Bobby Clark seldur
Liverpool hefur selt annan ungliða úr sínum röðum á nokkrum dögum. Nú síðast var það Bobby Clark sem var seldur. Austurríska liðið Red Bull Salzburg keypti Bobby fyrir tíu milljónir sterlingpunda. Pep Lijnders, fyrrum aðstoðaframkvæmdastjóri Liverpool er nú framkvæmdastjóri Salzburg. Hann hefur mikið álit á Bobby og gafst ekki upp við að fá hann til Austurríkis. Liverpool hafði fyrr í sumar hafnað tveimur tilboðum austurríska liðsins í Bobby.
Liverpool heldur þó möguleika opnum að fá Bobby aftur. Ef rétt er skilið á Liverpool forkaupsrétt á piltinum, sem er aðeins 19 ára, þannig að ef Salzburg ætlar að selja getur Liverpool komið í veg fyrir það og keypt hann. En vilji Liverpool ekki nýta sér forkaupsréttinn fær félagið 17,5% af þeirri sölu sem hugsanlega verður.
Bobby byrjaði að æfa með Birmingham City þegar hann var strákur. Seinna fór hann svo að æfa með Newcastle United. Pabbi hans Lee Clarke var þjálfari hjá yngri liðum Birmingham þegar hann var þar. Lee var lengi atvinnumaður og spilaði með Newcastle United, Sunderland og Fulham. Það fór ekki svo að Bobby næði líka að spila með Newcastle því Liverpool keypti hann sumarið 2021 fyrir eina og hálfa milljón sterlingspunda.
Bobby lék 14 leiki með aðalliði Liverpool og skoraði eitt mark. Hann kom inn sem varamaður í Deildarbikarúrslitaleiknum á móti Chelsea og varð þar með Deildarbikarmeistari.
Það kemur nokkuð á óvart að Liverpool selji Bobby. Hann stóð sig mjög vel með aðalliðinu á síðustu leiktíð og kom við sögu í 12 leikjum. Hann hefur verið talinn einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool frá því hann kom til félagsins.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Bobby fyrir framlag sitt hjá félaginu. Um leið er honum óskað góðs gengis.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!