Jarell Quansah gerir nýjan samning
Tilkynnt var í dag að Jarell Quansah hefði gert nýjan samning við Liverpool. Hann er nú einn ef ekki efnilegasti leikmaður félagsins.
Jarell er 21. árs gamall. Hann er alinn upp hjá Liverpool frá blautu barnsbeini. Hann hefur hingað til leikið 35 leiki með Liverpool, skorað þrjú mörk og lagt upp jafn mörg. Jarell var lánsmaður hjá Bristol Rovers á leiktíðinni 2022/23 og lék 16 leiki þar. Hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum og verið valinn í aðallandsliðshópinn. Hann hefur enn ekki spilað með aðallandsliðinu.
Jarell Quansah er hæstánægður með nýja samninginn. „Ég gæti ekki verið ánægðari. Þjálfarastíll nýja framkvæmdastjórans hafði mikið að segja og ég tel þetta besta félag í heimi til að bæta mig svo ég verði betri leikmaður. Leikmennirnir í kringum mig eru þeir bestu í heimi í þessari stöðu og ég legg mig allan fram um að hlusta á þá. Það er sennilega ekki betri staður fyrir mig til að vera á."
Það er auðvitað hið besta mál að Jarell Quansah sé búinn að gera nýjan samning við Liverpool. Nú er að vona að fljótlega verði tilkynnt um fleiri nýja samninga við leikmenn Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!