Öruggt áframhald
Evrópumeistarar Liverpool eru örugglega komnir áfram í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 3:0 sigur á Total Network Solutions í Wrexham í kvöld. Liverpool vann Bretlandsorrustuna gegn velsku meisturunum samanlagt 6:0.
Rafael Benítes gerði þrjár breytingar frá fyrri leiknum. Þeir Djibril Cisse, Dietmar Hamann og Boudjiwin Zenden komu inn í liðið í stað þeirra Fernado Morientes, Steven Gerrard og Stepehn Warnock. Jamie Carragher leiddi liðið sem fyrirliði.
Liverpool mætti mikilli mótspyrnu og Veilsverjarnir stóðu sig með sóma. Liverpool átti nokkur góð færi áður en Djibril Cisse kom Liverpool yfir á 26. mínútu. Varnarmaður missti af fyrirgjöf John Arne Riise og boltinn barst til Djibril sem skoraði af öryggi. Anthony Le Tallec var næstum búinn að skora fyrir leikhlé en skoti hans var bjargað á línu.
Liverpool fékk vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik þegar brotið var á Darren Potter. Dietmar Hamann tók vítaspyrnuna en Ged Doherty varði lausa spyrnu Þjóðverjans nokkuð örugglega. Það kom á óvart að Dietmar skyldi ekki skora eins og vítaspyrnan hans í Istanbúl, í vor, var örugg. Jamie Carragher var nærri búin að skora sitt fyrsta mark í áraraðir en hann náði ekki að klára gott færi. Hann skipti svo við Zak Whitbread sem lék sinn fyrsta Evrópuleik. Sami Hyypia tók þá við fyrirliðabandinu. T.N.S. náði svo næstum að skora sitt fyrsta Evrópumark sitt en gott skot frá Steven Beck hafnaði í stöng. Litlu síðar skipti Rafael Steven Gerrard inn á. Hann fór á kostum og skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Fyrst skoraði hann með föstu langskoti á 85. mínútu. Mínútu síðar skoraði hann aftur með skoti rétt innan vítateigs eftir snilldarsendingu Luis Garcia. Það var kannski sárt fyrir Veilsverjana að fá tvö mörk á sig undir lokin eftir að hafa barist svo hetjulega. En öruggur sigur Evrópumeistaranna var í höfn og áframhald í aðra umferð forkeppninnar gulltryggt.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Riise, Cisse, Le Tallec (Garcia 58. mín.), Alonso (Gerrard 67. mín.), Hamann, Carragher (Whitbread 53. mín.), Zenden og Potter. Ónotaðir varamenn: Carson, Josemi, Warnock og Morientes.
Mörk Liverpool: Djibril Cisse (26. mín.) og Steven Gerrard (85. og 86. mín.)
Áhorfendur á Racecourse Ground: 8.009.
Rafael Benítez var ánægður í leikslok. Hann hrósaði þó mótherjunum. ,,Þeir stóðu sig mjög vel. Þeir vörðust vel, voru þéttir fyrir og skipulag þeirra var gott. Markvörður þeirra var besti maður þeirra í rimmunni. Hann stóð sig mjög vel. Hann handlék boltann vel og varði oft mjög vel. Þetta var góður leikur hjá okkur og þegar upp er staðið er ég ánægður með úrslitin. Eins og í leiknum á Anfield í síðustu viku þá spiluðum við betur í fyrri hálfleik en þeim seinni. Það er eðlilegt fyrst við höfðum svona örugga forystu í rimmunni."
Það er nú ljóst að Liverpool er komið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool mun halda áfram vörn sinni á Evrópubikarnum gegn Kaunas frá Litháen. Kaunas lagði H.B. frá Þórshöfn að velli 4:0 í Vilnius í dag og samtals 8:2.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur