Benfica-Liverpool - tölfræði - setur Liverpool met í kvöld?
Árangur Liverpool í Evrópukeppni (öllum keppnum): 257 leikir, 147 sigrar, 56 jafntefli, 54 töp.
Árangur Liverpool í Meistaradeild Evrópu og Evrópukeppni meistaraliða: 126 leikir, 75 sigrar, 27 jafntefli, 24 töp.
Árangur Liverpool gegn Benfica: Sex leikir, fimm sigrar og eitt tap.
Þetta er í fjórða sinn sem Liverpool og Benfica mætast í Evrópukeppninni og hefur Liverpool alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Reyndar hefur Liverpool alltaf náð í úrslitaleikinn í kjölfarið.
Eftir þessa viðureign hefur Liverpool mætt Benfica í Evrópukeppni oftar en nokkru öðru liði, eða fjórum sinnum heima og heiman.
Þetta verður í sjöunda sinn sem Liverpool mætir portúgölsku liði í Evrópukeppninni. Fjórum sinnum hefur Liverpool síðan farið í úrslitaleikinn. Fyrir utan Benfica hefur Liverpool mæti Vitoria Setubal, Porto og Boavista. Síðastnefnda liðið er eina liðið fram að þessu sem Liverpool hefur mætt í Meistaradeildinni.
Vitoria Setubal er eina portúgalska liðið sem hefur slegið Liverpool út úr Evrópukeppni. Það verður í Fairs Cup 1969-70 á mörkum skoruðum á útivelli.
Liverpool sigraði í sínum riðli og komst þannig í 16-liða úrslit. Liðið fékk aðeins á sig eitt mark í riðlakeppninni, gegn Real Betis á útivelli á fyrsta leikdegi.
Ef Liverpool fær ekki á sig mark í leiknum verður nýtt félagsmet sett en þá hefur liðið haldið hreinu í sex Evrópuleikjum í röð.
Liðið hefur ekki fengið á sig mark í Evrópukeppninni í 489 mínútur. Félagsmetið er 561 mínúta og var það sett tímabilið 1983-84. Liðið sem batt enda á það tímabil var einmitt Benfica.
Liverpool hefur verið taplaust í 14 Evrópuleikjum í röð í meistaradeildinni (forkeppni ekki meðtalin), eða síðan liðið tapaði fyrir Monaco á útivelli í riðlakeppninni í fyrra.
Luis Garcia hefur skorað fleiri mörk í meistaradeildinni fyrir Liverpool en nokkur annar. Hann hefur skoraði sjö mörk, einu meira en Michael Owen.
Sami Hyypia lék sinn 56. Evrópuleik í röð gegn Chelsea í desember. Þar með sló hann félagsmetið sem Chris Lawler átti áður.
Ef Sami spilar í kvöld gæti hann leikið sinn 50. leik fyrir Liverpool í meistaradeildinni í seinni leiknum eftir hálfan mánuð. Aðeins Phil Neal hefur leikið fleiri leiki fyrir Liverpool í keppninni um Evrópubikarinn, eða 57.
Liverpool hefur fengið á sig 98 mörk í keppninni um Evrópubikarinn.
Steven Gerrard hefur skorað sjö mörk í Evrópukeppninni á þessu tímabili. Hann er tveimur mörkum frá metinu, sem er níu mörk og er í eigu Dean Saunders. Hann setti þetta met í UEFA-cup 1991-92. Öll mörk hans komu í forkeppninni.
Gerrard er tveimur mörkum frá félagsmet Ian Rush í keppninni um Evrópubikarinn, en Rush skoraði 14 mörk í þeirri keppni. Ef Gerrard skorar í kvöld verður hann þriðji markahæsti leikmaður Liverpool í öllum Evrópukeppnum ásamt Roger Hunt með 17 mörk.
Robbie Fowler hefur skorað eitt mark fyrir Liverpool í Meistaradeildinni, gegn FC Haka í forkeppninni í ágúst 2001.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!