| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Jólin koma, jólin koma - Ert þú örugglega í klúbbnum?
Kæru félagi. Við erum að fara að pakka jólagjöfinni þinni í byrjun desember og viljum þess vegna minna þig á að greiða árgjaldið. Í mestu vinsemd, við viljum bara alls ekki að þú farir í jólaköttinn.
Innheimta félagsgjalda fer fram í gegnum félagakerfið Cloud4Club þar sem þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum í gegnum Ísland.is. Allt eins öruggt og hægt er að hafa það.
ATH. Til þess að jólagjöfin berist örugglega er mikilvægt að þú kannir hvort skráningin sé ekki örugglega rétt. Að minnsta kosti heimilisfangið.
Þú getur skoðað aðgang þinn með því að skrá þig inn á Cloud4club með rafrænum skilríkjum. Þar opnast viðmót félagsmanna þar sem hægt er að ganga frá greiðslu félagsgjaldsins og setja það í boðgreiðslu.
Ef þú ert félagsmaður í mörgum félögum sem nota cloud4club kerfið þá getur þú valið Liverpoolklúbbinn úr felliglugganum í aðgerðalistanum til vinstri. Smellt er á „Félagsaðild” og þá birtast greiðslukröfur til greiðslu.
Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir, eða ef þig vantar aðstoð, hafðu þá samband á [email protected]
Gleðileg jól og takk kærlega fyrir að vera í klúbbnum með okkur.
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
Gleðileg jól og takk kærlega fyrir að vera í klúbbnum með okkur.
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan