Sagt eftir leik Liverpool og Galatasaray
Hér á eftir fara viðbrögð þeirra Peter Crouch, Rafael Benitez og Erik Gerets stjóra Galatasaray eftir leik liðanna á miðvikudagskvöldið í C riðli Meistaradeildarinnar. Stjóri Gala sagði m.a. sína menn ekki hafa átt neitt skilið út úr leiknum en hrósaði þeim engu að síður fyrir að hafa komið til baka og skorað tvö mörk.
Aðalamálið eftir leikinn var að sjálfsögðu mark Peter Crouch sem var sérlega glæsilegt. Crouch hafði þetta um markið að segja: ,,Það var sérstök stund fyrir mig að skora þetta mark fyrir framan Kop stúkuna. Ég held ég verði að segja að þetta sé besta mark mitt fyrir Liverpool hingað til. Maður skorar ekki mörg svona mörk, oftast fara þessi skot yfir stúkuna en sem betur fer fór hafnaði boltinn í netinu og tryggði okkur sigurinn."
,,Það hefur auðvitað verið frekar pirrandi að sitja á bekknum í undanförnum leikjum því maður vill alltaf spila. En hjá svona stóru félagi veit maður að maður er ekki alltaf í liðinu og það þýðir ekkert annað en að vera tilbúinn þegar kallið kemur."
,,Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik og þegar við skoruðum þriðja markið héldum við kannski að leikurinn væri búinn. Ég verð að hrósa þeim (Galatasaray) fyrir að koma til baka og gera okkur örlítið stressaða undir lokin. Það mikilvæga var að vinna leikinn og fá þrjú stig. Það er það sem skiptir máli þegar upp er staðið."
Rafael Benitez hrósaði Peter Crouch í hástert eftir leikinn og honum fannst lið sitt eiga sigurinn skilið.
,,Crouch skoraði ótrúlegt mark og hann var mjög hreyfanlegur og sýndi hversu góður leikmaður hann er."
,,Þetta var mikilvægt mark fyrir okkur og ég verð að segja að leikurinn var svolítið skrýtinn. Við byrjuðum mjög vel á háu tempói, náðum nokkrum góðum sendingum inn í teiginn og skoruðum góð mörk. Eftir 20 mínútur héldum við að sigur væri unnin og þá byrjuðu vandræðin. Galatasaray færðu sig framar á völlinn þegar þeir voru komnir þrjú mörk undir og þeir höfðu engu að tapa. Þeir sóttu að okkur með marga leikmenn og áttum í vandræðum með að stjórna leiknum eftir það."
,,Ég setti Momo Sissoko inná í seinni hálfleik vegna þess að við þurftum að ná betri stjórn á miðjunni. Ég var áhyggjufullur undir lokin því þá höfðum við ekki stjórn á leiknum en það mikilvægasta var að landa sigri. Leikurinn þróaðist ekki eins og við áttum von á en við náðum stigunum. Við erum nú í mjög góðri stöðu í riðlinum og nú verðum við að halda áfram að vinna heimaleikina okkar."
Stjóri Galatasaray Erik Gerets gerði ekki mikið úr endurkomu liðs síns og sagði að þeir hefðu átt skilið að tapa leiknum.
,,Við gleymdum að spila fótbolta í fyrri hálfleik, við vorum of hrifnir af kringumstæðum og liðinu sem við vorum að spila við."
,,Ef maður spilar með stjörnur í augunum þá endar það með því að maður tapar. Ef við hefðum spilað fyrri hálfleikinn eins og við spiluðum þann seinni þá hefði þetta farið öðruvísi. Í seinni hálfleik spilaðið liðið mun betur, sótti meira og skapaði fullt af vandamálum fyrir Liverpool."
,,Við hefðum auðveldlega getað skorað meira, við klúðruðum nokkrum færum til að jafna seint í leiknum. Núna erum við að sleikja sár okkar, erum óánægðir og ég er reiður því allt of margir leikmenn gerðu of mikið af mistökum á mikilvægum augnablikum sem leiddu af sér mörk."
,,Auðvitað verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka í seinni hálfleik en við áttum skilið að tapa miðað við frammistöðu okkar í fyrri hálfleik."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum