Mark spáir í spilin.
Þrettánda sætið í deildinni. Óhagstæð markatala. Úr leik í Deildarbikarnum. Þetta eru helstu staðreyndir af gengi Evrópumeistaranna þessa síðustu viku. Nú þarf að bíta í skjaldarrendur og þó fyrr hefði verið. Fyrir viku átti Liverpool leik gegn liði sem hafi aðeins unnið einn leik í deildinni. Næsti leikur var leikur gegn liði úr fyrstu deild í Deildarbikarnum. Nú viku síðar eru tvö hroðaleg töp að baki og nú verða Evrópumeistararir að koma sér í gang.
En af hverju töpuðust þessir leikir sem hefðu átt að vinnast. Jú, þetta voru bæði útileikir. Jú, liðið nær varla að koma inn marki. Jú, alltof margir leikmanna liðsins stóðu ekki undir nafni. Eftir fyrri leikinn boðaði Rafael Benítez til fundar á Melwood með sínum mönnum og ræddi málin. Hann sagði framgöngu Liverpool hafa verið óásættanlega. Eftir seinni leikinn sagðist Rafael ekki getað gagnrýnt leikmenn sína því þeir hefðu barist vel. Mín skoðun er nú svo að bæði töpin hafi verið óásættanleg og gersamlega ólíðandi. Það á nú varla að þurfa að undanskilja leikmenn Liverpool frá gagnrýni af því þeir börðust vel í leiknum. Þeir eru nú með nógu há laun til að stuðningsmenn liðsins geti ætlast til þess að þeir berjist vel í hverjum einasta leik. En Steven Gerrard fyrirliði Liverpool gekk fram fyrir skjöldu og bað okkur, stuðningsmenn Liverpool, afsökunnar á tapið gegn Crystal Palace. Þar gerði hann rétt.
En þessir leikir eru að baki og aðrir bíða. Á morgun mæta Hamararnir til Liverpool. Það má ljóst vera að leikmenn Liverpool verða að taka sig saman í andlitinu og vinna sigur. Ekki bara vinna sigur heldur hann sannfærandi. Ekki myndi spilla fyrir að Peter Crouch myndi skora mark. Hann hefur enn ekki skorað í þeim ellefu leikjum sem hann hefur spilað í fyrir hönd Liverpool. Það sem meira er hann hefur sjaldan gert sig líklega til þess. Ég hugsa að ef stuðningsmenn Liverpool gætu valið sér markaskorara á morgun þá yrði Peter fyrir valinu. Byrjun hans hjá Liverpool er líklega slakasta byrjun sóknarmanns í sögu félagsins ef tekið er mið af markaskorun. Við verðum að vona það besta.
En á morgun verða leikmenn Liverpool að leika fyrir félagið. Svo vitnað sér til pistils Ian Rush, nú fyrr í vikunni, þá virðist svo vera að nokkrir leikmanna liðsins séu ekki að leggja sig nægjanlega mikið fram fyrir Liverpool Football Club. Nú verða menn bara að standa sig. Annað dugar ekki og við stuðningsmenn Liverpool eigum heimtingu á að leikmenn liðsins standi sig.
Liverpool v West Ham United
Ég hallast að sigri Liverpool. En liðið á samt enn við mikinn vanda að etja. Liðið teflir ekki fram nógu mörgum í sókn og það skapar sér ekki nógu mörk marktækifæri. En ég held samt að liðið verði of sterkt fyrir West Ham því það er með betri miðjumenn. Eins er ennþá erfitt að brjóta liðið á bak aftur.
West Ham mun hiksta eftir heppnissigur á Middlesbrough í síðustu viku. En mér finnst að að liðið geti haldið áfram að spila vel. Þeir hafa hugmyndaríka og fljóta menn, á borð við Teddy Sheringham og Yossi Benayoun, í sókninni.
Úskurður: Liverpool:West Ham United. 2:1.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!