Mark spáir í spilin
Eftir afmælissigurinn góða verður haldið norður í land til að leika gegn Skjórunum á sunnudaginn. Sigurinn gegn Fulham ætti að veita leikmönnum Liverpool aukið sjálfstraust og ekki veitir af á lokasprettinum. Það má segja að lokaspretturinn í deildarkeppninni sé nú hafinn. Evrópumeistararnir þurfa að halda sér í hópi þeirra liða sem skipa fjögur efstu sætin og vissulega er enn góður möguleiki á að ná öðru sætinu. Efsta sætið er um það bil að verða stærðfræðilega úr sögunni! Það væri mjög gott ef það tækist að ná öðru sætinu því þá myndi Liverpool sleppa við forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar. Það væri líka enn betra í ljósi þess að leikmenn Liverpool hófu keppnistímabil sitt um miðjan júlí þegar bændur voru að hefja slátt. Annað sætið myndi einfaldlega þýða aukna hvíld fyrir leikmenn Liverpool í sumar og ekki mun af veita því einhverjir leikmanna liðsins verða líka að spila í Þýskalandi fram eftir öllu sumari.
En leikurinn gegn Newcastle United er það verkefni sem þarf næst að ganga í. Liverpool vann öruggan sigur á Newcastle í fyrri leiknum á öðrum degi jóla og annar slíkur kæmi sér sérlega vel. Liverpool vann sem fyrr segir stórsigur í síðasta leik og Newcastle tapaði sínum síðasta leik illa. Liverpool ætti því að hafa meðbyr fyrir leikinn. En Skjórarnir eru erfiðir heim að sækja. Liðinu hefur gengið mjög vel eftir að Graeme Souness var gert að yfirgefa stjórnklefann. Heilagur Mikjáll er enn ekki orðinn góður af ristarbrotinu sem hann varð fyrir á gamlársdag. Hann skorar því ekki gegn Liverpool að þessu sinni. Steven Gerrard stakk upp á því við hann um síðustu helgi hvort hann vildi ekki koma til Liverpool. En Michael svaraði og sagðist ekki vera á förum frá Skjórunum. Það skyldi þó enginn útiloka að Michael muni snúa aftur til Liverpool. Það verður líklega ekki í sumar en hver veit nema hann eigi aftur að klæðast rauðu, frá hvirfli til ilja, á nýjan leik Robbie Fowler sneri jú aftur!
Newcastle United v Liverpool
Ég held að Liverpool geti lagt land undir fót og unnið þennan leik. Liðið mun gera Newcastle mjög erfitt fyrir með þéttum leik. Svo hóf liðið aftur að skora mörk í markaveislunni gegn Fulham á miðvikudagskvöldið.
Úrskurður: Newcastle United v Liverpool 1:2.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!