| Grétar Magnússon

Luis Garcia í bann

Þær leiðinlegu fréttir voru að berast að áfrýjun Liverpool yfir rauða spjaldinu sem Luis Garcia fékk á miðvikudaginn hafi verið hafnað. Það sama gildir um Hayden Mullins leikmann West Ham United.

Aganefnd Enska Knattspyrnusambandsins vísaði kröfum Liverpool og West Ham United um að breyta rauðu spjöldunum í gul frá og báðir leikmenn taka nú út þriggja leikja bann. Bannið tekur gildi frá og með deginum í dag. Þetta þýðir, því miður, að Luis Garcia spilar ekki meira með Liverpool á þessu tímabili.

Rafael Benítez hafði þetta að segja. ,,Luis er mjög vonsvikinn. Ég sagði honum eftir leikinn að hann hefði gert stór mistök því maður getur ekki leyft sér að missa stjórn á sér fyrir mikilvæga leiki. Þetta er kannski góð reynsla fyrir Luis og hina leikmenn liðsins, þegar til lengri tíma er litið, því nú sjá þeir hvað gæti hent þá." 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan