| Sf. Gutt
Enn og aftur náði Liverpool ekki að vinna sigur á Brighton. Liðin skildu jöfn 2:2 í Brighton. Aftur og enn setti undarleg dómgæsla mark sitt á leikinn.
Þeir Curtis Jones og Diogo Jota voru í leikbanni. Að öðru voru sterkustu leikmenn Liverpool til taks. Þó var Cody Gakpo frá vegna meiðsla.
Það kom svo sem ekki á óvart að Brighton skyldi byrja betur. Það hefur jú loðað við Liverpool alla leiktíðina og lengur að byrja leiki illa. Brighton fékk þrjár hornspyrnur í röð á fyrstu mínútunum. Liverpool stóð það af sér en heimamenn fengu gjafamark á 20. mínútu. Liverpool hugðist spila frá marki sínu en Simon Adingra rændi boltanum af Alexis Mac Allister, sem svaf algjörlega á verðinum, og sendi boltann í autt markið. Alisson Becker átti ekki von á þessari þróun mála og var ekki staðsettur þannig að hann gæti varið.
Brighton hélt undirtökunum en Liverpool náði að jafna fimm mínútum fyrir leikhlé úr sínu fyrsta almennilega færi í leiknum. Lewis Dunk átti mislukkaða sendingu frá marki sínu. Liverpool náði boltanum. Darwin Núnez sendi boltann í átt að Harvey Elliott en hann lét boltann fara til Mohamed Salah sem skoraði. Staðan jöfn.
Fimm mínútum hafði Liverpool komist yfir. Liverpool fékk víti eftir að Pascal Gross reif Dominik Szoboszlai niður. Það ótrúlega var að Pascal fékk hvorki gult eða rautt spjald. Í raun hefði hann átt að vera rekinn af velli fyrir að rífa mann, í dauðafæri, niður. Mohamed tók vítið og skoraði af öryggi.
Brighton byrjaði seinni hálfleik vel. Eftir fjórar mínútur tók Simon mikla rispu fram völlinn. Hann lék á Andrew Robertson en Alisson bjargaði málum með því að verja frá honum. Þremur mínútum seinna hefði Liverpool átt að gera út um leikinn. Dominik gaf á Darwin og hann sendi fyrir markið frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng til varamannsins Ryan Gravenberch. Hann náði skoti á opið markið en boltinn fór í slána. Þarna átti Ryan að skora. Hefði hann gert það er hætt við að Liverpool hefði unnið leikinn.
Liverpool réði málum en Brighton gafst ekki upp. Á 70. mínútu fór boltinn í hendina á Virgil van Dijk inni í vítateig en ekkert var dæmt. Rökin voru þau að boltinn skaust í hendina af öðrum líkamshluta. Átta mínútum seinna jafnaði Brighton. Solly March tók aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn fór beint á Lewis sem smelli honum í markið af stuttu færi. Liverpool hefði átt að verjast þessari aukaspyrnu en það tókst ekki. Sex mínútum fyrir leikslok áttu Mávarnir góða sókn. Joao Pedro fékk sendingu fyrir markið en hann skaut sem betur fer hátt yfir. Liðin skildu því jöfn og voru það sanngjörn úrslit ef allt er tekið.
Liverpool náði sér ekki vel á strik enda börðust heimamenn hart og vel. En ef Ryan hefði nýtt dauðafæri sitt hefði Liverpool unnið. Eins átti Pascal að fjúka af velli þegar Liverpool fékk vítið. Hætt er við að Liverpool hefði unnið manni fleiri í heilan hálfleik. Dómgæsla síðustu tveggja leikja hefur farið illa með Liverpool. Liverpool tapaði tvívegis á heimavelli Brighton á síðustu leiktíð og þessi úrslit voru sannarlega framför.
Mörk Brighton: Simon Adingra (20. mín.) og Lewis Dunk (78. mín.).
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (40. og víti 45. mín.).
Áhorfendur: 31.752.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Enn skorar Mohamed. Fyrir utan mörkin vann hann mjög vel fyrir liðið.
- Mohamed Salah er nú kominn með sex mörk á keppnistímabilinu.
- Egyptinn er búinn að skora átta mörk á móti Brighton á ferli sínum. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað oftar gegn Mávunum.
- Alisson Becker, Andrew Robertson og Dominik Szoboszlai hafa einir leikmanna Liverpool leikið allar mínútur í deildinni það sem af er leiktíðar.
TIL BAKA
Enn vandræði gegn Mávunum
Enn og aftur náði Liverpool ekki að vinna sigur á Brighton. Liðin skildu jöfn 2:2 í Brighton. Aftur og enn setti undarleg dómgæsla mark sitt á leikinn.
Þeir Curtis Jones og Diogo Jota voru í leikbanni. Að öðru voru sterkustu leikmenn Liverpool til taks. Þó var Cody Gakpo frá vegna meiðsla.
Það kom svo sem ekki á óvart að Brighton skyldi byrja betur. Það hefur jú loðað við Liverpool alla leiktíðina og lengur að byrja leiki illa. Brighton fékk þrjár hornspyrnur í röð á fyrstu mínútunum. Liverpool stóð það af sér en heimamenn fengu gjafamark á 20. mínútu. Liverpool hugðist spila frá marki sínu en Simon Adingra rændi boltanum af Alexis Mac Allister, sem svaf algjörlega á verðinum, og sendi boltann í autt markið. Alisson Becker átti ekki von á þessari þróun mála og var ekki staðsettur þannig að hann gæti varið.
Brighton hélt undirtökunum en Liverpool náði að jafna fimm mínútum fyrir leikhlé úr sínu fyrsta almennilega færi í leiknum. Lewis Dunk átti mislukkaða sendingu frá marki sínu. Liverpool náði boltanum. Darwin Núnez sendi boltann í átt að Harvey Elliott en hann lét boltann fara til Mohamed Salah sem skoraði. Staðan jöfn.
Fimm mínútum hafði Liverpool komist yfir. Liverpool fékk víti eftir að Pascal Gross reif Dominik Szoboszlai niður. Það ótrúlega var að Pascal fékk hvorki gult eða rautt spjald. Í raun hefði hann átt að vera rekinn af velli fyrir að rífa mann, í dauðafæri, niður. Mohamed tók vítið og skoraði af öryggi.
Brighton byrjaði seinni hálfleik vel. Eftir fjórar mínútur tók Simon mikla rispu fram völlinn. Hann lék á Andrew Robertson en Alisson bjargaði málum með því að verja frá honum. Þremur mínútum seinna hefði Liverpool átt að gera út um leikinn. Dominik gaf á Darwin og hann sendi fyrir markið frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng til varamannsins Ryan Gravenberch. Hann náði skoti á opið markið en boltinn fór í slána. Þarna átti Ryan að skora. Hefði hann gert það er hætt við að Liverpool hefði unnið leikinn.
Liverpool réði málum en Brighton gafst ekki upp. Á 70. mínútu fór boltinn í hendina á Virgil van Dijk inni í vítateig en ekkert var dæmt. Rökin voru þau að boltinn skaust í hendina af öðrum líkamshluta. Átta mínútum seinna jafnaði Brighton. Solly March tók aukaspyrnu frá vinstri. Boltinn fór beint á Lewis sem smelli honum í markið af stuttu færi. Liverpool hefði átt að verjast þessari aukaspyrnu en það tókst ekki. Sex mínútum fyrir leikslok áttu Mávarnir góða sókn. Joao Pedro fékk sendingu fyrir markið en hann skaut sem betur fer hátt yfir. Liðin skildu því jöfn og voru það sanngjörn úrslit ef allt er tekið.
Liverpool náði sér ekki vel á strik enda börðust heimamenn hart og vel. En ef Ryan hefði nýtt dauðafæri sitt hefði Liverpool unnið. Eins átti Pascal að fjúka af velli þegar Liverpool fékk vítið. Hætt er við að Liverpool hefði unnið manni fleiri í heilan hálfleik. Dómgæsla síðustu tveggja leikja hefur farið illa með Liverpool. Liverpool tapaði tvívegis á heimavelli Brighton á síðustu leiktíð og þessi úrslit voru sannarlega framför.
Mörk Brighton: Simon Adingra (20. mín.) og Lewis Dunk (78. mín.).
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (40. og víti 45. mín.).
Áhorfendur: 31.752.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Enn skorar Mohamed. Fyrir utan mörkin vann hann mjög vel fyrir liðið.
Fróðleikur
- Mohamed Salah er nú kominn með sex mörk á keppnistímabilinu.
- Egyptinn er búinn að skora átta mörk á móti Brighton á ferli sínum. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað oftar gegn Mávunum.
- Alisson Becker, Andrew Robertson og Dominik Szoboszlai hafa einir leikmanna Liverpool leikið allar mínútur í deildinni það sem af er leiktíðar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan