er það einfaldlega þannig að ef liðið ætlar sér að vera í raunhæfri baráttu um að komast í eitt af topp fjórum sætum deildarinnar þá verða stigin að birtast á töflunni. Tottenham hafa byrjað tímabilið kannski eins og við var að búast af þeim, eru í þriðja sæti en hafa þó aðeins höktað undanfarið með tvo tapleiki af síðustu þremur. Bæði lið hafa fengið sinn skerf af meiðslum en Spursarar hafa samt ekki glímt við neitt í líkingu við það sem okkar menn hafa gert.
Jürgen Klopp fór yfir stöðuna fyrir helgi og þar er það helsta að James Milner er frá vegna gruns um heilahristing í síðasta leik en Jordan Henderson kemur á ný inn í hópinn. Ekkert sást til Naby Keita á æfingu á föstudaginn var sem þótti skrýtið þar sem hann var byrjaður að æfa. Það kæmi auðvitað ekkert á óvart ef hann hefur meiðst enn á ný. Sem fyrr eru svo þeir Luis Díaz, Diogo Jota, Joel Matip og Arthur meiddir. Tottenham misstu lykilmann út í vikunni þegar Son meiddist á höfði og þarfnast aðgerðar í kringum vinstra auga vegna þess. Kóreumaðurinn hefur yfirleitt spilað vel gegn Liverpool og því er ágætt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum í þessum leik en við vonumst nú til þess að meiðsli haldi honum ekki lengi frá keppni. Aðrir á meiðslalistanum hjá heimamönnum eru Christian Romero og Richarlison. Svo eru þeir Lucas Moura, Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur að glíma við smávægileg meiðsli en líklegt er talið að þeir þrír verði allir með og munar þar helst um Svíann Kulusevski sem hefur verið frá undanfarnar vikur.
Liðin mættust síðast á þessum velli í desember í fyrra þar sem leikar enduðu 2-2. Margir muna eftir þeim leik þar sem Harry Kane var heppinn að sleppa með gult spjald eftir hroðalega tæklingu á Andy Robertson og svo var augljósri vítaspyrnu sleppt þegar keyrt var í bakið á Jota ákkúrat þegar hann ætlaði að skjóta að marki. Klopp var ekki sáttur eftir þann leik og furðaði sig, eins og margir, á því hvernig ekki var hægt að dæma víti. Liðin gerðu svo einnig jafntefli á Anfield seinna á tímabilinu. Það er því ekki mikið sem skilur á milli í baráttu Klopp og Conte. Ef við lítum til síðustu fimm leikja liðanna í London þá hafa okkar menn unnið þrjá, Tottenham einn og svo þetta áðurnefnda jafntefli á síðasta tímabili. Liverpool hafa semsagt ekki enn tapað á hinum nýja Tottenham Hotspur Stadium og það má alveg haldast þannig.
Spáin að þessu sinni er á þá leið að Liverpool nær í sigur, enda neitar maður að trúa því að liðið geti tapað þremur deildarleikjum í röð með Klopp við stjórnvölinn. Lokatölur verða 1-2 í hörkuleik.
Fróðleikur:
- Roberto Firmino er markahæstur Liverpool manna í deildinni með sex mörk.
- Harry Kane er markahæstur hjá Tottenham með 10 mörk.
- Liverpool eru í níunda sæti deildarinnar með 16 stig eftir 12 leiki.
- Tottenham eru í þriðja sæti með 26 stig eftir 13 leiki.
- Firmino og Salah hafa báðir skorað fimm mörk gegn Tottenham í deildinni á sínum ferli en Robbie Fowler á flest mörk skoruð gegn þeim í úrvalsdeildinni, sex talsins.
- Salah hefur skorað sex mörk í 11 leikjum gegn Tottenham í öllum keppnum.
- Antonio Conte hefur sex sinnum mætt Liverpool sem stjóri (fjórum sinnum hjá Chelsea) og hefur náð í einn sigur, tapað einu sinni og fjórum sinnum gert jafntefli.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan