| Sf. Gutt
Liverpool gerði í kvöld jafntefli án marka á móti Crystal Palace í London. Liðið náði að einhverju áttum eftir útreiðina gegn Real Madrid en missti af stigum í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar.
Joe Gomez og Darwin Núnez duttu út úr liðinu frá leiknum við Real vegna meiðsla. Fyrirliðar liðanna Jordan Henderson og Marc Guehi báru fyrirliðabönd með þjóðarlitum Úkraínu, bláu og gulu, til að minna á að í gær var ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Þetta gerðu fyrirliðar allra liða í deildinni í þessari umferð.
Heimamenn fengu fyrsta leiksins þegar Trent Alexander-Arnold átti of lausa sendingu aftur. Jean-Philippe Mateta náði boltanum en Alisson Becker var vel vakandi, kom út á móti og blakaði boltanum í horn.
Liverpool fékk færi í 17. mínútu þegar Diogo Jota náði skoti á markið en boltinn fór beint á markmann Crystal Palace. Um fimm mínútum seinna fékk Diogo aftur færi. Eftir aukaspyrnu sendi Joël Matip fyrir frá hægri. Boltinn fór beint á Diogo en Portúgalinn skallaði í stöng. Reyndar var hann alveg uppi við stöngina og skallaði í hana utanverða af nokkurra sentímetra færi. Færið var þröngt en Diogo hefði átt að geta skorað. Portúgalinn er ekki búinn að finna taktinn eftir löng og erfið meiðsli. En hann kom sér þó í færi og það er góðs viti.
Litlu síðar fékk Palace færi eftir horn en Marc Guehi skallaði sem betur fer framhjá. Færið var mjög gott og hann fékk frían skalla. Á 29. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Mohamed Salah rúllaði boltanum til Trent sem þrumaði að marki. Á ótrúlegan hátt fór boltinn beint í höfuðið á Jordan Henderson sem var við varnarvegginn! Sennilega bjargaði fyrirliðinn marki því boltinn virtist vera á leið í netið. Dæmigert fyrir lánleysi Liverpool á leiktíðinni!
Þremur mínútum fyrir leikhlé komst Palace í færi eftir mistök Trent. Boltinn var sendur inn í teiginn á Jean-Philippe en skot hans strauk þverslána og fór yfir. Enn mistök í vörninni sem var mjög óörugg á köflum. Markalaust í hálfleik.
Harvey Elliott kom inn sem varamaður fyrir Naby Keita í hálfleik. Naby hafði varla verið með og var líka komin með gult spjald. Harvey færði líf í leik Liverpool og átti strax góða sendingu inn í vítateiginn á Diogo en hann náði ekki boltanum. Á 49. mínútu var Diogo í baráttu í vítateignum vinstra megin. Varnarmaður stöðvaði hann en boltinn hrökk til Mohamed. Egyptinn náði bogaskoti yfir í fjærhornið en því miður small boltinn í þverslánni og hrökk svo út í teig. Fallegt skot og í annað sinn bjargaði tréverkið Örnunum!
Barningurinn hélt áfram. Liverpool aðeins sterkari aðilinn en Crystal Palace stóð sannarlega fyrir sínu. Þegar níu mínútur voru eftir sendi Mohamed á Cody Gakpo. Hann var í góðu færi en markmaðurinn lokaði á hann og boltinn fór framhjá. Heimamenn sóttu undir lokin en náðu engum færum. Liðin skildu án marka og verða það að teljast sanngjörn úrslit í leik sem fer ekki á spjöld sögunnar fyrir margt.
Liverpool spilaði ekki vel. Margir leikmenn voru óöruggir og trúlega sat skellurinn fyrir Real Madrid í mönnum. Liðið verður að ná sér upp úr þeim vonbrigðum. Tveir heimaleikir bíða. Þeir verða einfaldlega að vinnast!!!
Gult spjald: Nathaniel Clyne og Joachim Andersen.
Gult spjald: Naby Keita, Jordan Henderson, Fabinho Tavarez, Joël Matip og Andrew Robertson.
Áhorfendur á Selhurst Park: Ekki vitað.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann kom sterkur inn sem varamaður og færði líf í leik Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Við fengum þrjú góð færi. Eitt af þeim hefði átt að skila marki og þá hefði allt verið í fínu. Þeir áttu skot í þverslá en hittu aldrei á markrammann. Við töpuðum boltanum á vondum svæðum. Það má ekki gerast."
- Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn í báðum deildarleikjunum á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið tíu af síðustu 12 deildarleikjum gegn Palace. Hinum tveimur leikjunum lauk með jafntefli.
- Liverpool hélt hreinu þriðja deildarleikinn í röð.
- Jordan Henderson lék sinn 16. leik á móti Crystal Palace. Enginn leikmaður Liverpool hefur leikið jafn oft á móti Örnunum í sögu Liverpool.
TIL BAKA
Jafntefli í London
Liverpool gerði í kvöld jafntefli án marka á móti Crystal Palace í London. Liðið náði að einhverju áttum eftir útreiðina gegn Real Madrid en missti af stigum í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar.
Joe Gomez og Darwin Núnez duttu út úr liðinu frá leiknum við Real vegna meiðsla. Fyrirliðar liðanna Jordan Henderson og Marc Guehi báru fyrirliðabönd með þjóðarlitum Úkraínu, bláu og gulu, til að minna á að í gær var ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Þetta gerðu fyrirliðar allra liða í deildinni í þessari umferð.
Heimamenn fengu fyrsta leiksins þegar Trent Alexander-Arnold átti of lausa sendingu aftur. Jean-Philippe Mateta náði boltanum en Alisson Becker var vel vakandi, kom út á móti og blakaði boltanum í horn.
Liverpool fékk færi í 17. mínútu þegar Diogo Jota náði skoti á markið en boltinn fór beint á markmann Crystal Palace. Um fimm mínútum seinna fékk Diogo aftur færi. Eftir aukaspyrnu sendi Joël Matip fyrir frá hægri. Boltinn fór beint á Diogo en Portúgalinn skallaði í stöng. Reyndar var hann alveg uppi við stöngina og skallaði í hana utanverða af nokkurra sentímetra færi. Færið var þröngt en Diogo hefði átt að geta skorað. Portúgalinn er ekki búinn að finna taktinn eftir löng og erfið meiðsli. En hann kom sér þó í færi og það er góðs viti.
Litlu síðar fékk Palace færi eftir horn en Marc Guehi skallaði sem betur fer framhjá. Færið var mjög gott og hann fékk frían skalla. Á 29. mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Mohamed Salah rúllaði boltanum til Trent sem þrumaði að marki. Á ótrúlegan hátt fór boltinn beint í höfuðið á Jordan Henderson sem var við varnarvegginn! Sennilega bjargaði fyrirliðinn marki því boltinn virtist vera á leið í netið. Dæmigert fyrir lánleysi Liverpool á leiktíðinni!
Þremur mínútum fyrir leikhlé komst Palace í færi eftir mistök Trent. Boltinn var sendur inn í teiginn á Jean-Philippe en skot hans strauk þverslána og fór yfir. Enn mistök í vörninni sem var mjög óörugg á köflum. Markalaust í hálfleik.
Harvey Elliott kom inn sem varamaður fyrir Naby Keita í hálfleik. Naby hafði varla verið með og var líka komin með gult spjald. Harvey færði líf í leik Liverpool og átti strax góða sendingu inn í vítateiginn á Diogo en hann náði ekki boltanum. Á 49. mínútu var Diogo í baráttu í vítateignum vinstra megin. Varnarmaður stöðvaði hann en boltinn hrökk til Mohamed. Egyptinn náði bogaskoti yfir í fjærhornið en því miður small boltinn í þverslánni og hrökk svo út í teig. Fallegt skot og í annað sinn bjargaði tréverkið Örnunum!
Barningurinn hélt áfram. Liverpool aðeins sterkari aðilinn en Crystal Palace stóð sannarlega fyrir sínu. Þegar níu mínútur voru eftir sendi Mohamed á Cody Gakpo. Hann var í góðu færi en markmaðurinn lokaði á hann og boltinn fór framhjá. Heimamenn sóttu undir lokin en náðu engum færum. Liðin skildu án marka og verða það að teljast sanngjörn úrslit í leik sem fer ekki á spjöld sögunnar fyrir margt.
Liverpool spilaði ekki vel. Margir leikmenn voru óöruggir og trúlega sat skellurinn fyrir Real Madrid í mönnum. Liðið verður að ná sér upp úr þeim vonbrigðum. Tveir heimaleikir bíða. Þeir verða einfaldlega að vinnast!!!
Gult spjald: Nathaniel Clyne og Joachim Andersen.
Gult spjald: Naby Keita, Jordan Henderson, Fabinho Tavarez, Joël Matip og Andrew Robertson.
Áhorfendur á Selhurst Park: Ekki vitað.
Maður leiksins: Harvey Elliott. Hann kom sterkur inn sem varamaður og færði líf í leik Liverpool.
Jürgen Klopp: ,,Við fengum þrjú góð færi. Eitt af þeim hefði átt að skila marki og þá hefði allt verið í fínu. Þeir áttu skot í þverslá en hittu aldrei á markrammann. Við töpuðum boltanum á vondum svæðum. Það má ekki gerast."
Fróðleikur
- Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn í báðum deildarleikjunum á leiktíðinni.
- Liverpool hefur unnið tíu af síðustu 12 deildarleikjum gegn Palace. Hinum tveimur leikjunum lauk með jafntefli.
- Liverpool hélt hreinu þriðja deildarleikinn í röð.
- Jordan Henderson lék sinn 16. leik á móti Crystal Palace. Enginn leikmaður Liverpool hefur leikið jafn oft á móti Örnunum í sögu Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan