| Sf. Gutt

Við höldum okkar striki!


Fyrirliði Liverpool, Virgil van Dijk, segir að þó framkvæmdastjórinn sé á förum muni leikmenn liðsins halda sínu striki. Það hafi verið erfitt að kyngja því að Jürgen Klopp hafi ákveðið að yfirgefa Liverpool eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur en áfram verði haldið við að vinna að ná settum markmiðum!

,,Framkvæmdastjórinn hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, okkur og félagið. En hann tók þessa ákvörðun með sinn hag og fjölskyldu sinnar að leiðarljósi. Það lá alltaf fyrir að þetta yrði erfitt og það kom á daginn. Hann sagði okkur þetta í einrúmi og við vorum þar allir samankomnir. Það er erfitt að kyngja þessu en við ætlum okkur að einbeita okkur að þeim verkefnum sem eru fyrir höndum. Við stefnum að mörgum markmiðum það sem lifir leiktíðar. Því ekki að enda leiktíðina af krafti og fagna með framkvæmdastjóranum? "


,,Okkur langar til að vinna afrek og á undirbúningstímabilinu settum við okkur markmið sem við stefnum ennþá á að ná. Það hefur ekkert breyst hvað það varðar. Kannski veitir þetta allt okkur aukakraft eða þá að þetta gefur okkur meiri gleði þannig að síðasti hluti leiktíðarinnar, sem er um leið lokakafli valdatíðar framkvæmdastjórans hjá félaginu, verði skemmtilegasti tíma ævi hans. Við stefnum að þessu. Við höldum því okkar striki áfram eins og við höfum gert."

Fyrirliðinn hefur gefið tóninn um framhaldið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan