Mark spáir í spilin
Á morgun fer 125. úrslitaleikur Ensku bikarkeppninnar fram á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Í sjöundu heimsókn sinni í höfuðstað Wales fær Liverpool tækifæri til að vinna keppnina í sjöunda sinn.
Liverpool vann keppnina síðast vorið 2001 í ævintýralegum leik gegn Arsenal. Aftur stendur lið frá Lundúnum í veginum. Ljóst er það verður ekki auðvelt að landa sigri í Cardiff á morgun. Flestir telja Liverpool mun sigurstranglegra lið en West Ham United hefur harðskeyttu liði á að skipa. Liðið kom upp í Úrvalsdeildina í gegnum umspil á síðustu leikíð og Hamrarnir hafa spjarað sig vel á þessari sparktíð. Liðin gengu tvívegis á hólm í deildinni á þessari leiktíð og hafði Rauði herinn betur í bæði skiptin. Í lok október vann Liverpool öruggan 2:0 sigur á Anfield Road. Seinni leikurinn á Upton Park fór fram nú á dögunum. Liverpool hafði 2:1 sigur í honum í jöfnum leik.
Það eru nokkrir óvissuþættir í sambandi við hvað leikmenn munu ganga til leiks á morgun. Það liggur þó fyrir að Liverpool verður án þeirra Luis Garcia sem er í leikbanni og Robbie Fowler sem er ekki löglegur. Hvað meiðsli varðar þá liggur enn ekki fyrir hvort Xabi Alonso verður leikfær. Hjá West Ham United er Hayden Mullins í leikbanni. Þeir Dean Ashton og Matthew Etherington hafa átt við meiðsli að stríða og óvíst er um þátttöku þeirra. Þó munu þeir vera heldur á batavegi.
Mark Lawrenson varð bikarmeistari með Liverpool fyrir tuttugu árum þegar Rauði herinn tryggði sér Tvennuna með því að leggja Everton að velli 3:1. Hann hefur nú birt ítarlega spá á vefsíðu BBC. Þar veltir hann liðunum fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum. Spáin er hér að neðan í aðeins styttri útgáfu.
LIVERPOOL v WEST HAM UNiTED
Viðureign Liverpool og West Ham á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff á laugaradginn gæti orðið besti úrslitaleikurinn í F.A. bikarnum í mörg ár. Liverpool er sigurstranglegra liðið. En ólíkt leikjunum milli Southampton og Arsenal og Manchester United og Millwall þá á liðið, sem er talið veikara á pappírnum, núna möguleika á sigri.
Til að geta komið á óvart þarf West Ham á öllum sínum bestu mönnum að halda. Það mun því allt reynt í herbúðum þeirra til að fá þá Dean Ashton og Matthew Etherington leikfæra. Ég er viss um að Alan Pardew telur að besti möguleikinn til sigurs felist í því að sækja hart að Liverpool. Liðið verður að ná mjög góðum tökum á miðjunni því annars er líklegt að Liverpool yfirspili það á því svæði. Þeir Steven Gerrard, Momo Sissoko og Xabi Alonso eru allir kraftmiklir, vel þjálfaðir og hreyfanlegir. Þeir hafa mikla yfirferð og fara vel með boltann. West Ham mun horfa til manna eins og Nigel Reo-Coker til að fást við þessa menn á miðjunni. Þar liggur styrkur Liverpool. Styrkleiki West Ham felst í sóknarleik liðsins. Vörnin er ekki mjög sterk. Þó hefur liðið fljóta varnarmenn eins og þá Anton Ferdinand og Danny Gabbidon. Ég er ekki viss um að Lionel Scaloni muni leika. En ég gæti trúað því að, ef hann verður í liðinu, þá muni Liverpool styrkja styrkja vinstri vænginn með Harry Kewell, sem hefur verið að leika vel, og John Arne Riise.
Liverpool, undir stjórn Rafael Benítez, mun á hinn bóginn ekki leika villtan sóknarleik. Liðið mun reyna að halda boltanum og skapa sér þannig marktækifæri án þess að tefla mjög mörgum mönnum í sóknina fyrsta hálftímann. Þeir munu halda boltanum í sínum röðum og vonast til að það muni gagnast þeim vel því sagan sýnir okkur að þau lið, sem hlaupa mikið með boltann, gengur illa að halda það út í 90 mínútur. Liverpool mun reyna að láta leikmenn West Ham hafa fyrir því að ná boltanum og þreyta þá á þann hátt. Liðið hans Rafael mun ekki breyta út af því sem það er vant og ég hef þá trú að leikaðferð þess muni duga því til sigurs. En hafa ber þann varnagla á að í þessum úrslitaleik býr liðið, sem talið er veikara, yfir hæfileikum sem gæti dugað þeim til sigurs.
Úrskuður: LIVERPOOL v WEST HAM UNiTED. 2:1.
Fyrri rimmur í F.A. bikarnum.
21. febrúar 1914, 3. umferð. West Ham United 1-1 Liverpool
25. febrúar 1914, aukaleikur. Liverpool 5-1 West Ham United
30. mars 1963, átta liða úrslit. Liverpool 1-0 West Ham United. Markakóngurinn Roger Hunt skoraði síðbúið sigurmark.
3. janúar 1976, 3. umferð. West Ham United 0-2 Liverpool. Þeir Kevin Keegan og John Toshack skoruðu mörk Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!