| Sf. Gutt
Það er óhætt að segja að Liverpool hafi unnið jólavinning á öðrum degi jóla með 1:3 sigri á Aston Villa í Birmingham. Sannarlega gleðileg jól!
Allir sterkustu leikfærir leikmenn Liverpool voru til taks nema hvað Ibrahima Konaté er ennþá í heimsmeistaramótsfríi. Reyndar bættust Roberto Firmino og James Milner á meiðslalistann síðustu daga og hvíldu.
Liverpool fékk óskabyrjun á fimmtu mínútu. Eftir fyrirgjöf rákust markmaður og varnarmaður Villa saman og varð að gera hlé á leiknum. Leikurinn hófst með horni frá hægri. Andrew Robertson tók hornið. Boltinn barst út fryir teig á Trent Alexander-Arnold. Hann spyrnti boltanum glæsilega inn í vítateiginn á Andrew sem þangað var kominn. Skotinn sendi viðstöðulaust þvert fyrir markið á Mohamed Salah sem skoraði örugglega af stuttu færi. Frábær samvinna hjá þeim bakvörðum og Mohamed enn á skotskónum. Ekkert nýtt í þessu.
Rétt áður en hálftími var liðinn fékk Darwin Núñez langa sendingu fram. Hann var einn á móti markmanni en skaut slöku skoti beint á hann. Úrúgvæinn hefði bara einfaldlega átt að leika á markmanninn. Heimamenn áttu hættulegar sóknir en endahnútinn vantaði og slakar afgreiðslur komu Liverpool vel! Enn betur kom það sér þegar Liverpool skoraði aftur á 37. mínútu.
Eftir horn fra hægri virtist boltann vera að fara úr leik. En Mohamed náði valdi á honum uppi við markið og sendi hann út á Virgil van Dijk. Hollendingurinn náði skoti frá vinstra markteigshorninu og boltinn hafnaði neðst í fjærhorninu.
Eftir sex mínútur í síðari hálfleik sneri Liverpool vörn í sókn eftir horn. Mohamed tók á rás utan eigin teigs og lék alla leið inn í vítateiginn hinu megin. En markmaður og varnarmaður náðu að hindra hann í að skora. Mohamed hefði kannski átt að gefa á Trent sem fylgdi honum óvaldaður. En engu að síður magnaður sprettur hjá Egyptanum. Heimamenn náðu að komast inn í leikinn á 59. mínútu. Ollie Watkins skoraði þá með góðum skalla neðst í hornið eftir fyrirgjöf frá hægri.
Skiljanleg herti Aston Villa sig eftir markið og varnarmenn Liverpool höfðu í ýmis horn að líta. Þegar stundrfjórðungur var eftir náði Liverpool hröðu upphlaupi. Mohamed lagði upp færi fyrir Darwin en hann hitti ekki markið. Enn var Darwin ekki með miðið rétt stillt frekar en í leiknum á móti Manchester City. En hann kom sér í færi og andstæðingarnir voru í miklum vandræðum með hann þannig að hann var að spila vel. En hann verður að nýta góð færi sem falla honun í skaut!
Sem betur fer kom ekki að sök þó Darwin skoraði ekki og á 81. mínútu gerði Liverpool út um leikinn. Darwin náði boltanum við endamörkin vinstra megin og kom honum út í vítateiginn. Varamaðurinn Stefan Bajcetic, sem var nýkominn til leiks, var vel vakandi og náði boltanum. Hann sýndi mikla yfirvegun, lék á markmann Villa og náði svo að skora úr þröngu færi með skoti milli fóta varnarmanns. Fyrsta mark þessa efnilega stráks fyrir Liverpool og því var innilega fagnað!
Sigur Liverpool var ekki í hættu eftir þetta. Liverpool lék vel á köflum og náði að halda sínu þó Villa næði að minnka muninn. Svo kom markið skemmtilega hjá unglingnum. Sannkallaður jólavinningur!
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn lagði upp fyrsta markið í leiknum og komst með því metabækur. Hann var sterkur bæði í vörn og sókn. Óviðjafnanlegur!
- Mohamed Salah skoraði 16. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Virgil van Dijk skorað annað mark sitt á leiktíðinni.
- Stefan Bajcetic skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Markið kom í sjöunda leik hans fyrir félagið.
- Andrew Robertson lagði upp 54. deildarmark sitt. Það er met fyrir varnarmann í sögu Úrvalsdeildarinnar.
- Ben Doak varð yngstur Skota til að spila í ensku Úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á.
- Liverpool hefur unnið alla fimm leiki sína á öðrum degi jóla á valdatíma Jürgen Klopp.
- Liverpool vann Leicester City 1:0 2015, Swansea City 5:0 2017, Newcastle United 4:0 2018. Allir þessir leikir voru á Anfield. Árið 2019 vann Liverpool 0:4 í Leicester og nú 2022 1:3 á móti Aston Villa í Birmingham.
TIL BAKA
Jólavinningur!
Það er óhætt að segja að Liverpool hafi unnið jólavinning á öðrum degi jóla með 1:3 sigri á Aston Villa í Birmingham. Sannarlega gleðileg jól!
Allir sterkustu leikfærir leikmenn Liverpool voru til taks nema hvað Ibrahima Konaté er ennþá í heimsmeistaramótsfríi. Reyndar bættust Roberto Firmino og James Milner á meiðslalistann síðustu daga og hvíldu.
Liverpool fékk óskabyrjun á fimmtu mínútu. Eftir fyrirgjöf rákust markmaður og varnarmaður Villa saman og varð að gera hlé á leiknum. Leikurinn hófst með horni frá hægri. Andrew Robertson tók hornið. Boltinn barst út fryir teig á Trent Alexander-Arnold. Hann spyrnti boltanum glæsilega inn í vítateiginn á Andrew sem þangað var kominn. Skotinn sendi viðstöðulaust þvert fyrir markið á Mohamed Salah sem skoraði örugglega af stuttu færi. Frábær samvinna hjá þeim bakvörðum og Mohamed enn á skotskónum. Ekkert nýtt í þessu.
Rétt áður en hálftími var liðinn fékk Darwin Núñez langa sendingu fram. Hann var einn á móti markmanni en skaut slöku skoti beint á hann. Úrúgvæinn hefði bara einfaldlega átt að leika á markmanninn. Heimamenn áttu hættulegar sóknir en endahnútinn vantaði og slakar afgreiðslur komu Liverpool vel! Enn betur kom það sér þegar Liverpool skoraði aftur á 37. mínútu.
Eftir horn fra hægri virtist boltann vera að fara úr leik. En Mohamed náði valdi á honum uppi við markið og sendi hann út á Virgil van Dijk. Hollendingurinn náði skoti frá vinstra markteigshorninu og boltinn hafnaði neðst í fjærhorninu.
Eftir sex mínútur í síðari hálfleik sneri Liverpool vörn í sókn eftir horn. Mohamed tók á rás utan eigin teigs og lék alla leið inn í vítateiginn hinu megin. En markmaður og varnarmaður náðu að hindra hann í að skora. Mohamed hefði kannski átt að gefa á Trent sem fylgdi honum óvaldaður. En engu að síður magnaður sprettur hjá Egyptanum. Heimamenn náðu að komast inn í leikinn á 59. mínútu. Ollie Watkins skoraði þá með góðum skalla neðst í hornið eftir fyrirgjöf frá hægri.
Skiljanleg herti Aston Villa sig eftir markið og varnarmenn Liverpool höfðu í ýmis horn að líta. Þegar stundrfjórðungur var eftir náði Liverpool hröðu upphlaupi. Mohamed lagði upp færi fyrir Darwin en hann hitti ekki markið. Enn var Darwin ekki með miðið rétt stillt frekar en í leiknum á móti Manchester City. En hann kom sér í færi og andstæðingarnir voru í miklum vandræðum með hann þannig að hann var að spila vel. En hann verður að nýta góð færi sem falla honun í skaut!
Sem betur fer kom ekki að sök þó Darwin skoraði ekki og á 81. mínútu gerði Liverpool út um leikinn. Darwin náði boltanum við endamörkin vinstra megin og kom honum út í vítateiginn. Varamaðurinn Stefan Bajcetic, sem var nýkominn til leiks, var vel vakandi og náði boltanum. Hann sýndi mikla yfirvegun, lék á markmann Villa og náði svo að skora úr þröngu færi með skoti milli fóta varnarmanns. Fyrsta mark þessa efnilega stráks fyrir Liverpool og því var innilega fagnað!
Sigur Liverpool var ekki í hættu eftir þetta. Liverpool lék vel á köflum og náði að halda sínu þó Villa næði að minnka muninn. Svo kom markið skemmtilega hjá unglingnum. Sannkallaður jólavinningur!
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn lagði upp fyrsta markið í leiknum og komst með því metabækur. Hann var sterkur bæði í vörn og sókn. Óviðjafnanlegur!
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 16. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Virgil van Dijk skorað annað mark sitt á leiktíðinni.
- Stefan Bajcetic skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Markið kom í sjöunda leik hans fyrir félagið.
- Andrew Robertson lagði upp 54. deildarmark sitt. Það er met fyrir varnarmann í sögu Úrvalsdeildarinnar.
- Ben Doak varð yngstur Skota til að spila í ensku Úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á.
- Liverpool hefur unnið alla fimm leiki sína á öðrum degi jóla á valdatíma Jürgen Klopp.
- Liverpool vann Leicester City 1:0 2015, Swansea City 5:0 2017, Newcastle United 4:0 2018. Allir þessir leikir voru á Anfield. Árið 2019 vann Liverpool 0:4 í Leicester og nú 2022 1:3 á móti Aston Villa í Birmingham.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan