Sami á von á erfiðum leik gegn Hömrunum
Leikur Liverpool og West Ham United á Anfield Road í dag rifjar upp góðar minningar, hjá stuðningsmönnum Liverpool, um hinn magnaða úrslitaleik í F.A. bikarnum í vor. Liverpool hafði sigur eftir vítaspyrnukeppni í leik sem að var strax flokkaður með bestu úrslitaleikjunum í 125 ára sögu þessarar elstu bikarkeppni í heimi. Finninn Sami Hyypia er þó ekki viss um að minningar sínar hafi verið svo ýkja góðar!
,,Ég veit nú ekki hvort ég ætti að minnast úrslitaleiksins með neinni gleði. En ef maður getur kallað það að fá á sig þrjú mörk og misnota svo vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni góðar minningar þá verður svo að vera. Í alvöru talað þá var þetta frábær dagur og það var magnað að taka þátt í þessum úrslitaleik. West Ham stóð sig mjög vel og þá sérstaklega ef það er haft í huga að liðið var nýkomið aftur upp í efstu deild. Þeir hafa nú styrkt liðið vel í sumar með nokkrum nýjum leikmönnum. Það verður aftur erfitt að fást við liðið og þetta verður örugglega ekki auðveldur leikur fyrir okkur."
Sami verður örugglega í byrjunarliði Liverpool. Þar sem Jamie Carragher er meiddur er trúlegt að Daninn Daniel Agger standi vaktina við hliðina á Sami í hjarta varnar Liverpool. Vonandi verður vörn Liverpool traustari en gegn Hömrunum í Cardiff í vor. Svo á Liverpool enn eftir að halda markinu hreinu það sem af er þessarar leiktíðar.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni