| HI

Liverpool-Blackburn, tölfræði

Stærsti sigur Liverpool á Blackburn á Anfield er 4-0. Slíkur sigur hefur unnist þrisvar; tímabilið 1896-97, 1933-34 og 2003-04.

Stærsta tap Liverpool fyrir Blackburn á Anfield er 1-3 tímabilið 1905-06.

Báðir leikir þessara liða á síðasta tímabili enduðu með jafntefli. Fyrri leikurinn, sem fram fór á Ewood Park, endaði 2-2 en leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli.

Liverpool-liðið er ósigrað í 13 síðustu deildarleikjum gegn Blackburn. Fimm leikir hafa unnist og átta endað með jafntefli.

Í nóvember 1998 lék Steven Gerrard sinn fyrsta leik með Liverpool þegar hann kom inná sem varamaður gegn Blackburn í stað Vegard Heggem. Brad Friedel var á bekknum hjá Liverpool í þessum leik en hann leikur sem kunnugt er nú með Blackburn.

Billy Liddell skoraði síðast þrennu fyrir Liverpool gegn Blackburn. Það gerðist á Ewood Park í febrúar 1958.

Sá eini sem hefur gert það á Anfield er Dick Forshaw árið 1923.

Liverpool hefur sex sinnum haldið hreinu í síðustu átta leikjunum gegn Blackburn á Anfield.

Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hafa liðin mæst 22 sinnum. Liverpool hefur unnið níu sinnum og tapað fimm sinnum.

Síðast þegar Liverpool tapaði 4-1 á heimavelli (fyrir Man. Utd. 1969) vann liðið næsta leik á eftir 5-1, en sá leikur var gegn Burnley á útivelli. Fimm leikmenn skoruðu þessi fimm mörk.

Aðeins tveir leikmenn hafa komið við sögu í öllum 15 leikjum Liverpool á þessu tímabili, Sami Hyypia og Djibril Cissé.

Blackburn hefur aðeins einu sinni unnið á Anfield í síðustu 13 leikjunum í deildinni. Mike Newell skoraði þá eina mark leiksins í september 1993. Þetta er eini sigur þeirra í deildinni á Anfield í 41 ár.

Henning Berg var síðasti leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leik þessara liða á Anfield, árið 1995. Lucas Neil náði þó að verða rekinn útaf tvisvar á Ewood Park á tímabilinu 2003-04, í deildinni og deildarbikarnum.

Markalausa jafnteflið í fyrra á Anfield var fyrsti leikurinn í ellefu viðureignum liðanna í deildinni þar sem Blackburn hélt hreinu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan