| Sf. Gutt
Liverpool heldur sínu striki á Evrópuvegferð sinn. Liðið er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Liverpool vann í kvöld stórsigur 5:1 á franska liðinu Toulouse á Anfield Road.
Enn sem fyrr voru gerðar margar breytingar á liði Liverpool fyrir Evrópuleik. Þrír leikmenn héldu stöðum sínum frá sigrinum á Everton á laugardaginn. Caoimhin Kelleher var búinn að ná sér af meiðslum og kom í markið. Curtis Jones fékk sæti eins og við var búist enda er hann ennþá í leikbanni í deildinni.
Liverpool réði algjörlega gangi mála frá upphafi til enda ef undan eru skildar þær 14 mínútur sem staðan var jöfn eftir að frönsku bikarmeistrarnir jöfnuðu. Liverpool slapp reyndar með skrekkinn eftir mínútu í síðari hálfleik þegar Caoimhin Kelleher átti ónákvæma sendingu í upphafi sóknar. Gabriel Suazo fékk boltann frá félaga sínum með markið opið fyrir framan sig. Trent Alexander-Arnold var reyndar á marklínunni og Gabriel skaut í hann frekar en Trent gæti gert eitthvað til varnar. Ótrúlegt atvik. Þarna hefði Toulouse getað komist inn í leikinn.
1:0. 9. mínúta. Joe Gamez pikkaði boltanum frá mótherja á sínum vallarhelmingi. Boltinn hrökk fram og Diogo Jota hirti hann rétt fyrir framan miðjuna og tók á rás í gegnum vörn franska liðsins. Þegar inn í vítateiginn kom sendi hann boltann örugglega framhjá markmanninum og út í vinstra hornið.
1:1. 16. mínúta. Thijs Dallinga fékk stungusendingu fram fyrir miðjuna hægra megin. Hann var ekki rangstæður, lék inn í vítateiginn og skoraði af öryggi neðst í fjærhornið.
2:1. 30. mínúta. Liverpool spilaði úr horni hægra megin. Trent Alexander-Arnold fékk boltann og sendi fyrir markið. Þar hitti hann beint á höfuðið á Wataru Endo sem skallaði örugglega í markið. Fallegur skalli hjá Japananum
3:1. 34. mínúta. Ryan Gravenberch tók á skeið fram völlinn. Curtis Jones fékk svo boltann inn í vítateiginn. Hann reyndi skot sem fór í varnarmann og svo í hann sjálfan. Boltinn hrökk af honum út til vinstri á Darwin Núnez sem fékk boltann við markteigshornið þaðan sem hann þrumaði boltanum upp í þaknetið.
4:1. 65. mínúta. Darwin komst einn í gegn, lék á markmanninn og skaut svo í stöng fyrir opnu marki. Allt fór vel því Ryan hirti frákastið, lék á markmanninn og skoraði fyrir framan Kop stúkuna. Eins gott fyrir Darwin að svo fór!
5:1. 90. mínúta. Mohamed Salah fékk boltann í vítateignum frá Cody Gakpo. Hann lék á varnarmann í miðjum teignum og þrumaði boltanum svo í þverslá og inn. Glæsilegt hjá Mohamed!
Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína hingað til í Evrópudeildinni. Liverpool spilaði býsna vel í leiknum. Ungir og efnilegir leikmenn fengu tækifæri og stóðu fyrir sínu. Caoimhin Kelleher og Cody Gakpo komu aftur til leiks eftir meiðsli.
Liverpool hleypti franska liðinu aftur inn í leikinn þannig að það náði að jafna. Annað var það nú varla.
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold (Gakpo 67. mín.), Matip, Gomez, Chambers (Quansah 67. mín.), Jones (McConnell 89. mín.), Endo, Gravenberch (Salah 70. mín.), Elliott, Núnez (Scanlon 66. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Alisson, Jaros, van Dijk, Díaz, Szoboszlai, Mac Allister og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (9. mín.), Wataru Endo (30. mín.), Darwin Núnez (34. mín.), Ryan Gravenberch (65. mín.) og Mohamed Salah (90. mín.).
Gult spjald: Harvey Elliott.
Toulouse: Restes, Desler (Kamanzi 73. mín), Evans Costa, Nicolaisen, Diarra, Suazo (Magri 67.mín.), Schmidt, Sierro, Cásseres (Gelabert 67. mín.), Dønnum (Genreau 67. mín.) og Dallinga (Begraoui 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Genreau, Mawissa Elebi, Bangré, Keben, Domínguez og Lacombe.
Mark Toulouse: Thijs Dallinga (16. mín.).
Maður leiksins: Ryan Gravenberch. Hollendingurinn var stórgóður. Hann skoraði annað Evrópumark sitt og átti þátt í öðru marki.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
- Þetta er 48. leiktíð Liverpool í Evrópukeppnum.
- Liverpool er eina enska liðið sem Toulouse hefur leikið gegn í Evrópusögu sinni.
- Toulouse vann sinn fyrsta stórtitil á síðustu leiktíð en þá vann liðið franska bikarinn.
- Diogo Jota og Darwin Núnez skoruðu báðir í fimmta sinn á leiktíðinni.
- Wataru Endo opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool.
- Ryan Gravenberch skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði níunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þeir Calum Scanlon og James McConnell léku í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
TIL BAKA
Þrír Evrópusigrar í röð
Liverpool heldur sínu striki á Evrópuvegferð sinn. Liðið er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Liverpool vann í kvöld stórsigur 5:1 á franska liðinu Toulouse á Anfield Road.
Liðsuppstilling
Enn sem fyrr voru gerðar margar breytingar á liði Liverpool fyrir Evrópuleik. Þrír leikmenn héldu stöðum sínum frá sigrinum á Everton á laugardaginn. Caoimhin Kelleher var búinn að ná sér af meiðslum og kom í markið. Curtis Jones fékk sæti eins og við var búist enda er hann ennþá í leikbanni í deildinni.
Gangur leiksins
Mörkin
1:0. 9. mínúta. Joe Gamez pikkaði boltanum frá mótherja á sínum vallarhelmingi. Boltinn hrökk fram og Diogo Jota hirti hann rétt fyrir framan miðjuna og tók á rás í gegnum vörn franska liðsins. Þegar inn í vítateiginn kom sendi hann boltann örugglega framhjá markmanninum og út í vinstra hornið.
1:1. 16. mínúta. Thijs Dallinga fékk stungusendingu fram fyrir miðjuna hægra megin. Hann var ekki rangstæður, lék inn í vítateiginn og skoraði af öryggi neðst í fjærhornið.
2:1. 30. mínúta. Liverpool spilaði úr horni hægra megin. Trent Alexander-Arnold fékk boltann og sendi fyrir markið. Þar hitti hann beint á höfuðið á Wataru Endo sem skallaði örugglega í markið. Fallegur skalli hjá Japananum
3:1. 34. mínúta. Ryan Gravenberch tók á skeið fram völlinn. Curtis Jones fékk svo boltann inn í vítateiginn. Hann reyndi skot sem fór í varnarmann og svo í hann sjálfan. Boltinn hrökk af honum út til vinstri á Darwin Núnez sem fékk boltann við markteigshornið þaðan sem hann þrumaði boltanum upp í þaknetið.
4:1. 65. mínúta. Darwin komst einn í gegn, lék á markmanninn og skaut svo í stöng fyrir opnu marki. Allt fór vel því Ryan hirti frákastið, lék á markmanninn og skoraði fyrir framan Kop stúkuna. Eins gott fyrir Darwin að svo fór!
5:1. 90. mínúta. Mohamed Salah fékk boltann í vítateignum frá Cody Gakpo. Hann lék á varnarmann í miðjum teignum og þrumaði boltanum svo í þverslá og inn. Glæsilegt hjá Mohamed!
Plús
Liverpool hefur unnið alla þrjá leiki sína hingað til í Evrópudeildinni. Liverpool spilaði býsna vel í leiknum. Ungir og efnilegir leikmenn fengu tækifæri og stóðu fyrir sínu. Caoimhin Kelleher og Cody Gakpo komu aftur til leiks eftir meiðsli.
Mínus
Liverpool hleypti franska liðinu aftur inn í leikinn þannig að það náði að jafna. Annað var það nú varla.
Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold (Gakpo 67. mín.), Matip, Gomez, Chambers (Quansah 67. mín.), Jones (McConnell 89. mín.), Endo, Gravenberch (Salah 70. mín.), Elliott, Núnez (Scanlon 66. mín.) og Jota. Ónotaðir varamenn: Alisson, Jaros, van Dijk, Díaz, Szoboszlai, Mac Allister og Tsimikas.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (9. mín.), Wataru Endo (30. mín.), Darwin Núnez (34. mín.), Ryan Gravenberch (65. mín.) og Mohamed Salah (90. mín.).
Gult spjald: Harvey Elliott.
Toulouse: Restes, Desler (Kamanzi 73. mín), Evans Costa, Nicolaisen, Diarra, Suazo (Magri 67.mín.), Schmidt, Sierro, Cásseres (Gelabert 67. mín.), Dønnum (Genreau 67. mín.) og Dallinga (Begraoui 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Genreau, Mawissa Elebi, Bangré, Keben, Domínguez og Lacombe.
Mark Toulouse: Thijs Dallinga (16. mín.).
Maður leiksins: Ryan Gravenberch. Hollendingurinn var stórgóður. Hann skoraði annað Evrópumark sitt og átti þátt í öðru marki.
Áhorfendur á Anfield Road: Ekki vitað.
Fróðleikur
- Þetta er 48. leiktíð Liverpool í Evrópukeppnum.
- Liverpool er eina enska liðið sem Toulouse hefur leikið gegn í Evrópusögu sinni.
- Toulouse vann sinn fyrsta stórtitil á síðustu leiktíð en þá vann liðið franska bikarinn.
- Diogo Jota og Darwin Núnez skoruðu báðir í fimmta sinn á leiktíðinni.
- Wataru Endo opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool.
- Ryan Gravenberch skoraði annað mark sitt fyrir Liverpool.
- Mohamed Salah skoraði níunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Þeir Calum Scanlon og James McConnell léku í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan