| Sf. Gutt
Liverpool kom heim frá Manchester með eitt stig í farteskinu eftir 1:1 jafntefli við Manchester City í gær. Trent Alexander-Arnold jafnaði leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Hann sagði eftir leikinn að úrslitin væru góð en liðið hefði alls ekki leikið frábærlega.
,,Þetta eru án efa góð úrslit. Alla vegna betri en á síðustu leiktíð. Í raun höfum við heilt yfir ekki náð mörgum góðum úrslitum hérna. Íþróttin snýst um að ná stigum og við sættum okkur við stigið sem við fengum. Við spiluðum alls ekki frábærlega. En sem ég segi þá sættum við okkur við stigið og það var ýmislegt jákvætt í leik okkar. Við fengm færi til að vinna leikinn."
Trent Alexander-Arnold jafnaði metin á móti Manchester City. Honum segist svo frá markinu sem var það fyrsta sem hann skorar á leiktíðinni
,,Mér gafst tækifæri. Mo sendi á mig og mér datt í hug að ég gæti hitt markið með því að skjóta þvert. Ég vissi að það voru menn til varnar. Ég tók eina snertingu og náði svo skotinu þvert á markið. Úr varð fínasta skot neðst út í fjærhornið. Liðið þarfnaðist þess að fá mark."
Liverpool tapaði 4:1 á Etihad leikvanginum á síðasta keppnistímabili. Sem betur fer voru úrslitin betri núna.
TIL BAKA
Spiluðum alls ekki frábærlega

Liverpool kom heim frá Manchester með eitt stig í farteskinu eftir 1:1 jafntefli við Manchester City í gær. Trent Alexander-Arnold jafnaði leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Hann sagði eftir leikinn að úrslitin væru góð en liðið hefði alls ekki leikið frábærlega.
,,Þetta eru án efa góð úrslit. Alla vegna betri en á síðustu leiktíð. Í raun höfum við heilt yfir ekki náð mörgum góðum úrslitum hérna. Íþróttin snýst um að ná stigum og við sættum okkur við stigið sem við fengum. Við spiluðum alls ekki frábærlega. En sem ég segi þá sættum við okkur við stigið og það var ýmislegt jákvætt í leik okkar. Við fengm færi til að vinna leikinn."
Trent Alexander-Arnold jafnaði metin á móti Manchester City. Honum segist svo frá markinu sem var það fyrsta sem hann skorar á leiktíðinni
,,Mér gafst tækifæri. Mo sendi á mig og mér datt í hug að ég gæti hitt markið með því að skjóta þvert. Ég vissi að það voru menn til varnar. Ég tók eina snertingu og náði svo skotinu þvert á markið. Úr varð fínasta skot neðst út í fjærhornið. Liðið þarfnaðist þess að fá mark."
Liverpool tapaði 4:1 á Etihad leikvanginum á síðasta keppnistímabili. Sem betur fer voru úrslitin betri núna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan