| Sf. Gutt
Liverpool vs Southampton
Komið er að síðasta leik Liverpool fyrir hlé vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er að æða óstöðugan að fara að hefja umfjöllun um allt ruglið sem tengist þeirri keppni. En einn þáttur þess rugls er auðvitað óhemju þétt leikjadagskrá það sem af er leiktíðar og svo þetta hlé sem nú er að hefjast!
Liverpool hefur nú unnið þrjá sigra í röð. Það er aðeins í annað sinn sem liðinu tekst það hingað til á keppnistímabilinu. Að vísu lauk Deildarbikarleik Liverpool og Derby County með markalausu jafntefli en vítaspyrnusigurinn telst sem sigur hefði ég haldið. Hvað um það nú verður að hamra járnið og enda þennan hluta keppnistímabilsins með sigri.
Ósennilegt er að nokkur leikmaður sem hóf leikinn á móti Derby verði í byrjunarliðinu á morgun. Alls voru 11 breytingar gerðar fyrir Deildarbikarleikinn og trúlega verður það sama gert á morgun. Southampton hefur verið í vanda upp á síðkastið. Liverpool ætti því að vinna öruggan sigur. En bæði Nottingham Forest og Leeds United voru líka í vandræðum áður en Liverpool mætti liðunum á síðustu vikum. Liverpool tapaði báðum þeim leikjum og má ekki við því að falla aftur í sömu gryfju.
Southampton verður undir stjórn nýs framkvæmdastjóra á morgun og trúlega verða þeir leikmenn sem hann velur til leiks í vígahug. Liverpool verður að mæta til leiks af ákveðni og einbeitingu. Annars fer eins og gegn Forest og Leeds. Liverpool má ekki við svoleiðis skellum. Þeir voru, eru og verða dýrkeyptir!
Næsti deildarleikur Liverpool verður ekki fyrr en á annan dag jóla. Það er því gríðarlega mikilvægt að enda þennan hluta leiktíðarinnar eins og best verður á kosið. Ég spái því að Liverpool sýni sitt rétta andlit á morgun og vinni 3:0!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Southampton
Komið er að síðasta leik Liverpool fyrir hlé vegna Heimsmeistarakeppninnar. Það er að æða óstöðugan að fara að hefja umfjöllun um allt ruglið sem tengist þeirri keppni. En einn þáttur þess rugls er auðvitað óhemju þétt leikjadagskrá það sem af er leiktíðar og svo þetta hlé sem nú er að hefjast!
Liverpool hefur nú unnið þrjá sigra í röð. Það er aðeins í annað sinn sem liðinu tekst það hingað til á keppnistímabilinu. Að vísu lauk Deildarbikarleik Liverpool og Derby County með markalausu jafntefli en vítaspyrnusigurinn telst sem sigur hefði ég haldið. Hvað um það nú verður að hamra járnið og enda þennan hluta keppnistímabilsins með sigri.
Ósennilegt er að nokkur leikmaður sem hóf leikinn á móti Derby verði í byrjunarliðinu á morgun. Alls voru 11 breytingar gerðar fyrir Deildarbikarleikinn og trúlega verður það sama gert á morgun. Southampton hefur verið í vanda upp á síðkastið. Liverpool ætti því að vinna öruggan sigur. En bæði Nottingham Forest og Leeds United voru líka í vandræðum áður en Liverpool mætti liðunum á síðustu vikum. Liverpool tapaði báðum þeim leikjum og má ekki við því að falla aftur í sömu gryfju.
Southampton verður undir stjórn nýs framkvæmdastjóra á morgun og trúlega verða þeir leikmenn sem hann velur til leiks í vígahug. Liverpool verður að mæta til leiks af ákveðni og einbeitingu. Annars fer eins og gegn Forest og Leeds. Liverpool má ekki við svoleiðis skellum. Þeir voru, eru og verða dýrkeyptir!
Næsti deildarleikur Liverpool verður ekki fyrr en á annan dag jóla. Það er því gríðarlega mikilvægt að enda þennan hluta leiktíðarinnar eins og best verður á kosið. Ég spái því að Liverpool sýni sitt rétta andlit á morgun og vinni 3:0!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan